MSI megabook M510C
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
MSI megabook M510C
Ég lét loksins verða af því að kaupa mér MSI fartölvu og fannst við hæfi að gefa upp hvernig mér líkar við hana.
Dagur 1.
Eftir smá vandræði við að setja tölvuna upp (aðalega aulaháttur í mér ) tókst mér að ræsa tölvuna upp í allri sinni Windows XP dýrð. Ég dreif mig í að setja upp alla rekla og rakst þá á þá óþægilegu staðreynd að ekkert fannst þráðlaust netkort. Ég prófaði alla diska sem fylgdu með og reyndi hjálpina í Windows en aldrei fann hún neitt þráðlaust netkort. Svo þegar ég var kominn á fremsta hlunn með að fara með tölvuna aftur niður í Tölvulista og láta athuga hvort það væri ekki örugglega virkt kort í tölvunni ákvað ég að prófa að tengja tölvuna við routerinn (með kapal) og leyfa henni að leita á netinu að driver. Af einhverjum ástæðum leysti það vandann því Windows fann réttan rekil á netinu. Lélegt reklasafn sem fylgir með WinXP ef það fylgja ekki með reklar fyrir Intel wireless kortin!
En þegar þetta vesen var úr sögunni ákvað ég að reyna aðeins á tölvuna og sótti mér 3dmark 2001 og 2003. Skoraði ca 10.200 stig í 2001 og 2600 í 2003, sem mér þótti nokkuð gott enda bara keyrt þessi próf á gömlu Geforce 420 mx korti áður. Svo prófaði ég að sækja Omega reklana fyrir skjákortið sem á víst að vera voðalega fínstill, en ég skoraði bara 400 meira í 2001 og 40 meira í 2003, svo ég skipti aftur yfir í MSI reklana, einhvernvegin vil ég trúa að þeir passi kortinu aðeins betur, fyrst það munaði svona litlu á afkastagetunni.
En þegar ég var rétt búinn að setja upp skjáreklana uppá nýtt tók ég eftir að ég var orðinn of seinn í vinnuna og fæ ekki að sjá nýju fínu tölvuna mína aftur fyrr en á morgun , ég sakna hennar nú þegar!
Já kannski ég gefi upp helstu mál á tölvunni:
1,7 GHZ Pentium M Dothan (2 mb cache osfrv)
512 333 mhz minni (einn kubbur)
Radeon 9600 64 MB mobile skjákort
60 GB 5400 RPM harður diskur
CDRW/DVD sambyggt drif
54 mb þráðlaust netkort
Fullt af öðru sem að flestum er nokk sama um
Stýrikerfislaus
Verð: 163.900 staðgreitt
Batterísending: Hef ekki hugmynd, ég hef ekki þorað að taka hana úr sambandi enþá (vonandi er þá ekki helv. batteríið bilað).
Einkunn (eftir 1 dag) 14 stjörnur af 5 mögulegum, ég hef ekki verið svona spenntur og kátur síðan um jólin 1986.
Dagur 1.
Eftir smá vandræði við að setja tölvuna upp (aðalega aulaháttur í mér ) tókst mér að ræsa tölvuna upp í allri sinni Windows XP dýrð. Ég dreif mig í að setja upp alla rekla og rakst þá á þá óþægilegu staðreynd að ekkert fannst þráðlaust netkort. Ég prófaði alla diska sem fylgdu með og reyndi hjálpina í Windows en aldrei fann hún neitt þráðlaust netkort. Svo þegar ég var kominn á fremsta hlunn með að fara með tölvuna aftur niður í Tölvulista og láta athuga hvort það væri ekki örugglega virkt kort í tölvunni ákvað ég að prófa að tengja tölvuna við routerinn (með kapal) og leyfa henni að leita á netinu að driver. Af einhverjum ástæðum leysti það vandann því Windows fann réttan rekil á netinu. Lélegt reklasafn sem fylgir með WinXP ef það fylgja ekki með reklar fyrir Intel wireless kortin!
En þegar þetta vesen var úr sögunni ákvað ég að reyna aðeins á tölvuna og sótti mér 3dmark 2001 og 2003. Skoraði ca 10.200 stig í 2001 og 2600 í 2003, sem mér þótti nokkuð gott enda bara keyrt þessi próf á gömlu Geforce 420 mx korti áður. Svo prófaði ég að sækja Omega reklana fyrir skjákortið sem á víst að vera voðalega fínstill, en ég skoraði bara 400 meira í 2001 og 40 meira í 2003, svo ég skipti aftur yfir í MSI reklana, einhvernvegin vil ég trúa að þeir passi kortinu aðeins betur, fyrst það munaði svona litlu á afkastagetunni.
En þegar ég var rétt búinn að setja upp skjáreklana uppá nýtt tók ég eftir að ég var orðinn of seinn í vinnuna og fæ ekki að sjá nýju fínu tölvuna mína aftur fyrr en á morgun , ég sakna hennar nú þegar!
Já kannski ég gefi upp helstu mál á tölvunni:
1,7 GHZ Pentium M Dothan (2 mb cache osfrv)
512 333 mhz minni (einn kubbur)
Radeon 9600 64 MB mobile skjákort
60 GB 5400 RPM harður diskur
CDRW/DVD sambyggt drif
54 mb þráðlaust netkort
Fullt af öðru sem að flestum er nokk sama um
Stýrikerfislaus
Verð: 163.900 staðgreitt
Batterísending: Hef ekki hugmynd, ég hef ekki þorað að taka hana úr sambandi enþá (vonandi er þá ekki helv. batteríið bilað).
Einkunn (eftir 1 dag) 14 stjörnur af 5 mögulegum, ég hef ekki verið svona spenntur og kátur síðan um jólin 1986.
Síðast breytt af Daz á Fös 03. Sep 2004 17:18, breytt samtals 1 sinni.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
MezzUp skrifaði:hmm, til hamingju með fartölvu
En þurftirru að setja upp alla rekla þegar þú fékkst hana?
En auðvitað áttirru að taka hana með þér í vinnu, enda FARtölva
Ég keypti hana stýrikerfislausa, svo já ég þurfti að setja hana upp. (ég kannski bara bæti því inni lýsinguna sem og verðinu).
Já ég gat tekið hana með í vinnuna, en þar sem ég er með 2 lyklaborð, 2 mýs, síma og 3 skjái á borðinu hjá mér var bara ekki pláss fyrir neitt meira
-
- Kóngur
- Póstar: 6496
- Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
- Reputation: 315
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: MSI megabook M510C
Daz skrifaði:Lélegt reklasafn sem fylgir með WinXP ef það fylgja ekki með reklar fyrir Intel wireless kortin!
má ég benda þér á að windows XP kom árið 2001.. það var soldið áður en intel wireless kortin vöru til.
"Give what you can, take what you need."
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: MSI megabook M510C
gnarr skrifaði:Daz skrifaði:Lélegt reklasafn sem fylgir með WinXP ef það fylgja ekki með reklar fyrir Intel wireless kortin!
má ég benda þér á að windows XP kom árið 2001.. það var soldið áður en intel wireless kortin vöru til.
Réttrétt, en ég bara gerði ráð fyrir því að það kæmu einhverjir nýjir reklar í Servicepökkunum og ég var kominn með SP2.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Dagur 2 og 3.
Prófaði batterísendinguna á tölvunni, entist í 3-4 klukkutíma og átti eftir rúm 30% þegar ég setti hana í hleðslu aftur. Var með hana í blandaðri vinnslu, smá DVD, smá innstall, mikið á netinu. Ef 5+ klukkutíma eru raunendingin (í léttir vinnslu og netrápi) þá er ég mjög ánægður.
Prófaði Doom3, hann frýs eftir ca 4-5 mínútur, en það er líka eini leikurinn sem ég hef lent í vandræðum með (búinn að reyna CM 03-04 og Star Wars kotor, svo ég ætla bara að telja mér trú um að þetta sé Doom vandamál). DVD playback virðist vera mjög fínt og drifið er hljóðlátt í DVD spilun. Heyrist svolítið í því þegar maður er að sækja gögn af diskum, en það er svosem ekkert verra en gengur og gerist.
Almennt er tölvan ásættanlega hljóðlát, hefur hátt þegar maður er að spila leiki (kælinging á örgjörva og skjákorti fer í gang) en annars er hún mjög hljóð. Reyndar sá galli að það slokknar aldrei alveg á viftunni svo maður heyrir alltaf eitthvað í henni, en alls ekki hávært. Harði diskurinn kom mér skemmtilega á óvart, hljóðlátari en ég er vanur af fartölvudiskum og mýkri hljóð sem heyrast þegar hann er í vinnslu.
Á morgun byrjar svo alvara lífsins, taka tölvuna í skólann og sjá hversu lengi batteríið dugar og hvort hún ræður við það sem ég þarf í skólanum.
Annars er ég enþá í níunda himni með tölvuna, þó að auðvitað sé tölvan ekki jafn vönduð og Thinkpad tölvurnar sem ég er vanur, þá finnst mér hún enþá vera peninganna virði.
Prófaði batterísendinguna á tölvunni, entist í 3-4 klukkutíma og átti eftir rúm 30% þegar ég setti hana í hleðslu aftur. Var með hana í blandaðri vinnslu, smá DVD, smá innstall, mikið á netinu. Ef 5+ klukkutíma eru raunendingin (í léttir vinnslu og netrápi) þá er ég mjög ánægður.
Prófaði Doom3, hann frýs eftir ca 4-5 mínútur, en það er líka eini leikurinn sem ég hef lent í vandræðum með (búinn að reyna CM 03-04 og Star Wars kotor, svo ég ætla bara að telja mér trú um að þetta sé Doom vandamál). DVD playback virðist vera mjög fínt og drifið er hljóðlátt í DVD spilun. Heyrist svolítið í því þegar maður er að sækja gögn af diskum, en það er svosem ekkert verra en gengur og gerist.
Almennt er tölvan ásættanlega hljóðlát, hefur hátt þegar maður er að spila leiki (kælinging á örgjörva og skjákorti fer í gang) en annars er hún mjög hljóð. Reyndar sá galli að það slokknar aldrei alveg á viftunni svo maður heyrir alltaf eitthvað í henni, en alls ekki hávært. Harði diskurinn kom mér skemmtilega á óvart, hljóðlátari en ég er vanur af fartölvudiskum og mýkri hljóð sem heyrast þegar hann er í vinnslu.
Á morgun byrjar svo alvara lífsins, taka tölvuna í skólann og sjá hversu lengi batteríið dugar og hvort hún ræður við það sem ég þarf í skólanum.
Annars er ég enþá í níunda himni með tölvuna, þó að auðvitað sé tölvan ekki jafn vönduð og Thinkpad tölvurnar sem ég er vanur, þá finnst mér hún enþá vera peninganna virði.
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Gildir þetta með http://www.omegadrivers.com fyrir öll ATI radeon 9700 skjákort? Tölvan mín hefur aldrei frosnað eða komið með einhver vandamál í t.d í doom 3 og fleiri krefjandi leikjum. Það kemur bara smá hljóð þegar viftan er að kæla örgjörvann og skjákortið. Þegar það er slökkt á viftunni þá heyrist svo mikið sem EKKERT í henni. Er með ACER aspire 2012 WLCI
Acer aspire 2012 WLCI, 1.5 GHz Intel Pentium M , ATI radeon 9700, 512 MB DDR 333MHz
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
BerserK skrifaði:Gildir þetta með http://www.omegadrivers.com fyrir öll ATI radeon 9700 skjákort? Tölvan mín hefur aldrei frosnað eða komið með einhver vandamál í t.d í doom 3 og fleiri krefjandi leikjum. Það kemur bara smá hljóð þegar viftan er að kæla örgjörvann og skjákortið. Þegar það er slökkt á viftunni þá heyrist svo mikið sem EKKERT í henni. Er með ACER aspire 2012 WLCI
Það fylgja ekki jafn nýjir driverar með öllum fartölvum og greinilega eru Acer menn duglegir að uppfæra.
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
goldfinger skrifaði:á enginn hérna fartölvu sem spilar cm, ætla bara að fá mér fartölvu sem virkar vel fyrir cm 03/04, bara spurning hversu dýra tölvu þarf maður að fá sér til að hún dugi fyrir hann.... en hún má samt ekki verða úrelt eftir 2 ár eða eitthvað
(Cm er þónokkuð þungur i keyrslu fyrir þá sem ekki vita)
Þráðarþjófur.
Ég neita að segja þér oftar að hverju þú átt að leita.
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Dagur 6
Setti inn Omega driverana til að sjá hvort Doom vandamálið myndi hverfa. Virkaði.
Fæ 31 fps í 800*600 medium detail (41 í 640*480 low detail) í demo1.
Batterísendingin virðist vera tæpir 5 tímar, en ég hreinlega tími ekki að keyra hana á batteríum nema ég neyðist til þess. Loftnetið á þráðlausa kortinu er gott, hef gott samband hvar sem ég hef farið (þar sem er þráðlaust net, augljóslega). Mjög þægilegt að það sé einn takki á tölvunni sjálfri sem slekkur á þráðlausa netkortinu, stundum vill maður bara ekki hafa það í gangi og að "disable" kortið í gegnum Windows er of mikið vesen.
Setti inn Omega driverana til að sjá hvort Doom vandamálið myndi hverfa. Virkaði.
Fæ 31 fps í 800*600 medium detail (41 í 640*480 low detail) í demo1.
Batterísendingin virðist vera tæpir 5 tímar, en ég hreinlega tími ekki að keyra hana á batteríum nema ég neyðist til þess. Loftnetið á þráðlausa kortinu er gott, hef gott samband hvar sem ég hef farið (þar sem er þráðlaust net, augljóslega). Mjög þægilegt að það sé einn takki á tölvunni sjálfri sem slekkur á þráðlausa netkortinu, stundum vill maður bara ekki hafa það í gangi og að "disable" kortið í gegnum Windows er of mikið vesen.
-
- spjallið.is
- Póstar: 466
- Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur