Síða 1 af 1

Vantar aðstoð við val á Thinkpad

Sent: Mið 27. Feb 2013 12:42
af sigurdur
Sælir,

Er með verulegan valkvíða, nú þegar T61 vélin mín gaf endanlega upp öndina. Búin að reynast mér ótrúlega vel, orðin 6 ára og hefði örugglega dugað í einhver ár í viðbót ef ekki hefði verið fyrir helv. Nvidia gallann.

Hvað um það, nú þarf ég að verða mér úti um nýja vinnutölvu og þarf aðstoð við að ákveða mig.

Vélin verður að mestu notuð í textavinnslu og hefðbundin heimilisnot, en eitthvað í forritun og vefhönnun og létta Autocad vinnu. Geri ráð fyrir að dual-boota í Ubuntu og Windows og keyra Windows líka í Virtualbox þegar ég nenni ekki að endurræsa.

Er með fetish fyrir T-línunni hjá Lenovo og er svolítið skeptískur á Edge línuna hjá þeim. Það er kannski óþarfa snobb?

Er með budget á bilinu 150-250þ, svo það takmarkar valið aðeins. Hef verið að spá í ódýrustu útgáfurnar af T430, s.s. þessa hér. Myndi færa HDD í Ultrabay caddy og nota SSD sem boot disk. Á erfitt með að átta mig á muninum á T430 gerðunum, fyrir utan öflugri örgjörfa og mismunandi útfærslur á HDD/SSD og minni. Er eitthvað að því að fara í ódýrustu týpuna og stækka minni og geymslupláss sjálfur?

Rakst svo á þessar w520 vélar hér og hér á vaktinni og slefaði, en þetta eru hrikalega stórar vélar og væntanlega algert overkill fyrir mig og ég veit ekki hvort ég myndi nenna að drusla þeim með mér. Bara hleðslutækið er á stærð við gömlu T61 vélina mína!

Er vitleysa að fara í ódýrasta T430 módelið eða ætti ég að skoða notuðu w520 vélarnar, eða jafnvel fara niður í Edge línuna?

kv,
Siggi

Re: Vantar aðstoð við val á Thinkpad

Sent: Mið 27. Feb 2013 15:19
af Gislinn
T430 vélin sem þú linkar í er með i3 örgjörva sem er dual-core, W520 tölvan er með i7 Quad-core.

1600x900 í T430 á 14" skjá (ca. 131 PPI) vs. 1900x1080 á 15.6" skjá (ca. 140 PPI).

4GB (1600 MHz) í T430 vs. 8GB (1333 MHz) í W520.

T430 tölvan sem þú sýnir kostar meira ný en þessi W520 kostar notuð. W520 tölvan er töluvert öflugari.

W520 vélin er með Optimus tækni fyrir skjákortin sem kallar á að þú þurfir að notast við Bumblebee í Linux til að nota Nvidia skjákortið (nema að þú stillir það í bios og keyrir alltaf á Nvidia kortinu sem eyðir meiri rafhlöðu), mér þykir Bumblebee vera frekar leiðinlegt fyrirbæri þannig að fyrir utan að Optimus tæknin gæti strýtt þér í Linux-inu að þá myndi ég taka W520 fram yfir T430 (svo koma ábyrgðar mál líka sem þú þarft að gera upp við sjálfann þig).

Persónulega myndi ég frekar skoða kaup á þessari W520 vél notaðri þar sem hún kostar álíka og T430 vélin sem þú linkar í.

EDIT: Annars þá er ég með Lenovo T420, T500, E520 og X121. E520 vélin er með 4GB í RAM og i5 dual-core CPU, hún hefur staðið sig þrusuvel bæði sem heimilistölva og fyrir smá vinnslu (þótt ég noti T420 lang mest) ef þig langar að spara þér smá pening og þarft ekki á öllu þessu afli að halda að þá myndi ég, í þínum sporum, skoða Edge vélarnar líka. :happy

Re: Vantar aðstoð við val á Thinkpad

Sent: Mið 27. Feb 2013 15:44
af sigurdur
Takk fyrir þetta.

Er líka að skoða notaðar T420-i5 vélar og gæti kíkt á Edge vélarnar, þó ég hafi áhyggjur af build quality.

Ég geri mér grein fyrir að W520 vélarnar er töluvert betur spekkaðar en 430 (og 420) vélarnar, en það sem ég hef áhyggjur af er stærðin og þyngdin á þeim. Þá á ég tvö hleðslutæki frá T61 vélinni sem ég gæti notað með hinum, en 170W kubburinn með W520 vélinni er monster. Kallar væntanlega líka á nýja tölvutösku. Meðfærileiki myndi væntanlega á endanum slá út vélarafl, þar sem ég þarf tæplega svona öfluga tölv.

kv,
Siggi

Re: Vantar aðstoð við val á Thinkpad

Sent: Mið 27. Feb 2013 17:01
af hundur
Sæll vertu. Ég ætla ekkert að tjá mig um specca á Thinkpad tölvunum enda veit ég lítið um þá og ég veit heldur ekki hvað hefur breyst síðan ég keypti mína Thinkpad Edge 13 í september 2010.

Ég fíla hvað Edge tölvan er létt, meðfærileg og með gott lyklaborð, hún virkar í netráp og slíkt en hátalararnir eru pirrandi lítið öflugir.

En build quality er líklega ekki jafn gott og í T43, tölvunni sem ég átti á undan. Það kom t.d. fljótlega svona þrýstingsfar á skjáinn eftir að hún hafði verið í skólatöskunni minni (tek reyndar sjaldnast eftir því). Ég býst einhvern veginn ekki við að þessi tölva lifi jafn lengi og T43 sem þraukar enn þrátt fyrir að vera orðin ansi sljó 2005 árgerð minnir mig). En heilt yfir er ég þó sáttur með Edge tölvuna.