Síða 1 af 1

Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:03
af zedro
Sælir Vaktverjar,

Einsog staðan er í dag á ég Nexus S farsíma. Hef ég átt hann í að ganga á 3 ár núna held ég.
Hefur hann reynst mér vél hingað til þó að aldurinn virðist vera farinn að segja til sín (power btn vesen).
Þetta er fyrsti snjallsíminn minn en með tímanum hef ég verið að spá hvort að ég hafi eitthvað að
gera með dýran snjallsíma sem má ekki koma í tæri við vatn ryk o.s.frv. án þess að eiga vona á
að hann syngji sitt síðasta.

Hef ég því verið að pæla í að uppfæra í "Rugged smartphone" ég þarf síma sem getur tekið sómasamlegar
myndir, hringt, sent skeyti, tölvupóst og þetta hefðbundna. Flestir snjallsímar gera þetta sómasamlega.
Ég þarf ekki endilega síma sem keyrir allt nýjasta nýtt, myndbönd, stýrikerfi. Vill bara finna síma sem
gerir það vel miðað við það sem hann hefur.

Rakst ég nýlega á >> CAT B15 snjallsímann << og svei mér þá ef ég er ekki ástfanginn.
Sem fékk mig til að hugsa hvort að maður ætti að skella sér á síma sem er byggður fyrir meira en hinn
almenna kaupsýslumann?

Hver er ykkar skoðun og hvaða sterka snjallsíma hafið þið rekist á?

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:10
af Yawnk
Zedro skrifaði:Sælir Vaktverjar,

Einsog staðan er í dag á ég Nexus S farsíma. Hef ég átt hann í að ganga á 3 ár núna held ég.
Hefur hann reynst mér vél hingað til þó að aldurinn virðist vera farinn að segja til sín (power btn vesen).
Þetta er fyrsti snjallsíminn minn en með tímanum hef ég verið að spá hvort að ég hafi eitthvað að
gera með dýran snjallsíma sem má ekki koma í tæri við vatn ryk o.s.frv. án þess að eiga vona á
að hann syngji sitt síðasta.

Hef ég því verið að pæla í að uppfæra í "Rugged smartphone" ég þarf síma sem getur tekið sómasamlegar
myndir, hringt, sent skeyti, tölvupóst og þetta hefðbundna. Flestir snjallsímar gera þetta sómasamlega.
Ég þarf ekki endilega síma sem keyrir allt nýjasta nýtt, myndbönd, stýrikerfi. Vill bara finna síma sem
gerir það vel miðað við það sem hann hefur.

Rakst ég nýlega á >> CAT B15 snjallsímann << og svei mér þá ef ég er ekki ástfanginn.
Sem fékk mig til að hugsa hvort að maður ætti að skella sér á síma sem er byggður fyrir meira en hinn
almenna kaupsýslumann?

Hver er ykkar skoðun og hvaða sterka snjallsíma hafið þið rekist á?

Sæll, bróðir minn er einmitt svona böðull á síma ( bifvélavirki ) og hann var í endalausum vandræðum með að finna góðan 'rugged' snjallsíma, og hann fékk sér svona síma :

Sony Xperia Go
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... ry_id=4532

Honum líst mjög vel á hann, þolir töluvert mikið, og með ágætis innvols, en annars bara hugmynd.

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:14
af Kallikúla
Yawnk skrifaði:
Zedro skrifaði:Sælir Vaktverjar,

Einsog staðan er í dag á ég Nexus S farsíma. Hef ég átt hann í að ganga á 3 ár núna held ég.
Hefur hann reynst mér vél hingað til þó að aldurinn virðist vera farinn að segja til sín (power btn vesen).
Þetta er fyrsti snjallsíminn minn en með tímanum hef ég verið að spá hvort að ég hafi eitthvað að
gera með dýran snjallsíma sem má ekki koma í tæri við vatn ryk o.s.frv. án þess að eiga vona á
að hann syngji sitt síðasta.

Hef ég því verið að pæla í að uppfæra í "Rugged smartphone" ég þarf síma sem getur tekið sómasamlegar
myndir, hringt, sent skeyti, tölvupóst og þetta hefðbundna. Flestir snjallsímar gera þetta sómasamlega.
Ég þarf ekki endilega síma sem keyrir allt nýjasta nýtt, myndbönd, stýrikerfi. Vill bara finna síma sem
gerir það vel miðað við það sem hann hefur.

Rakst ég nýlega á >> CAT B15 snjallsímann << og svei mér þá ef ég er ekki ástfanginn.
Sem fékk mig til að hugsa hvort að maður ætti að skella sér á síma sem er byggður fyrir meira en hinn
almenna kaupsýslumann?

Hver er ykkar skoðun og hvaða sterka snjallsíma hafið þið rekist á?

Sæll, bróðir minn er einmitt svona böðull á síma ( bifvélavirki ) og hann var í endalausum vandræðum með að finna góðan 'rugged' snjallsíma, og hann fékk sér svona síma :

Sony Xperia Go
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... ry_id=4532

Honum líst mjög vel á hann, þolir töluvert mikið, og með ágætis innvols, en annars bara hugmynd.


Ég á xperia síma og mæli með þeim.

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:16
af Skari
Hef hingað til bara átt LG optimus One en svar núna að fá notaðan Samsung Galaxy SII og þar sem ég nota símann ekki fyrir annað en að senda mail, vafra um á netinu og mjög sjaldan að horfa á einhver video, semsagt þarf ekkert að vera einhver svakalegur sími að keyra þetta.

Einnig með vörn á síman þá hefur bara verið nóg fyrir að vera með hulstrið yfir hann sem verndar hann á hliðunum og svo plastfilmu til að vernda frontið há honum.

Einnig með linknum þá sá ég ekki í fljótu bragði hversu stór sími þetta er,fannst nefnilega alltaf fyrst að stærðin á þessum samsung símum/iphones vera of mikil, fannst þeir vera of langir en eftir að hafa prófað þetta þá er þetta geðveikt, þá aðallega því hann er þynnri en síminn sem ég notaði fyrir, það munar svo ótrúlega miklu þegar þú ert með hann í vösunum.

En já veit ég hjálpa þá ekki mikið en vildi bara benda á að finnst óþarfi að fara í svona vel varin síma og hversu miklu þægilegra að hafa símana þynnri ;)

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:17
af GuðjónR
Zedro skrifaði:Hver er ykkar skoðun og hvaða sterka snjallsíma hafið þið rekist á?

iPhone 4s alveg grjóóóótharður!

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:28
af zedro
Já Guðjón minn veistu eftir allar þessar myndir og reynslu vina og vandamanna: (auk þess sem að mér finnst Apple vera okurbúlla)
Mynd
Þá er ég minna spenntur fyrir Apple ;)

Yawnk: Flottur var að renna yfir símann og er hann ágætur, ekki allveg jafn kickass og CAT síminn (þessi rugged áferð, úfff)
einnig rakst ég á dealbreaker á gsmarena.
Non-removable Li-Ion 1305 mAh battery


Skari: Já ég er búinn að eiga lítinn og léttann sem er í vasanum í öllumveðráttum í vinnunni, snjó, rigning, sandfok etc.
Vill eitthvað sem ég veit að er byggður fyrir svona aðstæður.

En já endilega deila fl. reynslusögum og linkum á flotta síma sem þig vitið af :happy

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:38
af audiophile
Samsung Xcover 2 http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1700

Lúkkar miklu betur en forverinn.

Annars er þessi Cat sími frekar aðlaðandi.

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Fös 26. Apr 2013 22:53
af upg8
Ég var sjálfur búin að skoða þennan CAT síma af aðdáun :happy

Sony Xperia Z ef þú vilt vatns- og rykheldan síma en vilt samt ekki eitthvað low powered. Það er líka gat í honum fyrir öryggisband, þau hafa tilgang, meðal annars að það sé hægt að hafa öruggara grip þótt þeim hafi að mestu verið útrýmt útaf tískulöggum. Það kemur sér líka vel þar sem síminn er með gler bakhlið en ekki polycarbonate. Í fljótu bragði þá sé ég ekki neinn síma sem hefur alla þessa kosti sem þú óskar eftir með removable battery.

Passaðu að hafa hann úr polycarbonate ef þú getur, það er besta efni sem er hægt að gera síma úr, enda nota flestir framleiðendur það efni. Það gerir símana einfaldlega endingarbetri í daglegu amstri. Því miður þá eru tækja blogg eins og engadget og Gizmodo í herferð gegn plastefnum og kalla þau yfirleitt cheap. Það er gjarnan notað í skotheldar rúður og öryggisgleraugu og það ekki af ástæðulausu. Það er kannski ekki það fallegasta en þessi heferð sem hefur verið haldin gegn því er ótrúlega þreytandi.

Re: Android sími sem er til í tuskið

Sent: Lau 11. Maí 2013 12:51
af biturk
er ekki hægt að fá þennan cat síma á íslandi, þetta er akkúratt tækið sem ég þyrfti að eiga í viðgerðum og vinnuni..........og dual sim er getnaðarlegur kostur