Síða 1 af 2

vantar fartölvu sem virkar líka vel í leiki

Sent: Fös 03. Sep 2004 19:19
af goldfinger
er að leita mér að ferðavél sem ég get notað í medal of honor, battlefield, Championship Manager og svona og svo að sjálfsögðu í skólann líka, en vil að hún ráði vel við leiki, þarf samt ekkert að ráða við farcry og doom3 í einhverri úber upplausn þar sem ég spila þá ekki :lol:

en líst ágætlega á þessa i bt, þessa öflugu sem kostar eitthvað 239þúsund or sum en ég er eins og mörgum öðrum held ég frekar illa við að versla í bt en spurning hvort það fáist betra einhverstaðar annarstaðar ?

En hvernig list ykkur á þessa:

Er hún ekki bara nokkuð góð:

http://www.ejs.is/template2.asp?pageID=67

eða þessi:

http://www.taeknival.is/TV/is-IS/Vorur/ ... -17-30.htm

Sent: Fös 03. Sep 2004 19:26
af Daz
Þá verð ég víst að endurtaka það sem ég sagði í hinni umræðunni, clawhammer tölvan úr BT er ekki fartölva heldur lítil borðtölva. Stór, engin batterísending og líklega frekar hávær.
Ef þú vilt fartölvu kaupirðu tölvu með Pentium M (helst Dothan) örgjörva. GHZ talan á þeim segir ekki alla söguna, sumir vilja meina að 1,6 GHZ Pentium M örgjörvi sé á við 2,8-3,0 GHZ Pentium 4 örgjörva.
Ef þú vilt fá þér leikjatölvu geturðu fengið góða leikjatölvu á 100-120 þúsund og eytt afganginum í litla ódýra fartölvu (sem hefur þá alvöru batterísendingu og er meðfærileg).
En ef þú vilt eyða öllum þínum peningum í eina tölvu skoðaðu þá frekar HP nx7010, MSI megabook m510c, Mitac MiNote 8050d, Dell inspiron 8600 eða dýru Acer týpurnar. Sumar af þessum fást í Tölvulistanum, aðrar í t.d. Hugver.

Sent: Fös 03. Sep 2004 19:44
af goldfinger
það er ein stór og feit leikjatölva á heimilinu, en vandinn er að ég kemst svo sjaldan í hana, á hana ekki einn :evil:

En ég vil þá tölvu sem ég get haft inni í herberginu mínu og einnig farið með hana i skólann, vill ekki borðtölvu.

var einmitt að skoða þessa Dell Inspiron 8600 ferðatölvu hjá tölvulistanum, kostar lika 239.900 og líst bara helviti vel á hana :D

Sent: Lau 04. Sep 2004 18:32
af BerserK
Ég var að kaupa mér ACER aspire 2012 WLCI og hún er að reynast mér mjög vel! Ég er að spila cod, bf, doom 3, nýja splinter cell og Jedi knight-Jedy academy svo að eitthvað sé nefnt og tölvan ræður mjög vel við þá.
Doom 3 spila ég í medium án laggs (kannski smá á köflum en varla neitt).

Skjárinn er mjög góður og reynist mér vel. Tölvan er þunn og kúl look, og bara 3 kg þannig að hún hentar líka vel í skóla. Þú getur verslað hana hjá tölvulistanum.

Sent: Lau 04. Sep 2004 22:54
af goldfinger
BerserK skrifaði:Ég var að kaupa mér ACER aspire 2012 WLCI og hún er að reynast mér mjög vel! Ég er að spila cod, bf, doom 3, nýja splinter cell og Jedi knight-Jedy academy svo að eitthvað sé nefnt og tölvan ræður mjög vel við þá.
Doom 3 spila ég í medium án laggs (kannski smá á köflum en varla neitt).

Skjárinn er mjög góður og reynist mér vel. Tölvan er þunn og kúl look, og bara 3 kg þannig að hún hentar líka vel í skóla. Þú getur verslað hana hjá tölvulistanum.


Acer Aspire 2023WLMi ferðatölva ætti samt að vera betri i leikina :D 512mb minni og 128mb skjákort :P

Sent: Sun 05. Sep 2004 13:16
af goldfinger
og þessi enn betri:

Fartölva - Dell Inspiron 8600 ferðatölva með TV Out (S-VHS)
Örgjörvi - 1.7 GHz Intel PM Centrino með 2MB cache og 400MHz bus
Vinnsluminni - 512 MB 333MHz DDR 200pin - stækkanlegt í 2GB
Harðdiskur - 80 GB Ultra DMA ATA100 harðdiskur
Geisladrif - 8x DVD+RW Skrifari sem einnig skrifar CD-RW diska
Hljóðkort - Hljóðkort, góðir hátalarar og hljóðnemi
Módem / netkort - Innvært 56K V.92 módem og 10/100 base netkort
Skjákort - 128MB DDR ATI Radeon 9600 Pro Turbo skjákort
Skjár - 15.4" WSXGA+ TFT LCD, 1680 x 1050 x 16.7 milljón litir
Lyklaborð - 86 hnappa lyklaborð / DELL Dualpoint snertimús og pinnamús
Stýrikerfi - Windows XP Pro og Works 7.0 (ritvinnsla, töflureiknir ofl)
Þráðlaust net - Intel Pro 2200 þráðlaust netkort og loftnet innbyggt 54Mbps
Bluetooth - Innbyggt Bluetooth kort
Tengingar - 2x USB 2.0, Firewire, 1xPCMCIA, PS2, Serial, Parallel, VGA, SVHS
Þyngd og mál - 3.27kg, H 38mm x W 359mm x D 274mm
Rafhlaða - 9-cell 72Whr "Smart" Lithium-Ion, ending að 3 klst., hleðslut 2 klst.
Ábyrgð - 2ja ára ábyrgð á tölvu, 1 árs ábyrgð á rafhlöðu
Annað - Öflug vírusvörn

Verð aðeins kr. 259.090.
Eða staðgreitt kr. 239.900. með vsk


Finnst reyndar rafhlöðuendingin frekar slöpp, nær það virkilega bara kannski 3 timum við vinnslu í word ?

Sent: Sun 05. Sep 2004 13:39
af Daz
Stóra spurningin er, er hún virkilega 40 þúsund krónum meira virði en þessi

Sent: Sun 05. Sep 2004 13:40
af Voffinn
Daz skrifaði:Stóra spurningin er, er hún virkilega 40 þúsund krónum meira virði en þessi


Þokkalega.

Sent: Sun 05. Sep 2004 13:48
af Daz
Voffinn skrifaði:
Daz skrifaði:Stóra spurningin er, er hún virkilega 40 þúsund krónum meira virði en þessi


Þokkalega.

Og ástæðan fyrir því er?

Sent: Sun 05. Sep 2004 13:53
af Lazylue
1.7ghz dothan
1gb 333mhz
40gb diskur
15.4" WXGA skjár
radeon 9700 128mb

Keypti þetta á 170k í sumar reyndar án stýrikerfis. Kannski skárri kostur ef þú villt spara pening.
En djöfull eru þessar dell vélar dýrar á Íslandi.

Sent: Sun 05. Sep 2004 18:21
af goldfinger
Acer Aspire 2023WLMi ferðatölva vs. Dell Inspiron 8600 = vélarnar 2 sem mig langar mest í :lol:

Örgjörvi - Dell Inspiron 8600
Vinnsluminni - Dell Inspiron 8600
Harðdiskur - Dell Inspiron 8600
Geisladrif - Dell Inspiron 8600
Hljóðkort - Acer Aspire 2023WLMi
Módem / netkort - Acer Aspire 2023WLMi
Skjákort - Dell Inspiron 8600
Skjár - Dell Inspiron 8600
Lyklaborð - Dell Inspiron 8600
Stýrikerfi - Dell Inspiron 8600
Þráðlaust net - Bluetooth - Dell Inspiron 8600
Tengingar - Dell Inspiron 8600
Þyngd og mál - Acer Aspire 2023WLMi (300gr léttari, *vá*)
Rafhlaða - Acer Aspire 2023WLMi (3klst. munur?)

Dell Inspiron 8600 fær 9 vinninga
Acer Aspire 2023WLMi fær 4 vinninga

Sent: Sun 05. Sep 2004 18:46
af Daz
verð = Acer 40 þúsund vinningar.

Eða skiptir verðið þig engu máli? Ef svo er skaltu bara fá þér dýrasta thinkpadinn sem þú finnur. Það er í það minnsta MÍN ráðlegging. Þessi er alveg sæmileg, en það er örugglega hægt að fá Thinkpad með betra skjákorti.

Sent: Sun 05. Sep 2004 18:52
af goldfinger
broðir minn á nú thinpad vél sem hann keypti á 200 og eitthvað þúsund og hún hefur nú ekkert verið að standa sig, oft bilað og batteríið endist illa, en nei verðið er ekki mikil fyrirstaða og svo finnst mér nú þessi sem þú bendir á bara ekkert spez, prófaðu að bera þær saman, ekki bara hugsa um það sem þér "finnst" :D

En mér er alveg sama hvað tölvan heitir, skiptir mig ekki miklu máli, má þessvegna heita thinkpad, það er innihaldið sem skiptir máli og útlitið, ekki nafnið

Sent: Sun 05. Sep 2004 18:56
af Daz
goldfinger skrifaði:Acer Aspire 2023WLMi ferðatölva vs. Dell Inspiron 8600 = vélarnar 2 sem mig langar mest í :lol:

Örgjörvi - Dell Inspiron 8600
Vinnsluminni - Dell Inspiron 8600
Harðdiskur - Dell Inspiron 8600
Geisladrif - Dell Inspiron 8600
Hljóðkort - Acer Aspire 2023WLMi
Módem / netkort - Acer Aspire 2023WLMi
Skjákort - Dell Inspiron 8600
Skjár - Dell Inspiron 8600
Lyklaborð - Dell Inspiron 8600
Stýrikerfi - Dell Inspiron 8600
Þráðlaust net - Bluetooth - Dell Inspiron 8600
Tengingar - Dell Inspiron 8600
Þyngd og mál - Acer Aspire 2023WLMi (300gr léttari, *vá*)
Rafhlaða - Acer Aspire 2023WLMi (3klst. munur?)

Dell Inspiron 8600 fær 9 vinninga
Acer Aspire 2023WLMi fær 4 vinninga


Þær hafa jafn mikið minni, 9700 kortið er líklega betra en 9600 pro, lyklaborð eru bara lyklaborð, tengingarnar eru eins (nema dellinn hefur bluetooth sem gefur honum víst vinningin í þráðlausum netum). Ég skora þetta s.s. 5 - 5 og Acer tölvan kostar 40 þúsund minna.

Sent: Sun 05. Sep 2004 18:59
af Daz
goldfinger skrifaði:broðir minn á nú thinpad vél sem hann keypti á 200 og eitthvað þúsund og hún hefur nú ekkert verið að standa sig, oft bilað og batteríið endist illa, en nei verðið er ekki mikil fyrirstaða og svo finnst mér nú þessi sem þú bendir á bara ekkert spez, prófaðu að bera þær saman, ekki bara hugsa um það sem þér "finnst" :D

En mér er alveg sama hvað tölvan heitir, skiptir mig ekki miklu máli, má þessvegna heita thinkpad, það er innihaldið sem skiptir máli og útlitið, ekki nafnið

Ég er ekki bara að hugsa um nafnið af því að það er nafn, ég er að hugsa um það því ég veit að Thinkpad tölvur eru einstaklega vandaðar og ég hef alltaf fengið topp þjónustu hjá Nýherja, bróðir þinn hefur mögulega bara verið óheppinn með vél.

Thinkpadinn sem ég benti á er fyllilega sambærilegur, nema að hann hefur ekki DVD skrifara sem ég tel ekki mikla nauðsyn í fartölvu og að hann er með 9600 non-pro skjákort. En á móti fær maður léttari tölvu og gott batterí (ekki bara ending í klukkutímum heldur líka ending í árum).

Sent: Sun 05. Sep 2004 19:13
af goldfinger
aðeins 40gb harður diskur, ekki jafn góður skjár

skjákortið er líka bara 64mb,-

Sent: Sun 05. Sep 2004 19:15
af Daz
Ég var búinn að minnast á skjákortið, skjárinn er 15" sem er feikinóg (15,4" þýðir aðalega að tölvan verður stærri) og 40gb eða 60 gb er smámunir sem kostar líklega ekki mikið að fá stækkað. 40gb er í sjálfu sér alveg nóg fyrir fartölvu, nema þú sért mikið í því að sækja ólöglegt efni á netinu ;)

Alveg fyrir utan að ég tók þessa tölvu bara sem dæmi, ég nenni ekki að fara niður í nýherja að spyrja þá um fleiri týpur fyrir þig :)

edit: Já og eitt enn, að skoða bara hvað er inní tölvunum er bara hálf sagan, þú verður að skoða þær "in person" til að vita virkilega hversu góðar þær eru (sérstaklega þá skjárinn), hversu þægilegt er að vinna með þær (sem er MJÖG mismunandi) og hversu háværar þær eru undir miklu og litlu álagi.

Sent: Sun 05. Sep 2004 19:28
af goldfinger
40gb munur á 40gb diski og 80gb sem er þónokkuð þegar maður ætlar ekki bara að nota þetta í skólanum og svona, ætla að vera með slatta af tonlist og biomyndum og svona á henni :8)

og svo var ég nú ekki aðallega að hugsa um sko muninn á 15" og 15,4" heldur upplausnina... munar dálitið á þeim, og svo hef ég ekkert nema gott heyrt um dell tölvuna :8)

En ég á eftir að fara í eigin persónu niðrí Tölvulistann og fleiri staði og skoða þetta betur, það er rétt hjá þér, vefsíður og spjallborð segja ekki endilega alla söguna :P

Sent: Sun 05. Sep 2004 19:38
af Daz
Þó að Dell tölvan bjóði uppá ansi háa upplausn þá kæmi mér á óvart að þú færir mikið yfir 1024-768 (eða eitthvað í kringum 1280 - 1024), mikið hærri upplausn á 15" skjá þýðir bara að allt verður svakalega lítið. En Dell tölvan er mjög áhugaverð ég neita því ekki. En 3,3 kg og ekki nema 3 tíma batterísending er frekar lélegt fyrir centrino fartölvu, sérð að thinkpadinn er næstum því 1 kg léttari (og það munar MIKIÐ um það ef þú ætlar að taka tölvuna með þér í skólann).

Sent: Sun 05. Sep 2004 20:25
af goldfinger
jámm jámm, rafhlöðuending upp á 3klst. er frekar slappt, en hinsvegar er ég með skáp í skólanum og það er innstunga inni í honum svo ég get hlaðið batteríin og svo er einnig buið að setja innstungur á veggina i flestum stofum meðfram borðaröðunum svo ef maður sest upp við gluggaröðina þá getur maður stungið henni i samband þar :8)

en gæti þá líka skellt mér þá bara á Acer Aspire 2023WLMi frá tölvulistanum en hun er með allt að 6 tima batterisendingu, og 40þús kr. ódýrari og samt með 128mb skjákorti en hún er lika töff :8) einn sem er með mér i bekk á svoleiðis, helviti nett :roll:

En ég ætla að safna aðeins pening lengur, má ekki taka þetta á láni segir mamma :evil: :oops: :(

Sent: Sun 05. Sep 2004 20:50
af MezzUp
goldfinger skrifaði:Acer Aspire 2023WLMi ferðatölva vs. Dell Inspiron 8600 = vélarnar 2 sem mig langar mest í :lol:

Örgjörvi - Dell Inspiron 8600
Vinnsluminni - Dell Inspiron 8600
Harðdiskur - Dell Inspiron 8600
Geisladrif - Dell Inspiron 8600
Hljóðkort - Acer Aspire 2023WLMi
Módem / netkort - Acer Aspire 2023WLMi
Skjákort - Dell Inspiron 8600
Skjár - Dell Inspiron 8600
Lyklaborð - Dell Inspiron 8600
Stýrikerfi - Dell Inspiron 8600
Þráðlaust net - Bluetooth - Dell Inspiron 8600
Tengingar - Dell Inspiron 8600
Þyngd og mál - Acer Aspire 2023WLMi (300gr léttari, *vá*)
Rafhlaða - Acer Aspire 2023WLMi (3klst. munur?)

Dell Inspiron 8600 fær 9 vinninga
Acer Aspire 2023WLMi fær 4 vinninga

fáránlegasti samanburður sem að ég hef séð á tölvum.............
Segjum að önnur tölvan hefði bara 3 vinninga, í cpu, ram og batterý, þá væri staðan 3 - 10 fyrir hinni ekki satt..........?

En ef að tölvan væri, 3Ghz, 2048MB og 11 klst. á móti 1Ghz, 128MB og 1 klst.?

Sent: Sun 05. Sep 2004 20:53
af goldfinger
MezzUp skrifaði:
goldfinger skrifaði:Acer Aspire 2023WLMi ferðatölva vs. Dell Inspiron 8600 = vélarnar 2 sem mig langar mest í :lol:

Örgjörvi - Dell Inspiron 8600
Vinnsluminni - Dell Inspiron 8600
Harðdiskur - Dell Inspiron 8600
Geisladrif - Dell Inspiron 8600
Hljóðkort - Acer Aspire 2023WLMi
Módem / netkort - Acer Aspire 2023WLMi
Skjákort - Dell Inspiron 8600
Skjár - Dell Inspiron 8600
Lyklaborð - Dell Inspiron 8600
Stýrikerfi - Dell Inspiron 8600
Þráðlaust net - Bluetooth - Dell Inspiron 8600
Tengingar - Dell Inspiron 8600
Þyngd og mál - Acer Aspire 2023WLMi (300gr léttari, *vá*)
Rafhlaða - Acer Aspire 2023WLMi (3klst. munur?)

Dell Inspiron 8600 fær 9 vinninga
Acer Aspire 2023WLMi fær 4 vinninga

fáránlegasti samanburður sem að ég hef séð á tölvum.............
Segjum að önnur tölvan hefði bara 3 vinninga, í cpu, ram og batterý, þá væri staðan 3 - 10 fyrir hinni ekki satt..........?

En ef að tölvan væri, 3Ghz, 2048MB og 11 klst. á móti 1Ghz, 128MB og 1 klst.?


hehehe, og mér er ekki sama

Sent: Sun 05. Sep 2004 21:20
af Daz
goldfinger skrifaði:hehehe, og mér er ekki sama

Ég held nú að við séum bara að reyna að hjálpa þér við kaupin og kannski spara þér smá pening í leiðinni, ekki taka ókeypis hjálp illa :)

Sent: Sun 05. Sep 2004 21:33
af Voffinn
Mér finnst mjög ..hvað eigum við að segja, skrýtið, þegar menn eru að leita sér að laptop til að spila tölvuleiki. Það er alveg bæði ódýrara og mikið betra að kaupa sér frekar nýja borðtölvu.

Sent: Sun 05. Sep 2004 21:38
af zream
Kanski vilja þeir nota hana í skólann , og geta svo spilað tölvuleiki þegar þeir vilja , eins og eftir skóla eða eitthvað svona. Það er allavegar það sem ég vill :D