Sælir, kærastan lenti í því óhappi að missa iPhone 4s farsímann sinn. Glerið sjálft er ekki brotið heldur er eitthvað að skjánum sjálfum. Gæti hugsanlega verið að einhver snúra hafi losnað? Mig langar að reyna gera við þetta áður en ég fer með hann og læt skipta um skjá. Snertiskjárinn virkar, þ.e. heyri hljóð þegar ég aflæsi símann. Sjá mynd í viðhengi.
Nú spyr ég ykkur... kannist þið eitthvað við þetta? Gæti þetta verið laus tenging eða er skjárinn dauður?