Svartur skjár á fartölvu / ræsir sig ekki
Sent: Sun 18. Ágú 2013 02:37
Yoyo.
Ég er með tæplega þriggja ára fartölvu (vika eftir af ábyrgðinni) og hún hefur undanfarið ákveðið að haga sér illa.
Ég hef verið að lenda í því að það kemur fyrir að upp úr þurru kemur kolsvartur skjár og ég get ekkert gert (það er þó eins og það sé enn kveikt á tölvunni).
Svo þegar ég reyni að kveikja aftur á tölvunni þá er ennþá svartur skjár, ekkert gerist, biosinn loadast ekki heldur.
Eftir að hafa lesið mér til á netinu hef ég reynt að ræsa hana án batterís og hef haldið inni power takkanum í 30 sekúndur og fleira. En það sem virðist virka er að taka minnið úr henni og setja það í aftur - þá ræsir hún sig aftur eins og ekkert hafi í skorist. Þetta gerist á nokkurra vikna fresti.
Það sem mig langar að vita er hvað gæti verið að klikka í tölvunni og hver væri varanleg lausn á þessu vandamáli?
Ég er með tæplega þriggja ára fartölvu (vika eftir af ábyrgðinni) og hún hefur undanfarið ákveðið að haga sér illa.
Ég hef verið að lenda í því að það kemur fyrir að upp úr þurru kemur kolsvartur skjár og ég get ekkert gert (það er þó eins og það sé enn kveikt á tölvunni).
Svo þegar ég reyni að kveikja aftur á tölvunni þá er ennþá svartur skjár, ekkert gerist, biosinn loadast ekki heldur.
Eftir að hafa lesið mér til á netinu hef ég reynt að ræsa hana án batterís og hef haldið inni power takkanum í 30 sekúndur og fleira. En það sem virðist virka er að taka minnið úr henni og setja það í aftur - þá ræsir hún sig aftur eins og ekkert hafi í skorist. Þetta gerist á nokkurra vikna fresti.
Það sem mig langar að vita er hvað gæti verið að klikka í tölvunni og hver væri varanleg lausn á þessu vandamáli?