Síða 1 af 1

Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 19:54
af hrafn1995
Ég á Samsung Galaxy S2 og fyrir 2 dögum tók ég eftir að alltaf þegar síminn er læstur og er ekki í hleðslu þá stendur "Charging, x% battery left". Svo er batterísmerkið uppi í hægra horninu alltaf blikkandi. Síminn heldur í rauninni að það sé verið að hlaða hann jafnvel þótt hann sé ekki í hleðslu.

Batteríið er núna alltaf virkilega fljótt að klárast.

Ég er ekki með þennann síma í ábyrgð vegna þess að þetta er bara vinnusími og ég fer mjög vel með hann og hann fer sjaldan útúr húsi og ég tímdi ekki auka 10.000 krónum fyrir 1. árs ábyrgð, þar sem ég ætlaði að fara varlega með hann.

Þið sem eigið Samsung Galaxy S2, hafið þið lent í þessu og hvernig get ég lagað þetta?

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 19:56
af KermitTheFrog
Prófa að hreinsa usb tengið á honum eða flasha kernel og/eða ROM á símanum.

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 20:04
af angelic0-
er ekki allmennt ábyrgð á raftækjum á íslandi... ???

Þarf maður orðið að kaupa sér ábyrgð á símtæki :?:

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 20:16
af Hargo
angelic0- skrifaði:er ekki allmennt ábyrgð á raftækjum á íslandi... ???

Þarf maður orðið að kaupa sér ábyrgð á símtæki :?:


Það er 2 ára neytendaábyrgð á öllum seldum raftækjum á Íslandi. Hinsvegar ef tæki eru keypt á kennitölu fyrirtækis er einungis lögbundin 1 árs ábyrgð.

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 20:17
af angelic0-
I see.... lame samt :!:

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 21:12
af Manager1
Hvernig er best að hreina usb tengið á símanum? Minn er alltaf að detta í og úr hleðslu þannig að ég hef grun um að það sé skítur eða eitthvað í tenginu.

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 22:01
af chaplin
Ég gat ekki hlaðið símann minn, hitnaði rosalega þegar hann var í sambandi, það sem ég notaði til að hreinsa usb plöggið var tannstöngul, bómul, tannbursta og spritt. Eftir að hafa skrúbbað það vel og vandlega virkaði síminn aftur.

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Lau 13. Apr 2013 23:45
af Swooper
Lenti í þessu með minn. Það er semi-algengt að microUSB portið á þessum símum (og fleirum, Note t.d.) sé gallað. Þurfti að láta skipta um það, kostaði 5000kall þar sem hann var ekki í ábyrgð hérlendis (keyptur gegnum Amazon.co.uk). Fór á verkstæði úti á Seltjarnarnesi sem heitir Unlock.is þar sem Samsung umboðið hér vildi ekki taka við honum (þeir mega ekki gera við síma keypta utan norðurlandanna).

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Sun 14. Apr 2013 12:11
af KermitTheFrog
Borðið sem usb tengið er á fæst líklega á netinu fyrir eitthvað klink og það er ekkert mál að skipta um það.

Hargo skrifaði:
angelic0- skrifaði:er ekki allmennt ábyrgð á raftækjum á íslandi... ???

Þarf maður orðið að kaupa sér ábyrgð á símtæki :?:


Það er 2 ára neytendaábyrgð á öllum seldum raftækjum á Íslandi. Hinsvegar ef tæki eru keypt á kennitölu fyrirtækis er einungis lögbundin 1 árs ábyrgð.


Mig minnir meira að segja að það sé engin lögbundin ábyrgð til fyrirtækja. Þó eru flestir, ef ekki allir, sem láta eins árs ábyrgð til fyrirtækja.

Re: Samsung Galaxy S2 batterí vesen

Sent: Sun 14. Apr 2013 12:19
af AciD_RaiN
Ég lenti í svipuðu veseni og endaði með að roota hann bara aftur og setja upp omega rom og siyah kernel upp á nýtt og þá lagaðist þetta...