Síða 1 af 1

Galaxy S3 sem fær random flog

Sent: Fim 18. Júl 2013 15:51
af Hargo
Er með ársgamlan Samsung Galaxy S3 síma sem þjáist af þessu vandamáli:
http://forums.androidcentral.com/samsung-galaxy-siii-i9300/261708-s3-goes-into-drive-mode-randomly-spamming-s-voice.html

Alveg random þá dettur hann í Driving Mode og eða opnar og lokar S-Voice stöðugt með tilheyrandi hávaða. Skiptir einnig stundum yfir á klukkuna, symptom-ið er bara nákvæmlega eins og er líst þarna í linknum. Fór bara allt í einu að gerast í fyrradag og hefur gerst reglulega síðan. Skiptir ekki máli hvort síminn er idle eða hvort maður sé að vinna í honum.

Einhverjir segja að þetta sé skítur á snertlunum í Micro USB tenginu sem veldur þessu. Það dugar ekki að restora símann í factory settings þannig að þetta virðist ekki vera bundið software. Mælt er með að þrífa snertlurnar með tannstöngli bleyttum í contact spreyi. Ég er búinn að prófa það, náði að hreinsa eitthvað af ryki en spurning hvort ég þurfi að reyna að gera það betur. Eftir að ég kveikti á honum aftur eftir þrifin þá fór hann eiginlega strax aftur í þennan flogaham.

Það má annars líka koma fram að ég hef aldrei rootað símann og hann hefur aldrei orðið fyrir hnjaski.

Ætli þetta flokkist undir ábyrgð? Mér finnst eitthvað svo týpískt ef ég fer með hann til Vodafone að þá kemur þetta ekkert fram hjá þeim. Verð eiginlega að ná videoi af símanum í þessu rugli. Hver sér annars um ábyrgðarmálin á Samsung símum sem eru keyptir hjá Vodafone?

Re: Galaxy S3 sem fær random flog

Sent: Fim 18. Júl 2013 17:59
af wicket
Tæknivörur eru umboðs og viðgerðaraðili Samsung síma á Íslandi.