Konan vill ekki smartsíma, þannig að iPhone eða Samsung er out of the question. Er hæg að finna venjulegan gsm síma í dag sem hefur t.d. góða endingu á batteríi? Hann þarf ekkert að vera nettengdur.
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Er búinn að nota svona í marga mánuði núna og líkar gríðarlega vel. Batterýendingin á svona símum er einfaldlega fáránlega góð. Hleð hann svo sjaldan að ég hef ekki hugmynd um hvort að batterýið endist í eina viku eða þrjár.
darkppl skrifaði:ódýrir símar í elko
Þessi sími kostar það sama hjá Elko og Samsung síminn hjá Vodafone og hann er í einu orði rusl. Það er feedback frá míkrófóni í hátalarann sem ekki er hægt að slökkva á. Hverjum datt það í hug?
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Sent: Mið 13. Feb 2013 23:08
af GuðjónR
Er ekkert endilega að leita af ódýrum síma, bara góðum síma til að hringja í og úr án þess að vera með net. Hún er með 7 ára gamlan samlokusíma sem er alveg að gefa sig, batterí endist svona næstum daginn og stundum dettur hann úr sambandi en þá þaf að taka batteríið úr og setja í aftur. Sem sagt, kominn tími á endurnýjun.
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Sent: Mið 13. Feb 2013 23:31
af Xovius
Ódýrustu símarnir eru ekki með neitt óþarfa vesen sem hámar í sig rafmagn. Annars mæli ég ekki með þessum Samsung E1200 aðallega vegna þess að til þess að taka lyklaborðið úr lás þarf bara að halda inni * takkanum. Hver í andskotanum fékk þá fáránlegu hugmynd? fer alveg til fjandans með tilgang þess að læsa lyklaborðinu. Annars fínn sími svosem (er með svoleiðis núna)
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Sent: Fim 14. Feb 2013 01:39
af tdog
Nokia 101 síminn er snilld. Batteríið dugar í áratug, svo er möguleiki á 2 simkortum. Kostar um 7.000 kr
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Annars af fullri alvöru þá ef hún vill ekki smart síma þá eru Nokia símarnir málið, Mamma er með einn gamlan þannig samlokusíma sem virðist lifa allt af.
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Sent: Fim 14. Feb 2013 03:12
af halldorjonz
Haxdal skrifaði:Ég trúi ekki að neinn sé búinn að pósta þessum ..
Er með svona síma sem vinnusíma tala í hann 1 - 3 tíma á dag vegna vinnunar hleð hann ca 1 sinni í viku
Re: Hvar fær maður gsm síma í dag? (ekki smartsíma)
Sent: Fim 14. Feb 2013 15:09
af Tesy
Hef heyrt góða hluti um Nokia 101. Hann er til í ELKO á 7.777kr! Hann tekur 2 símkortum svo þú getur verið hjá 2 fyrirtækjum og hringt frítt í nánast alla Síminn er líka með 3,5mm headphone jack svo þú gætir notað hann sem mp3 spilara, hann tekur líka allt að 16gb microSD kort.