Síða 1 af 3
Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:13
af appel
Ég er með c.a. 7 android tæki á borðinu mínu núna, öll virka þau mismunandi og gæðin á tækjunum eru mismunandi.
- Takkar eru staðsettir bara einhversstaðar á hliðunum, stundum er takki á framhliðinni en oftast ekki.
- Flest tækin eiga það sameiginlegt að vera plastkennd og frekar aumingjaleg við snertingu. Sony Xperia spjaldtölvurnar beygjast t.d. mikið sem framkallar falskar snertingar á skjánum.
- Soft buttons er eiginlega það sem ég hata hvað mest við android. Af einhverjum ástæðum þótti þeim sniðugt að taka af skjánum svæði fyrir soft buttons í android, og eru takkarnir staðsettir annaðhvort til hliðar eða neðst. Bæði eyðileggur þetta útlit á forritum og tekur af skjásvæði. Á sumum spjaldtölvum er þetta svæði hvítt á litinn, og lítur fáránlega illa út í forritum sem eru með svartan bakgrunn. Þannig að á android tækjum eru komnir þessir soft-buttons, en svo hefur hard-buttons á hliðunum fjölgað líka! Þetta meikar engan sense.
- User interface í android er bara almennt hreint disaster. Ég veit ekki hve oft ég verð ringlaður á að nota þetta krappí viðmót sem virðist versna með hverri nýrri kynslóð af android tækjum.
- Skjáirnir á android tækjum eru mesta low-end quality krapp sem ég hef séð. Einsog ég sagði þá er ég að bera saman skjái á 10 mismunandi android tækjum við Apple tæki, og maður er bara hissa. Nýjustu android skjáirnir komast ekki nálægt gömlum iPad skjáum í gæðum. Allir litir eru rangir á android skjáum, og örgjörvarnir eða panelarnir í android tækjum eru það lélegir að maður getur séð pixlana í þráðbeinum solid línum, líka á svokölluðum "retina" skjáum.
- Þar fyrir utan er hreinasta martröð að búa til forrit á android, sem fúnkerar á öllum hugsanlegum android tækjum. Það er ekkert staðlað, hver einasti síma-vendor er með sína eigin android-útgáfu, og allt lítur og hagar sér öðruvísi út. Þessvegna eru iOS forrit yfirleitt miklu svalari heldur en android forrit, sem virðast smíðuð fyrir lægsta samnefnarann.
- Lyklaborð á android tækjum eru óstöðluð og taka mismunandi mikið pláss af skjánum. Sum taka yfir allan skjáinn og sum taka yfir 60%, sum 50%, sum birta bara mini-lyklaborð í fjórðungi. Þetta er algjört disaster.
Er líka með Apple tæki, iPhone og iPad, og þau hafa algjöra yfirburði gagnvart þessum android tækjum, í skjágæðum, build-quality á símanum, einfaldleika í user-interface, gæðum á forritum o.s.frv.
Bara mínar persónulegar skoðanir eftir að hafa unnið með þessi tæki í nokkurn tíma.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:19
af dandri
Whoopdeedoo.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:41
af Stutturdreki
Þú veist að þú ert að bera saman epli og appelsínur
Svona svipað og með að Mac lendir aldrei í vandræðum en PC er í endalausu veseni.
Bara það sem má búast við; einn framleiðandi í lokuðu umhverfi vs. margir framleiðendur í opnu umhverfi.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:41
af hfwf
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:46
af GullMoli
Pæling, ertu að bera Apple tækin við Android tæki í sama verðflokki? Væntanlega fær maður bara einhverja melónu ef maður kaupir ódýran snjallsíma.
Þar sem að iPhone kostar um og yfir 100k í hvert skipti sem hann kemur út, það væri þá sanngjarnt að bera hann saman við Android síma sem kostaði það sama á þeim tíma.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:50
af appel
GullMoli skrifaði:Pæling, ertu að bera Apple tækin við Android tæki í sama verðflokki? Væntanlega fær maður bara einhverja melónu ef maður kaupir ódýran snjallsíma.
Þar sem að iPhone kostar um og yfir 100k í hvert skipti sem hann kemur út, það væri þá sanngjarnt að bera hann saman við Android síma sem kostaði það sama á þeim tíma.
Ég er að bera saman almennt, en einnig á þetta líka við um tæki í sama verðflokk, og í mörgum tilfellum er iPad4 ódýrari heldur en nýjustu Android spjaldtölvurnar.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 14:53
af MatroX
ert kannski að gleyma öllum restriction sem apple lætur á allt, verðmuni, t.d þú kaupir ipad og ert fastur á 3g, sama á við um iphone 5s en þú kaupir sambærilegan samsung síma eða sambærilegt samsung tablet og þú ert með 4g
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 15:01
af AntiTrust
Hmm...
Ef þú tekur flest high/est end Android tæki þá er ekki plastfeel í þeim, S3/S4 undanskilin. Nexus símarnir og HTC símarnir meðal annars með mjög premium high-end feel, HTC One finnst mér fara framúr iPhone í gæðum og feel. Sony tabletin eru frekar flimsy fyrir verðflokk, en Samsung, Asus og Nexus tabletin langt frá því að vera cheap. Ég er alveg á því að iPadarnir eru líklega þeir best byggðu, en þú borgar líka oftast vel fyrir það.
Elska softbuttons. Ég er meira segja með mína falda og nota gestures í staðinn og fæ umstalsvert meira screen estate til að vinna með. Ekkert á móti hardware tökkum samt sem áður, Home takkinn á iOS tækjum fínn til síns brúks en tekur of mikið pláss af tækinu. Gæti ekki verið meira ósammála með UI. Finnst þetta bera höfuð og herðar yfir önnur OS. Það er vissulega ekki eins einfalt og iOS eða WP en það er líka sterkasti kosturinn við það.
Pass á forritun og skjái, hlutir sem ég hef ekki unnið með og pæli lítið í. Að geta haft custom lyklaborð á símanum er ekkert annað en argasta snilld. Swiftkey étur öll önnur soft-kb.
Ég er sammála því að gæðin á iOS tækjum sé yfir heildina litið öllu meiri, en það þýðir lítið að henda þeirri staðhæfingu fram án þess að taka tillit til verðmunar.
Stærsti kosturinn við Android er frelsi. Ef þú ert fiktari er iOS/WP bara ónothæft.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 15:24
af rapport
Þetta er svolítið kjánalegur samanburður...
Verður ekki að bera eina vörulínu smaan við eina vörulínu...
s.s. samsung v.s. apple, eða Nokia v.s. apple o.s.frv.
og hver á að gera það?
Á ÉG AÐ GERA ÞAÐ!!!!!
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 15:39
af appel
rapport skrifaði:Þetta er svolítið kjánalegur samanburður...
Verður ekki að bera eina vörulínu smaan við eina vörulínu...
s.s. samsung v.s. apple, eða Nokia v.s. apple o.s.frv.
og hver á að gera það?
Á ÉG AÐ GERA ÞAÐ!!!!!
Ekki kjánalegur samanburður. Í raun skiptir varla máli hvaða android tæki þú berð saman við Apple tækin, Apple er með yfirburði gagnvart öllum í þessu atriðum sem ég nefni. Ég hef enn ekki fengið í hendurnar eða prófað android tæki sem er betra en Apple tæki.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 15:42
af AntiTrust
appel skrifaði:
Ekki kjánalegur samanburður. Í raun skiptir varla máli hvaða android tæki þú berð saman við Apple tækin, Apple er með yfirburði gagnvart öllum í þessu atriðum sem ég nefni. Ég hef enn ekki fengið í hendurnar eða prófað android tæki sem er betra en Apple tæki.
Erum við alltíeinu komnir í alhæfingar og staðreyndir frekar en skoðanir?
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 15:49
af Swooper
"You laugh because we're different, we laugh because you're all the same."
Stærsti styrkleiki Android er akkúrat fjölbreitnin sem þú gagnrýnir svo harkalega. Ef ég vil öðruvísi viðmót eða predictive lyklaborð fyrir Android tækið mitt, þá finn ég bara eitthvað sem mér líkar og nota það. iOS tæki bjóða ekki upp á þetta, allt verður að vera eins og Apple vill hafa það og ef einhverjum finnst það ljótt eða óþægilegt (við erum jú öll mismunandi og smekkur okkar allra er ekki eins) þá er bara samtals ekkert sem hann getur gert nema sætt sig við svona sé þetta bara. Ef þú fílar iOS tæki eins og þau koma af kúnni, flott, æðislegt, more power to you. Mér gæti ekki verið meira sama.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 16:04
af Daz
appel skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er svolítið kjánalegur samanburður...
Verður ekki að bera eina vörulínu smaan við eina vörulínu...
s.s. samsung v.s. apple, eða Nokia v.s. apple o.s.frv.
og hver á að gera það?
Á ÉG AÐ GERA ÞAÐ!!!!!
Ekki kjánalegur samanburður. Í raun skiptir varla máli hvaða android tæki þú berð saman við Apple tækin, Apple er með yfirburði gagnvart öllum í þessu atriðum sem ég nefni. Ég hef enn ekki fengið í hendurnar eða prófað android tæki sem er betra en Apple tæki.
Það skiptir miklu máli. Þetta er ekki Apple vs. Android. Þetta á að vera Ipad 5S*++"X VS. HTC Galaxy Nexus 55. S.s. stök vara á móti stakri vöru. Svo getum við raðað "sambærilegum" vörum (t.d. spjaldtölvum af sömu stærð) í röð eftir einhverjum skala. Apple vörurnar væru líklega oftast þar nálægt toppsætinu á hverjum lista, en það er líka viðbúið miðað við verðið.
Við berum ekki saman 80 þúsund kr ipad á móti 20 þúsund króna POV tableti, ekki frekar en við berum saman Skoda Fabia 2001 á móti Range Rover Vogue 2014.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 16:15
af appel
Daz skrifaði:appel skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er svolítið kjánalegur samanburður...
Verður ekki að bera eina vörulínu smaan við eina vörulínu...
s.s. samsung v.s. apple, eða Nokia v.s. apple o.s.frv.
og hver á að gera það?
Á ÉG AÐ GERA ÞAÐ!!!!!
Ekki kjánalegur samanburður. Í raun skiptir varla máli hvaða android tæki þú berð saman við Apple tækin, Apple er með yfirburði gagnvart öllum í þessu atriðum sem ég nefni. Ég hef enn ekki fengið í hendurnar eða prófað android tæki sem er betra en Apple tæki.
Það skiptir miklu máli. Þetta er ekki Apple vs. Android. Þetta á að vera Ipad 5S*++"X VS. HTC Galaxy Nexus 55. S.s. stök vara á móti stakri vöru. Svo getum við raðað "sambærilegum" vörum (t.d. spjaldtölvum af sömu stærð) í röð eftir einhverjum skala. Apple vörurnar væru líklega oftast þar nálægt toppsætinu á hverjum lista, en það er líka viðbúið miðað við verðið.
Við berum ekki saman 80 þúsund kr ipad á móti 20 þúsund króna POV tableti, ekki frekar en við berum saman Skoda Fabia 2001 á móti Range Rover Vogue 2014.
Sony Xperia Tablet Z, Samsung Tab 3, Samsung Galaxy Note eru í sama verðflokk og iPad 4. Ég er með þessar android á borðinu mínu, og þær fölna í samanburði við iPad.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 16:41
af rapport
appel skrifaði:Daz skrifaði:appel skrifaði:rapport skrifaði:Þetta er svolítið kjánalegur samanburður...
Verður ekki að bera eina vörulínu smaan við eina vörulínu...
s.s. samsung v.s. apple, eða Nokia v.s. apple o.s.frv.
og hver á að gera það?
Á ÉG AÐ GERA ÞAÐ!!!!!
Ekki kjánalegur samanburður. Í raun skiptir varla máli hvaða android tæki þú berð saman við Apple tækin, Apple er með yfirburði gagnvart öllum í þessu atriðum sem ég nefni. Ég hef enn ekki fengið í hendurnar eða prófað android tæki sem er betra en Apple tæki.
Það skiptir miklu máli. Þetta er ekki Apple vs. Android. Þetta á að vera Ipad 5S*++"X VS. HTC Galaxy Nexus 55. S.s. stök vara á móti stakri vöru. Svo getum við raðað "sambærilegum" vörum (t.d. spjaldtölvum af sömu stærð) í röð eftir einhverjum skala. Apple vörurnar væru líklega oftast þar nálægt toppsætinu á hverjum lista, en það er líka viðbúið miðað við verðið.
Við berum ekki saman 80 þúsund kr ipad á móti 20 þúsund króna POV tableti, ekki frekar en við berum saman Skoda Fabia 2001 á móti Range Rover Vogue 2014.
Sony Xperia Tablet Z, Samsung Tab 3, Samsung Galaxy Note eru í sama verðflokk og iPad 4. Ég er með þessar android á borðinu mínu, og þær fölna í samanburði við iPad.
Ég hef ekki átt mikið af android tækjum, þekki þetta vandamál ekki.
Ertu ekki bara pirraður yfir að eitthvað breytist í uppfærslunum á android ólíkt en hjá apple?
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 16:55
af Daz
appel skrifaði: Sony Xperia Tablet Z, Samsung Tab 3, Samsung Galaxy Note eru í sama verðflokk og iPad 4. Ég er með þessar android á borðinu mínu, og þær fölna í samanburði við iPad.
Betra.
Það þýðir samt ekki að POV Tabletið sé ekki gott Tablet eða að HTC One XP 2000 sé ekki betri en Iphone 4G. (Bara svona út í loftið.)
S.s. þó ein Apple vara sé betri en sambærilegar Android vörur þýðir það ekki að önnur Apple vara sé líka betri en sambærilegar Android vara.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 16:56
af mundivalur
Mín android spjaldtölva kostaði bara 30þ.
OS: Android 4.2.2
CPU: AllWinner A31 Quad Core
GPU: Power VR SGX544MP2 8 Core 1MB L2 Cache
RAM 2GB,DDR3
Storage 16GB
Shell Material Aluminum shell
Screen: Capacitive Touchscreen, 2048*1536 High-resolution Screen
Size: 9.7 inch
Resolution: 2048*1536 IPS
Screen PPI:264
Gravity Sensor: Yes
Visible Angle: 179°
Display: Retina IPS
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 16:57
af MatroX
appel skrifaði:- Lyklaborð á android tækjum eru óstöðluð og taka mismunandi mikið pláss af skjánum. Sum taka yfir allan skjáinn og sum taka yfir 60%, sum 50%, sum birta bara mini-lyklaborð í fjórðungi. Þetta er algjört disaster.
þetta er það heimkulegasta sem ég hef heyrt! þetta er akkurat andstæðan við apple þú ert fastur með þetta keyboard sem er þar, ef þú ert með android síma þá seturu bara upp það lyklaborð sem þú vilt og lætur það líta út eins og þú vilt, ekki bara eitthvað eitt ríkislyklaborð eins og hja apple
t.d þetta mér sýnist þetta vera bara mun flottara en lyklaborðið sem þú færð í apple spjaldtölvu eða síma
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 17:08
af Daz
Svona hypothetically, ef einhver væri að þróa viðmót á spjaldtölvur, bæði fyrir Apple og Android (og notaði til þess mörg mismunandi tæki til að prófa niðurstöðurnar), gæti hann þá ekki beitt einhverri "out of the box" tækni eða lausn til að láta skjámyndina skalast sjálfkrafa eftir því hversu mikið skjápláss væri í boði (s.s. takandi tillit til upplausnar OG stærðar á lyklaborði)?
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 17:11
af DJOli
Eg á Sony Ericsson Xperia Neo (gefinn út í mars 2011)
Faðir minn átti símann í amk. tvö ár áður en ég fékk hann gefins í júlí á þessu ári vegna þess að faðir minn keypti sér nýjan.
Svona í alvöru, ég sé ekkert nema galla við þennan snjallsíma. Innbyggða geymslan er ekki nema 320mb sem enganveginn stendur undir sínu í dag. Þó svo að ég sé með 8gb minniskubb í honum þá er síminn alltaf að kvarta undan plássleysi og ég er ekki með nema tvö öpp í símanum umfram þau sem fylgdu með sem ekki er hægt að eyða. Þau öpp eru Skype & Spotify.
Eg er í alvarlegum hugleiðingum með að kaupa mér eitthvað nýrra, og ég efast um að það verði android vegna þess að ég er hrifinn af því að eiga hlutina sem ég kaupi sem lengst. Sem dæmi þá er 'plasthlífin' fyrir hleðslusocketið á símanum dottin af, ég reyndi að festa hana aftur, en það gekk ekki, þar næst reyndi ég að líma hana og hún týndist gjörsamlega núna um daginn.
An gríns. Þessi sími hefur ekkert nema ollið mér vonbrigðum sem farsími.
Fyrir um það bil þrem mánuðum bilaði innbyggði hátalarinn í símanum bara upp úr þurru, algjörlega af ástæðulausu.
Þá þurfti ég að notast við heyrnatól til að geta heyrt í símanum, tek það einnig fram að allar hringingar, og hljóðmerki sem síminn átti að gefa frá sér voru hljóðlausar.
Svo bara "datt það í lag".
Síminn hitnar alveg hrikalega mikið, og ég held að hann jafnvel ofhitni við mikla notkun.
Eg nota plasthlíf utan um símann til að verja hann fyrir rispum og fleiru ef ég skyldi missa hann, en hlífina tek ég af ef ég fer til dæmis á skype í hálftíma.
Batteríið svoleiðis gjörsamlega tæmist innan hálftíma ef báðar myndavélar eru notaðar, þó svo að skype símtalið fari fram á heimaneti.
Síminn tæmir batteríið án notkunar á innan 24 klukkustundum.
Eg er farinn að halda að ef maður ætti að fá sér snjallsíma sem tæmist ekki á einhverjum tímapunkti yfir daginn að maður þurfi að rölta um með stórt 12v bílabatterí með hleðsludokku.
Hvaða fábjána datt þetta annars í hug?. Af hverju eru símarnir ekki meira efficient, eða rafhlöðurnar stærri, og af hverju er það ekki lágmark að innbyggða geymslan sé 1-2gb. Þetta fyllist hvort eð er af clusteri og rusli frá Google.
Einn ósáttur við snjallsíma.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 17:13
af tveirmetrar
Ég gæti skrifað nákvæmlega eins lýsingu um Apple vörur, þ.e. jafn neikvæða. Undirstöðuatriðin væru einföld þ.e. hversu slappar Apple vörur eru þegar kemur að price/performance og hversu hrikalega heftandi og lokaðar þessar vöru eru ef þú ætlar að gera eitthvað út fyrir litla rammann sem IOS býður þér upp á.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 17:18
af hfwf
Daz skrifaði:Svona hypothetically, ef einhver væri að þróa viðmót á spjaldtölvur, bæði fyrir Apple og Android (og notaði til þess mörg mismunandi tæki til að prófa niðurstöðurnar), gæti hann þá ekki beitt einhverri "out of the box" tækni eða lausn til að láta skjámyndina skalast sjálfkrafa eftir því hversu mikið skjápláss væri í boði (s.s. takandi tillit til upplausnar OG stærðar á lyklaborði)?
Svona er þetta programmað í dag fyrir Android
Færð upp myndir af mismunandi tækjum með mismunandi upplausnum og getur lagað það sem laga þarf right there and then.
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 17:24
af KermitTheFrog
Málið með Android vs. Apple er að það er eiginlega ekki sanngjarn samanburður. Þú ert að bera saman nokkra mismunandi framleiðendur og Apple. Einn gerir verkið kannski mun betur en hinn, en velur að byggja á sama grunnstýrikerfi og hinn.
Þú getur fengið spjaldtölvu sem keyrir Android stýrikerfið á 10þúsund kall og þú getur fengið spjaldtölvu sem keyrir á Android og borgað yfir 100þúsund kall.
Android er open source og keyrir á þúsundum mismunandi tækja, sem er gott á sinn hátt. Apple fara aðra leið þar sem þróun hugbúnaðar og vélbúnaðar helst í hendur. Það er einnig gott á sinn hátt.
Spurningin er, hvort viltu? Þegar þú kaupir Apple vöru þá veistu að þú ert að fá premium gæði, og þú borgar vissulega fyrir það. En ef þú kaupir þér t.d. Samsung eða Asus spjaldtölvu ertu líka að fá premium gæði fyrir svipaðan pening.
Hvað hentar hverjum og einum? Viltu fá spjaldtölvu sem þú veist að bara virkar, ekkert compatibility issue eða e-ð svoleiðs. Plug-n-play, hviss bang búmm. Eða viltu fá tæki sem er eins opið og þú vilt að það sé? Getir tweakað og gert það sem þér hentar við. iOS bara "er"... Viltu borga minna og fá hrátt Android stýrikerfi eða viltu borga meira og fá sérsmíðað stýrikerfi fyrir vélbúnaðinn?
Þetta er ekki samanburðarhæft. Mér t.d. hryllir við iOS stýrikerfinu, elska Android. Hvað segir næsti maður? Er hann eitthvað verri eða vitlaus ef hann er ekki sammála?
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 17:26
af chaplin
Hvaða 7 tæki eru þetta?
Ég er sammála að Apple séu með algjöra yfirburði varðandi gæði í spjaldtölvum en ég gef þeim ekki mikið meira en það.
Ég hreinlega nenni ekki að fara yfir enn eina Apple vs. Android umræðuna, en þú verður að gera þér grein fyrir því að ef þú berð saman Apple og Android vörur í sama verðflokki eins og iP5 og One.
-
Skjár: Þá getur þú ekki sagt að One sýni pixla því skjárinn á One er með talsvert hærri PPI og einn besta skjá á markaðinum.
-
Skjástærð: Persónubundið.
-
Gæði: Báðir símanir eru með ál umgjörð svo gæðin eru gott sem identical.
-
Lyklaborð: Ef þú ert ekki hrifinn af default lyklaborðinu að þá eru fleiri hundruði lyklaborða sem þú getur notað í staðinn, þ.á.m. Swiftkey sem hefur algjöra yfirburði yfir stock Apple.
-
Rafhlaðan: Rafhlaðan í iP er brandari enda er það orðið normið að vera með hleðslutæki alltaf á sér hjá iP eigendum. One dugar heilan dag í mikilli notkun.
-
Hátalarar: Nánast ekki samanburðarhæfir.
-
Netkerfi: One er með 4G, iPhone ekki (á Íslandi).
-
Álagsprófun: iPhone tekur Sunspider benchmark með yfirburðum, One tekur Geekbench með yfirburðum.
-
Myndavél:
iPhone -
One -
auðvita bara ein mynd til samanburðar, en hægt að er finna review sem sýna fleiri myndir fékk þessar í láni frá Trustedreviews þar sem ég tók saman flest alla punktana mína.-
NFC: One hefur það, ekki iPhone.
-
Infrared: One hefur það, ekki iPhone.
-
UI: iPhone hefur að mínu mati 100x betra UI en Sense draslið, þú getur þó skipt um viðmót í One.
-
Hugbúnaðir: iOS7 hefur fengið mis góðar viðtökur, fannst gamla útlitið fallegra en auðvita margir kostir við iOS7, ég bíð þó spenntur eftir
KitKat, bye bye Dalvik.
Það sem ég er hrifnastu af Apple farsímum er meðal annars að þú ert alltaf að fá flottan og öflugan síma, góða myndavél, þeirra dual core örgjörvar eru með yfirburði yfir mörgum quad core Android örgjörvunum ofl.
Edit: So much fyrir að ætla ekki að gera samanburð á símunum..
Re: Android gagnrýni
Sent: Mið 13. Nóv 2013 20:06
af nonesenze
apple eru einföld tæki fyrir einfalt fólk og henta því mjög vel fyrir suma.
versta við apple að mínu mati er samt að þeir eiga eftir að patenta hvernig þú opnar hurðir á endanum