Síða 1 af 1

LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 11:32
af Xovius
Mynd

Hvað finnst mönnum um þennan síma? Hann er kominn í sölu hjá heimkaup.is á 99.900 svo hann er ódýrari og betri en allir samkeppnisaðilarnir.

http://www.lg.com/us/mobile-phones/g2

Post nr 1000 :D

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 11:40
af Daz
Spurning um build quality. Persónulega finnst mér það skipta miklu máli í símum.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 11:42
af Xovius
Daz skrifaði:Spurning um build quality. Persónulega finnst mér það skipta miklu máli í símum.


Einmitt, reviewin ættu að fara að hrannast inn á næstu dögum svo þá fær maður að heyra hvað fólki finnst um það.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 11:48
af Vignirorn13
Mér finnst hann líta vel út og hlakka til að sjá reviewin..

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 12:16
af hfwf
LG Nóg sagt.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 12:18
af Vignirorn13
hfwf skrifaði:LG Nóg sagt.

Haha satt hjá þér en ég er með LG X4 HD síma og hann hefur verið að standa sig vel að mínu mati. :happy

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 12:51
af mundivalur
LG er fínt en ekki búast við að fá uppfærslur í framtíðinni :)

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 13:14
af Xovius
Keypti einmitt um daginn notaðann LG Optimus L5 draslsíma á klink um daginn frá vini mínum og nú langar mig bara að fá mér almennilegann snjallsíma, kominn með veiruna :D
Minn er einmitt orðinn nokkurra ára gamall og stendur sig fínt miðað við aldur. Virkar allt fullkomlega og takkar og bakhliðin eru ennþá stíf og fín þrátt fyrir mikla notkun.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 13:17
af Fletch
Samsung Galaxy Note 3 er málið í dag

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 14:04
af dogalicius
Er með Lg optimus G og var áður með note 2 ,Optimus G er að toppa hann í öllu :)
Óneitanlega er maður er alltaf heitur fyrir Note 3 , annars ef maður uppfærir þá hugsa ég að það verði G2 , eina sem er ekki topp og það er hvað Lg eru slappir í uppfærslum.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 18:25
af Xovius
Fletch skrifaði:Samsung Galaxy Note 3 er málið í dag


En það sem þessi hefur framyfir hann er MIKIÐ lægra verð :P

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:50
af Vignirorn13
Xovius skrifaði:
Fletch skrifaði:Samsung Galaxy Note 3 er málið í dag


En það sem þessi hefur framyfir hann er MIKIÐ lægra verð :P

Samsung S4 er málið í dag! :happy

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 19:52
af Farcry
Hvað segja menn yfir svona, samsung að svindla að þvi virðist i hraðaprófum
http://blog.gsmarena.com/samsung-galaxy ... -by-20-50/

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 20:25
af hfwf
Farcry skrifaði:Hvað segja menn yfir svona, samsung að svindla að þvi virðist i hraðaprófum
http://blog.gsmarena.com/samsung-galaxy ... -by-20-50/


Það svindla allir. Af hverju það er einblínt á Samsung er bara eitt af þessu Nvidia/AMD dæmum.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 20:46
af KillEmAll
Daz skrifaði:Spurning um build quality. Persónulega finnst mér það skipta miklu máli í símum.


Talandi um build quality: Xperia Z1

Mynd

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 20:47
af Cikster
Ef þú hefur þekkinguna/kjarkinn til að roota símann þinn og nota ROM sem eru ekki frá framleiðandanum þá er LG ágætis ódýr en jafnframt öflugur valmöguleiki.

Ef þú hinsvegar treystir þér ekki í að sjá um símann þinn að öllu leiti (og þola jafnvel einhverja bögga útaf custom ROM) ... mæli ég alls ekki með LG nema þú gerir þér grein fyrir því frá upphafi að þú munt líklega aldrei fá uppfærslu á stýrikerfið frá þeim.

Skortur á uppfærslum á stýrikerfinu er einn stærsti veikleiki android. Sumir framleiðendur standa sig lala í þessu en aðrir (LG t.d.) standa sig hörmulega. Ef stýrikerfið er ekki uppfært eru meiri líkur á að sé hægt að brjótast inn í símann þinn eða jafnvel eyðilagt hann. Hef verið með 4 LG android síma, 2 þeirra vinnusíma sem ég læt vera stock frá framleiðanda og hef bara fengið eina litla uppfærslu á þá 2 ... hinir 2 sem eru einka símarnir mínir hafði LG sagt að uppfærsla kæmi ... síðan leið sá tími en engin uppfærsla kom þannig að ég endaði á að setja custom rom á þá.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 20:59
af audiophile
Þetta er ótrúlega þéttur sími (búinn að prófa hann) og ekkert smá góður skjár.

Það mikilvægasta við þennan síma sem mér finnst fara framhjá fólki er geggjuð rafhlöðuending á svona öflugum síma. Líklegast besta rafhlöðuending hingað til. Lesið bara review á t.d. Gsmarena.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 02. Okt 2013 21:49
af Tesy
Virkilega flottur sími en ég ætla samt að bíða eftir Nexus 5 áður en ég skipti yfir frá iOS í Android.
Sagt er að Nexus 5 verði byggður eftir LG G2 þannig að ég er spenntur! :sleezyjoe

Hérna er gott review af LG G2 frá TechnoBuffalo ef þið hafið áhuga.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Fös 04. Okt 2013 13:44
af Xovius
Nú var hann að koma í sölu hjá Nova með allt aðra specca en ég fann þarna á LG síðunni :S Ekki einusinni sama stærð.
Prime Bbcode Spoiler Show Prime Bbcode Spoiler:
Virkni
Android OS v4.1
Rafhlaða 2100 mAh
1.5 GHz fjórkjarna örgjörvi
13 MP myndavél, autofocus, led flass
1.3 framvísandi myndavél
Full HD videoupptaka
Tölvupóstur, POP3, IMAP, Exchange
QSlide
Dual Screen - Dual Play
Quick Memo
Screen/Live Zooming
Steríó FM útvarp
3.5 mm hljóðtengi
HDMI
Micro USB gagnatengi
Skjár
4.7" True HD IPS Plus LCD Snertiskjár
768 x 1280 pixlar
318 ppi (pixel per inch)
16M litir
Íslenskustuðningur
Valmynd á íslensku
Skrifar og birtir íslenska stafi
Íslenskt lyklaborð
Minni
Innbyggt minni 32 GB
Vinnusluminni 2GB
Tækni
GSM/EDGE 850/900/1800/1900
3G 900/2100
LTE/4G 800/900/1800/2100/2600
HSDPA hámarks hraði: 42 Mbps
HSUPA hámarks hraði: 5,76 Mbps
DL 4G/LTE hámarkshraði: 100 Mbps
UL 4G/LTE hámarkshraði: 50 Mbps
A-GPS og GLONASS stuðningur
Miracast
DLNA
NFC
Bluetooth 4.0
WiFi og WiFi hotspot
Stærð og Þyngd
Hæð: 131.9 mm
Breidd: 68.9 mm
Þykkt: 8.45 mm
Þyngd: 145 gr
Hvað fylgir með?
Hleðslutæki + USB snúra
Stereo heyrnatól

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Fös 04. Okt 2013 14:07
af Tesy
@Xovius
Mér sýnist þetta vera LG Optimus 4X specs en ekki G2.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Fös 04. Okt 2013 14:28
af jojoharalds
mér synist að þessi sìmi er bara með þetta,nýr adreno skjákjarni,awsome örgjörva,og speccana benda til þess að hann er besti sími,og lááángflottastur.

Re: LG Optimus G2 smartphone - Besti síminn á markaðinum?

Sent: Mið 16. Okt 2013 12:23
af Xovius
Jæja, var að fá minn í hendurnar og þetta er yndislegur sími. Lookar æðislega og hefur mjög solid feel (ekki svona plastic crap eins og gamli síminn minn :D)
Skjárinn er svakalegur og síminn hikar aldrei við neitt :P