Þar sem ég hef þurft að eyða ansi miklum tíma á Landsspítalanum undanfarið er ég orðinn ansi leiður á að þurfa að hlaupa fram og aftur til að finna stað sem er með sæmileg skylirði þar sem ég get talað í síma.Því leita ég til mér fróðari manna um hvaða sími er með besta lofnetið. Er með Iphone 4S og hann er engan veginn að virka nógu vel þarna inni. Verð er ekki aðalatriði bara að ég geti talað í símann án þess að fólk haldi að ég sé skrýtnari en ég er og samtalið slitni ekki of oft.
Með kveðju
Eini
Síminn með besta loftnetið
-
- Gúrú
- Póstar: 565
- Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
- Reputation: 45
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn með besta loftnetið
Ef þú ert hjá Nova eða Vodafone gætirðu líka prófað að færa þig yfir til Símans eða Tals (þeir nota Símakerfið) en Síminn er með langbesta dreifikerfið. Myndir væntanlega líka sjá betri rafhlöðuendingu.
Svo er spurning að þú talir við fjarskiptafyrirtækið þitt og nefnir þetta við þá... Landspítalinn er mjög stór vinnustaður með mikið af fólki sem vill vera tengt símkerfinu svo þeir kannski setja upp annan sendi :/
Svo er spurning að þú talir við fjarskiptafyrirtækið þitt og nefnir þetta við þá... Landspítalinn er mjög stór vinnustaður með mikið af fólki sem vill vera tengt símkerfinu svo þeir kannski setja upp annan sendi :/
Re: Síminn með besta loftnetið
Ef þú finnur gamlan Nokia síma, t.d. 5110 eða 3310 þá eru þeir með mjög góð loftnet.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn með besta loftnetið
Flestir símar, reyndar ekki iPhone, eru með tengi fyrir loftnet, ef það er eitthvað sem þú hefur áhuga á.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: Síminn með besta loftnetið
Vodafone á að vera með senda um allan spítala, sérstaklega Fossvogi og Hringbraut.
Það er ekki nema í einhverjum myrkraherbergjum í kjallaranum sem ekkert GSM samband er.
Það er aftur á móti takmarkað WiFi net og fer það eftir húsum og deildum hver styrkur þess er.
Það er ekki nema í einhverjum myrkraherbergjum í kjallaranum sem ekkert GSM samband er.
Það er aftur á móti takmarkað WiFi net og fer það eftir húsum og deildum hver styrkur þess er.
Re: Síminn með besta loftnetið
Ég er hjá Vodafone og bara á bráðamótökunni í fossvogi eru ansi margir staðir þar sem að ég næ ekki sambandi. Hef eytt þar alltof miklum tíma undanfarið í hlaup um gangan í að ná signali. En takk fyrir svörin.
Kveðja
Eini
Kveðja
Eini
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Síminn með besta loftnetið
Veit að Tal er að bjóða upp á góða díla fyrir gsm síma - 10Gb á 500kr t.d. síðan eru þeir eins og áður hefur komið fram að nota senda frá Símanum, ég hef aldrei lent í því að ná ekki sambandi eða að það sé eitthvað skrítið.