Einhver með reynslu af Lenovo IdeaPad U410
Sent: Fim 07. Mar 2013 12:59
af siggi83
Ætla að kaupa fartölvu.
Er að spá er einhver með reynslu af Lenovo IdeaPad U410.
Re: Einhver með reynslu af Lenovo IdeaPad U410
Sent: Fim 07. Mar 2013 13:37
af gardar
í guðanna bænum taktu frekar thinkpad T/W/X
Re: Einhver með reynslu af Lenovo IdeaPad U410
Sent: Fim 07. Mar 2013 14:26
af AntiTrust
Félagi minn keypti sér U400 vél og hún er alveg merkilega solid, ótrúlega sturdy og vel byggð, minnir rosalega á Macbook í snertingu og notkun (.. og útlitslega, enda shameless c/p).
Það eru þó nokkur atriði sem angra mig við notkun á vélinni, touchpadið er ALLT ALLT of stórt og maður er endalaust að rekast í það, Windows8 support er takmarkað síðast þegar ég athugaði og 1366x768 á 14" skjá er frekar oldschool - held þó að þú getir farið í 900p í U410. Að öðru leyti, smooth vél, þunn og solid.