Síða 1 af 1

GSM í Ameríku ?

Sent: Sun 27. Jan 2013 16:49
af Sera
Vona að einhver hafi besta ráðið fyrir mig.

Ég er að fara með fjölskylduna til USA í roadtrip næsta sumar í 1 mánuð. Mig vantar gott plan til að geta notað GSM síma án þess að fara á hausinn vegna kostnaðar.

Er besta leiðin að kaupa ódýran prepaid phone í BestBuy eða Walmart, eða get ég fengið SIM kort í þá síma sem við eigum ?
Ég vil hafa a.m.k. 2 síma sem ég get notað til að hringja á milli ef hópurinn splittast eitthvað upp, þá innanlandssímtöl innan USA. Og svo þarf ég að geta hringt heim til Íslands í GSM síma.

Er besti kosturinn að kaupa mínútur í Skype og hringja úr GSM í USA í GSM á Íslandi (sá sími er ekki með Skype) ?
Ég verð að vera á WiFi til að hringja úr GSM með Skype til að losna við Data gjöldin, right ?

Ráð óskast :)

Re: GSM í Ameríku ?

Sent: Sun 27. Jan 2013 17:59
af BjarniTS
Ef þú átt iphone lestu þá tíðnisvið hér
https://www.apple.com/iphone/LTE/

Annaðhvort myndi ég kaupa ódýrasta 3G símann sem at&t selur og nota prepaid
Eða kaupa sim kort hjá þeim.
Skype og viber virka á 3G. Myndi hringja heim með prepaid sim líka.
Gsm hringingar ættu ekki að vera vandamál á gsm kerfi skv. Því sem ég best veit.

Það eru til tíðnistuðningstöflur fyrir flestar gerðir síma.

Re: GSM í Ameríku ?

Sent: Sun 27. Jan 2013 20:08
af Pandemic
Getur keypt bara Sim kort í sjálfsölum á flugvellinum og málið er leyst :)

Re: GSM í Ameríku ?

Sent: Sun 27. Jan 2013 21:38
af tlord
ódýra prepaid síma í walmart + international call card, ef planið leyfir ekki símtöl til Íslands eða þau eru fáránlega dýr


edit:
þessir eru með inn-númer í USA, getur keypt áður en þú ferð

http://www.globalcall.is/?s=faq&lang=en

Re: GSM í Ameríku ?

Sent: Mán 28. Jan 2013 00:45
af Sera
tlord skrifaði:ódýra prepaid síma í walmart + international call card, ef planið leyfir ekki símtöl til Íslands eða þau eru fáránlega dýr


edit:
þessir eru með inn-númer í USA, getur keypt áður en þú ferð

http://www.globalcall.is/?s=faq&lang=en


Ég þarf samt alltaf að borga símtalið til global call? Er það þá innanlands símtal í usa og svo á globalcall taxta í númerið á íslandi?