Síða 1 af 1
Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 11:08
af playman
Ætlaði bara að tjekka hvort að hægt væri að hafa tvo síma sem eru með sama númerið hérna heima?
Þá eins og t.d. cloned SIM kort eða eitthvað álíka?
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 11:18
af Viktor
Síminn býður upp á það, en eingöngu fyrir 3G net að mér skilst:
http://www.siminn.is/einstaklingar/neti ... /aukakort/
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 11:29
af playman
Semsagt bara net tengingu en ekki síma tengingu? að mér skyldist allaveganna.
Netið skiptir í raun engu máli, símarnir verða bara notaðir til þess að hringja úr/í.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 11:30
af Viktor
playman skrifaði:Semsagt bara net tengingu en ekki síma tengingu? að mér skyldist allaveganna.
Netið skiptir í raun engu máli, símarnir verða bara notaðir til þess að hringja úr/í.
Spurning hvort það sé ekki bara málið að vera með eitt númer sem hringt er í og tvö sem hringt er úr?
Þá gætirðu haft divert yfir í annað númer ef það er ekki svarað innan 5-10 sekúndna.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 11:43
af playman
Það var seinna planið hjá mér, að hafa einhverskonar divert ef að það sé ekki hægt að hafa sama númerið í tveim símum.
Notabene væri ekki kveikt á þeim báðum á sama tíma ef ég hefði getað notað samanúmer í tvo síma.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 11:55
af AntiTrust
Þetta var hægt fyrir e-rjum árum síðan með tvíburakortum, en ég er nokkuð viss um að það sé bara í boði sem 3G þjónusta í dag.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 12:01
af playman
AntiTrust skrifaði:Þetta var hægt fyrir e-rjum árum síðan með tvíburakortum, en ég er nokkuð viss um að það sé bara í boði sem 3G þjónusta í dag.
En sú synd.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 12:26
af Gislinn
Ég skoðaði þetta fyrir svona 9 mánuðum síðan hjá Vodafone, þar var hægt að fá tvö sim kort með sama símanúmeri (svo lengi sem það var í reikning) en þá má bara vera kveikt á öðrum símanum í einu.
Bæði kortin virkuðu alveg eins og stakt SIM kort nema bara, eins og áður kom fram, bara annað í einu mátti vera tengt við kerfið og því þarf að slökkva á öðrum símanum áður en það er kveikt á hinum.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 12:44
af playman
Gislinn skrifaði:(svo lengi sem það var í reikning)
Það var nú leitt.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 13:00
af kjarnorkudori
Vodafone er með dual SIM kort. Færð tvö símkort með sama iccid númeri sem þú getur sett í sitt hvort símtækið. Það er hins vegar einungis hægt að nota eitt símtæki í einu.
Mæli með því að hringja á undan til að athuga hvort þetta sé ekki alveg örugglega til í versluninni sem þú ætlar í.
Re: Að hafa tvo síma á samanúmeri?
Sent: Mán 12. Ágú 2013 13:08
af playman
kjarnorkudori skrifaði:Vodafone er með dual SIM kort. Færð tvö símkort með sama iccid númeri sem þú getur sett í sitt hvort símtækið. Það er hins vegar einungis hægt að nota eitt símtæki í einu.
Mæli með því að hringja á undan til að athuga hvort þetta sé ekki alveg örugglega til í versluninni sem þú ætlar í.
Takk fyrir það, en já auðvitað yrði bara annar síminn notaður í einu.