Síða 1 af 1
Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 20:39
af chaplin
Þar sem ég er staddur í US ákvað ég að nýta tækifærið og skella mér á S3, ég var þó að velta því fyrir mér með síma eins og
þennan - mörg review segja að hann sé í raun læstur innan ákveðin kerfi, veit einhver hvort hann myndi virka eðililega á klakanum og ef ekki, hvaða S3 ætti ég þá að grípa?
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 20:47
af playman
Ég er sjálfur búin að vera að skoða þetta mikið, og eins haft smá áhyggjur af því að síminn virki ekki hérna heima.
En afhverju færðu þér ekki frekar I9305 en I9300?
Þá ertu komin með 4G stuðning og 2GB RAM í stað 1GB, og eitthvað meyra.
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 20:49
af chaplin
Ætlaði í i9300 útaf dev. support. Myndi svo sem alveg fara í i9305 ef það er öruggt að hann virki hér heimi.
Mér finnst samt ótrúlegt að ég finni hvergi verslun sem selur símann á um $450, alltaf $650+..
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 20:51
af playman
Búin að tjekka á bestbuy?
veit að s3 er að kosta þar rétt um 500$ en þá er hann læstur og án samnings.
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 21:00
af chaplin
Kostar $600 hjá BB.
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 21:20
af playman
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 22:41
af kizi86
með að ath hvort bandarískir símar virki hérna heima, þá þurfa þeir að styðja 900mhz og 1800mhz fyrir 2g en 900mhz og 2100mhz fyrir 3g
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 22:48
af AntiTrust
Þetta verður væntanlega samt e-ð skítamix hérna heima með 4G böndin, ekki sömu fyrirtæki með sömu bönd, sum fyrirtæki koma því til með að styðja ákveðnar útgáfur af ákveðnum símtækjum og slík skemmtilegheit. Þeas, ég myndi í dag ekkert vera að eltast brjálæðislega mikið við 4G specs.
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 22:52
af spankmaster
chaplin skrifaði:Þar sem ég er staddur í US ákvað ég að nýta tækifærið og skella mér á S3, ég var þó að velta því fyrir mér með síma eins og
þennan - mörg review segja að hann sé í raun læstur innan ákveðin kerfi, veit einhver hvort hann myndi virka eðililega á klakanum og ef ekki, hvaða S3 ætti ég þá að grípa?
Ég keypti minn "factory unlocked international" í USA og hann virkar fínt
Re: Versla S3 í USA?
Sent: Mið 03. Apr 2013 22:54
af marijuana
Getur einhver útskýrt eitt fyrir mér, ef ég ætla að kaupa síma í t.d USA. Í hverju þarf ég að pæla svo hann virki örugglega hér ?