Síða 1 af 1

4G tíðni símafyrirtækjanna

Sent: Þri 03. Des 2013 11:52
af bjornvil
Sælir

Er einhverstaðar hægt að nálgast upplýsingar um hvaða tíðnisvið 4G net símafyrirtækjanna er á?

Ég er að spá hvort að ég gæti nýtt mér 4G á Nexus 4. Það er hægt að flasha modded radio á hann til að virkja 4G búnaðinn í honum en það virkar víst aðeins á takmörkuðum tíðnum.

Re: 4G tíðni símafyrirtækjanna

Sent: Þri 03. Des 2013 12:01
af Garri
Hélt að þetta væri spurning um hardware.. nánar, kristalla?

Re: 4G tíðni símafyrirtækjanna

Sent: Þri 03. Des 2013 12:12
af hfwf
Staðan er víst svona, ef viðkomandi sími er ekki leyfður á kerfum viðkomandi fyrirtækis, þá sé ég ekki hvernig nexus 4 með modded radio myndi virka hvort eð er. Minnir einnig að þetta kerfi sem þú talar um hafi verið kanadískt 4g kerfi lte band 4 minnir mig, en man þó ekki meira en það. Held það sé ekki stuðningur hvort eð er hér heima, i could be wrong.
more info: http://smartphones.wonderhowto.com/how- ... 4-0140450/
og more info: http://forum.xda-developers.com/showthr ... ?t=2211618

og en meira info : Nova og Síminn heyra á LTE band 20 og 3 , ekki vitað með hvað Vodafone, en ég býst við að það sé 20 og 3 eða annaðhvort.

Re: 4G tíðni símafyrirtækjanna

Sent: Þri 03. Des 2013 13:15
af hkr
Er sjálfur með N4 og þegar að ég var að skoða þetta að þá komst ég að því að þetta væri ekki hægt hér heima, N4 er ekki með LTE á sömu tíðni og símafyrirtækin á íslandi eru með.

Minnir að N4 sé á 4 en á íslandi sé aðeins boðið upp á 3 og 20.

Re: 4G tíðni símafyrirtækjanna

Sent: Þri 03. Des 2013 14:50
af bjornvil
hkr skrifaði:Er sjálfur með N4 og þegar að ég var að skoða þetta að þá komst ég að því að þetta væri ekki hægt hér heima, N4 er ekki með LTE á sömu tíðni og símafyrirtækin á íslandi eru með.

Minnir að N4 sé á 4 en á íslandi sé aðeins boðið upp á 3 og 20.


Alræt, þá nær það ekki lengra :)