Síða 1 af 1

Kaup á fartölvu

Sent: Sun 23. Jún 2013 02:10
af Pixies
Nú er drengurinn á leið í háskóla og vegna þess er líklega kominn tími á að maður skelli sér á nýja fartölvu.
Ég hef ekki verið að fylgjast vel með markaðnum síðustu misserin þannig maður er ekki með puttann jafn mikið á púlsinum og maður hefði viljað.
Það sem ég er helst að leitast eftir er endingatíminn og lág bilanatíðni. Því leita ég til ykkar hvort þið hafið einhverjar uppástungur eða almennar hugmyndir.
Buddan er í kringum 140-150 þús, plús mínus ca 15 þús. Verðið skiptir ekki öllu máli svo lengi sem fjárfestingin borgi sig.
Takk fyrir.

Re: Kaup á fartölvu

Sent: Sun 23. Jún 2013 02:18
af Tesy
Hvað muntu nota tölvuna í? Ertu að spila leiki? Tekuru tölvuna með þér í skólan eða eitthvað þannig (batterý ending)? Skiptir stærðin máli?

Re: Kaup á fartölvu

Sent: Sun 23. Jún 2013 03:29
af Pixies
Já góð athugasemd. Ég mun ekki nota tölvuna í neitt sérstaklega flókna hluti. Allaveganna ekki nógu þunga til þess að vert sé að minnast á það. En ég mun hins vegar taka tölvuna með í skólann og ég er að leita að tölvu sem er helst ekki mikið stærri en 15".

Re: Kaup á fartölvu

Sent: Fim 27. Jún 2013 16:23
af Hrafninn
Ég er í sama pakka og var að panta 1 stk Sony Vaio pro 13 á ca. $1400 eftir að hafa lesið um held ég allar tölvur sem eru á markaðnum í dag þá hentaði þessi mér best(mikið flakk, einföld forrit en mikill lestur af skjá). Lestu þér allavega til um Pro 13 hún virkar frábær í review-um og get ekki beðið að fá hana undir hönd.