Síða 1 af 1

Verzla iPad og iPhone í US

Sent: Fös 22. Nóv 2013 13:34
af Viktor
Sælir.
Ættingi minn er að fara til USA og langar að versla sér iPad. Einnig vantar hann nýjan síma svo ég mælti með því að hann kippti iPhone með sér í leiðinni.

Ætlaði að láta hann kaupa iPad Air Wifi+4G úti. Mér sýnist bara vera eitt týpunúmer af iPad Air 4G, er þetta þá ekki sama týpan um allan heim? A1475 http://support.apple.com/kb/ht5452
Virkar iPad Air á 3G neti símafyrirtækjanna hér heima?

Ef hann myndi fá sér iPhone 5s, yrði það þá ekki að vera A1457?

Kem líklega til með að panta þetta á eBay og senda á heimilisfang með 1 day shipping til öryggis.
Mælið þið með einhverju öðru en eBay, hann verður í Orlando, FL.

Takk.

edit:
Eftir nánari skoðun sýnist mér iPad air vera að kosta um 90k úti, ég fæ hann á 100k hér heima.
Svo er iPhone 5s á um 105k úti, ég fæ hann á 135k hér heima.

Held það sé skynsamlegra fyrir mig að kaupa iPadinn hérna heima, vitið þið um einhverja betri díla á þessum græjum en eBay?

Re: Verzla iPad og iPhone í US

Sent: Fös 22. Nóv 2013 13:47
af arnarfbald
Ég er með iPad Mini sem er keyptur í USA og 3G virkar vel á honum hérna og einnig í UK, var þar um daginn og það var ekkert vesen með kort frá Three.

t.d 32gb iPad Air wifi+4G kostar í kringum 90k í USA en 140k hérna.. held það sé ódýrast að fara bara beint í Apple búð og kaupa þar, á ekki að vera neitt vesen.