Síða 1 af 1

Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fim 24. Jan 2013 21:37
af GuðjónR
Var beðinn um álit á tölvu, ákvað að heyra ykkar álit fyrst.

Dell Latitude D630
Örgjörvi Intel Core 2 Duo T7700 2,4 ghz
Minni 2 gb 667 mhz
Harður diskur 160 gb
Skjár 14,1" 1440 x 900
Skjástýring Nvidia Quadro NVS 135M 128 mb
Fingrafaralesari
Þráðlaust net og bluetooth
4 x USB og Firewire tengi
Lan og Modem tengi
CD/DVD drif
VGA tengi
Rafhlöðuending 2 - 3 klst
Gott hleðslutæki fylgir að sjálfsögðu
Verð 40.000 kr

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fim 24. Jan 2013 21:49
af Klemmi
Flott vél á sínum tíma, örgjörvinn stendur enn fyrir sínu sem og upplausnin í skjánum, en vissulega takmarkað minni með litlum/dýrum uppfærslumöguleikum.

Gamalt batterý sem á bara eftir að slappast sem og VGA tengi svo það lokar á alla alvöru sjónvarpstengimöguleika, fer vissulega eftir því hver notkun tölvunnar verður, hvort það skipti máli.

Ég myndi sjálfur ekki borga 40þús kall fyrir þessa vél en örugglega einhverjum sem finnst það sanngjarnt.

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fim 24. Jan 2013 21:55
af svensven
Finnst 40þús dálítið hátt, þetta eru eins vélar sem við vorum með í fyrirtækinu sem ég er að vinna hjá, hættum að nota þær fyrir 2.5 árum síðan og þá var búið að nota þær í 3 ár.

Svo voru margar af þessum vélum gallaðar, þær vélar sem við erum með í gangi í dag eru hægt og rólega að týnast út, galli í móðurborði/skjákorti. Það var skipt um móðurborð í c.a 60-70% af ~220 vélum

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fim 24. Jan 2013 21:56
af Klaufi
Serial tengi?

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fim 24. Jan 2013 21:57
af svensven
Klaufi skrifaði:Serial tengi?


Minnir að það sé serial á þessum vélum, hef reyndar ekki athugað það sérstaklega.

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fös 25. Jan 2013 00:38
af Victordp
Fallegustu tölvur sem að Dell hefur gert.

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fös 25. Jan 2013 00:53
af halli7
Keypti svona tölvu notaða fyrir ca. ári og hún hefur reynst mér mjög vel og er batteríið hjá mér að endast í 2 tíma +
Hefur ekkert klikkað nema það að hún fékk smá högg á skjáinn og þá fór önnur skjálömin endanlega (voru orðnar slappar) en fékk nýjar á ca. 1200 kr. á ebay og varð þá tölvan eins og ný aftur :)
þessi viðgerð átti að kosta rúm 25 þúsund í Advania, átti að þurfa að kaupa allt skjábakið líka.

Re: Dell Latitude D630 vantar álit á gripnum

Sent: Fös 25. Jan 2013 01:59
af AntiTrust
Ca. fair verð ef þessi vél er í toppstandi, myndi þó segja 35k svo allir yrðu sáttir. Þessi vél er/var helsti keppinautur T60 sem hefur lengi verið að fara á þessu verði, hefur þó auðvitað verið að droppa hægt og rólega niður í 30-45k eftir ástandi.