Það er ekki víst að Nýherji eigi viftuna til á lager. Yfirleitt ef þeir fá til sín vélar sem eru í framleiðandaábyrgð þá claima þeir varahlutinn út til framleiðandans (Lenovo) og þeir senda þeim nýjan og Nýherji skilar þeim gamla bilaða varahlutnum í staðinn.
Hinsvegar finnst mér mjög líklegt að þú verðir að snúa þér beint til budin.is. Þeir flytja inn sínar vélar sjálfir, eflaust frá Ameríku, meðan Nýherji verslar sínar vélar frá evrópskum birgjum. Ef hún er enn innan við árs gömul þá gæti hún verið coveruð undir alþjóðlegri ábyrgð sem Nýherji sinnir, en það er stundum erfiðara að sækja þannig ábyrgð á milli markaðssvæða ef vélin er amerísk.
Annars sýnist mér á heimasíðu budin.is að Nördinn í Ármúla sjái um allar ábyrgðarviðgerðir fyrir þá. Ættir að geta leitað til þeirra. Vertu hinsvegar viðbúinn því að þurfa að greiða fyrir rykhreinsun ef að viftan reynist svo full af ryki, það er ekki innifalið í ábyrgðinni.
budin.is skrifaði:Verkstæðismóttaka
Nördinn í Ármúla 42 er verkstæðismóttaka Búðarinnar.
Búnaður er bilanagreindur og komið til viðurkennds þjónustuverkstæðis
Að viðgerð lokinni sér Nördinn um að afhenda viðgerða vöru.
http://budin.is/index.php/budin