Síða 1 af 1
Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Mán 12. Ágú 2013 17:12
af Carragher23
Er að fara byrja í námi í haust og fyrir nokkrum dögum ákvað MacbookAir tölvan mín að hrynja. Tiltörlega nýdottin úr ábyrgð þannig þetta er mjög svekkjandi.
Mér skilst að það sé öllu þæginlegra að vera með Windows vél í þessu námi ( og ódýrara ).
Er búinn að kortleggja nokkrar vélar en vantar endilega hjálp við að ákveða þetta vegna valkvíða
Budget er ca 150-200 þús. Kannski aðeins yfir....
Er hrifnastur af þessum persónulega:
Ætla bæta því við að vélin verður með SSD drifi en ekki disk. Þannig þær vélar sem eru með disk þá verður því skipt út fyrir 120gb SSD.Ódýr og öflug:
http://tolvutek.is/vara/packard-bell-ea ... olva-svorthttps://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... iron-(5521)-15R-fartolva---i7/
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... iron-(7520)-15R-SE-fartolva---i7/
http://tolvutek.is/vara/dell-inspiron-1 ... rtolva-blahttps://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... ningarvel/Líst rosalega vel á þessa fyrir utan 17" skjáinn sem er dáldið turnoff
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2488Bæta við uppí 6-8gb ram á þessari
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2446http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2369http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2345Endilega koma með ráðleggingar
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Þri 13. Ágú 2013 12:44
af Carragher23
ttt
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Þri 13. Ágú 2013 12:52
af chaplin
Persónulega fengi ég mér eingöngu 13.3-14" vél, finnst það vera svona "ideal" stærð fyrir skólavélar.
Ef þér er sama ef tölvan er notuð þá er
þessi til sölu - 13", i5, 4GB vinnsluminni, 128GB SSD, 12klst rafhlöðuending og á 85.000 kr.
Gangi þér vel!
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Þri 13. Ágú 2013 13:51
af Bioeight
Mæli ekki með því að þú fáir þér stærri en 15.6" skjá og helst minni eins og chaplini segir. Borðin geta verið óþægilega lítil stundum í þessum skólum, í stóru fyrirlestrarsölum HR er borðið t.d. ansi mjótt þannig að ef þú ert með 16-17" vél þar þá er ekki þægileg staðan sem þú ert í, mun þægilegra að vera með minni vél þar. Svo nennir maður miklu frekar að taka með sér litla þægilega vél.
Þeir sem voru með Mac lentu stundum í vandræðum en þeir hjálpuðu oftast hvor öðrum að leysa vandamálin. Stundum var voðalega lítið hægt að gera en þá voru kennararnir í HR skilningsríkir, sumir þeirra voru líka Macca notendur.
Skiptir mestu máli að skjárinn og lyklaborðið séu þægileg og það er mikið persónulegt mat, best að fara að skoða vélarnar, horfa á skjáina(skoða viewing angles) og máta lyklaborðin. Allir þessi nýju Intel örgjörvar eru nóg í allt sem maður þarf að gera í tölvunarfræðináminu, minnst 4GB minni og svo er SSD-diskur stór plús.
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Þri 13. Ágú 2013 16:28
af enypha
Thinkpad er safe bet í mínum bókum, þó með þeim fyrirvara að um sé að ræða fyrirtækjalínurnar T-W-X etc. Hef verið með nokkrar í vinnunni og séð enn fleiri í höndunum á tölvuböðlum án þess að slá feilpúst. Er með W520 núna, sem er nú líklega overkill fyrir þig, en það eru nokkrar nýlegar til sölu á vefnum-sem-ekki-má-ræða sé ég, einhverjar enn í ábyrgð. T420 T420s t.d. sem væru alveg perfect.
Hvað sem þú velur, veltu vandlega fyrir þér að uppfæra í SSD. Það er án nokkurs vafa besta uppfærsla sem nokkur vél fengi, finnur mikið meira fyrir því en að fara úr 4-16GB RAM, i5 í i7 etc.
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Fim 15. Ágú 2013 21:56
af Carragher23
Takk fyrir þetta.
Langar samt að spyrja, var s.s. í tölvubúð í dag og ég tjáði starfsmanni að ég hefði ekki góða reynslu af Acer og vildi helst skoða aðrar vélar, þá segir hann við mig að Acer hafi fyrir 2 árum síðan rekið nánast alla starfsmenn sina, ráðið nýja hæfari og ákveðið var að reyna betrumbæta vélarnar sínar.
Þetta á að hafa tekist og vélarnar eiga að vera betri í dag, auk þess sem umboð er fyrir Acer á Íslandi í dag, sem er auvðitað kostur.
Er þetta alveg raunin eða eru þessar vélar eitthvað sem á að forðast?
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Fim 15. Ágú 2013 22:08
af k0fuz
Carragher23 skrifaði:Takk fyrir þetta.
Langar samt að spyrja, var s.s. í tölvubúð í dag og ég tjáði starfsmanni að ég hefði ekki góða reynslu af Acer og vildi helst skoða aðrar vélar, þá segir hann við mig að Acer hafi fyrir 2 árum síðan rekið nánast alla starfsmenn sina, ráðið nýja hæfari og ákveðið var að reyna betrumbæta vélarnar sínar.
Þetta á að hafa tekist og vélarnar eiga að vera betri í dag, auk þess sem umboð er fyrir Acer á Íslandi í dag, sem er auvðitað kostur.
Er þetta alveg raunin eða eru þessar vélar eitthvað sem á að forðast?
Ég átti acer vél sem móðurborðið crashaði í þegar vika var eftir af ábyrgðinni (ég veit heppinn ég) s.s. rétt að verða 2 ára og ég fékk 100k uppí nýja og fékk mér acer aftur (þeir höfðu lítið úrval) og þessi acer vél er ennþá á lífi eftir einhver 4 ár.. held þetta séu ekkert verri vélar en aðrar.. ég tæki samt í dag Thinkpad held ég.. rosa þægilegt lyklaborð á þeim.
Re: Enn einn þráðurinn. Tölva fyrir Tölvunarfræði
Sent: Fim 15. Ágú 2013 22:48
af Alex97
Hér er vél sem er algjör snild,
http://tolvutek.is/vara/acer-aspire-s5- ... olva-svortEinnig þá er þetta rétt sem þér var sagt í búðinni að acer hafi ákveðið að betrum bæta vélarnar sínar og þær eru núna orðnar algjörar snildar vélar.