Hvar er best að kaupa iPhone?
Sent: Mið 15. Maí 2013 11:55
af Leviathan
Eg var að spá í að kaupa síma, líklegast iPhone 4 og það ódýrasta sem ég hef fundið er
í Elko á 67þ tæpar. Er eitthvað að fara framhjá mér? Mig vantar 2 síma og er opinn fyrir öllu svosem.
Re: Hvar er best að kaupa iPhone?
Sent: Mið 15. Maí 2013 12:05
af Tesy
Ég er sjálfur iPhone 5 notandi og ég mæli alls ekki með að kaupa iPhone 4 í dag. Næstum því allir í fjölskyldunni eiga iPhone 4 og hann laggar svo ógeðslega mikið í iOS 5-6 og þegar iOS 7 kemur þá ertu eiginlega bara screwed.
Ef þú vilt fá iPhone þá er möst að fara í minnsta kosti 4s en hann kostar auðvitað meira. Ef þú ert ekki tilbúinn í að eyða svona mikið myndi ég eiginlega frekar kaupa android síma.
En ef þú vilt endilega fá þer iPhone 4 þá er hann ódýrastur í ELKO myndi ég halda. Hann kostar 69.990kr allt annar staðar en mundu að þú færð inneign með í NOVA og Síminn en ekki í ELKO.