Síða 1 af 1

lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 14:23
af stjani11
Ég var að lenda í því núna áðan að þegar ég fór í tölvuna og tók hana úr sleep mode að þá fór viftan að snúast á fullum hraða. Ég restartaði tölvunni nema að þá slökkti hún bara á sér og fór ekkert aftur í gang, svo þegar ég reyni að kveikja á henni þá fer viftan alltaf á fullt og svo stendur bara fan error og tölvan slekkur á sér. Er viftan ónýt eða hvað á ég að gera?

Re: lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 14:33
af beggi90
Þessi vifta er ónýt, þarft að skipta henni út.
Mjög algent vandamál á t.d lenovo t60/t61

Re: lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 18:41
af stjani11
Er ekki nýherji með umboðið fyrir lenovo á Íslandi? Ég nefnilega keypti tölvuna hjá budin.is og hún er enn í ábyrgð, gæti ég þá farið með hana til nýherja og þeir senda svo reikninginn til búðin.is? Ég er nefnilega ekki að nenna að láta budin.is fá hana ef ég þarf að bíða í mánuð eftir nýrri viftu frá útlöndum eða eitthvað þannig

Re: lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 18:45
af lukkuláki
stjani11 skrifaði:Er ekki nýherji með umboðið fyrir lenovo á Íslandi? Ég nefnilega keypti tölvuna hjá budin.is og hún er enn í ábyrgð, gæti ég þá farið með hana til nýherja og þeir senda svo reikninginn til búðin.is? Ég er nefnilega ekki að nenna að láta budin.is fá hana ef ég þarf að bíða í mánuð eftir nýrri viftu frá útlöndum eða eitthvað þannig


Ekki séns að þú fáir nýja vél þó viftan sé biluð þú talar við þá og þeir annaðhvort skipta um viftuna eða benda þér á einhvern sem gerir það.
Á þeirra kostnað auðvitað nema það sé eitthvað óeðlilegt, ertu búinn að prófa að rykblása vélina kannski er hún stappfull af ryki og viftan bara stopp út af ryki ?

Re: lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 18:58
af beggi90
lukkuláki skrifaði:
stjani11 skrifaði:Er ekki nýherji með umboðið fyrir lenovo á Íslandi? Ég nefnilega keypti tölvuna hjá budin.is og hún er enn í ábyrgð, gæti ég þá farið með hana til nýherja og þeir senda svo reikninginn til búðin.is? Ég er nefnilega ekki að nenna að láta budin.is fá hana ef ég þarf að bíða í mánuð eftir nýrri viftu frá útlöndum eða eitthvað þannig


Ekki séns að þú fáir nýja vél þó viftan sé biluð þú talar við þá og þeir annaðhvort skipta um viftuna eða benda þér á einhvern sem gerir það.
Á þeirra kostnað auðvitað nema það sé eitthvað óeðlilegt, ertu búinn að prófa að rykblása vélina kannski er hún stappfull af ryki og viftan bara stopp út af ryki ?


Ahh gleymdi auðvitað að taka fram að hún gæti verið stífluð.
Rangt af mér að dæma hana strax ónýta án þess að hafa meiri upplýsingar.

Re: lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 19:12
af stjani11
lukkuláki skrifaði:
stjani11 skrifaði:Er ekki nýherji með umboðið fyrir lenovo á Íslandi? Ég nefnilega keypti tölvuna hjá budin.is og hún er enn í ábyrgð, gæti ég þá farið með hana til nýherja og þeir senda svo reikninginn til búðin.is? Ég er nefnilega ekki að nenna að láta budin.is fá hana ef ég þarf að bíða í mánuð eftir nýrri viftu frá útlöndum eða eitthvað þannig


Ekki séns að þú fáir nýja vél þó viftan sé biluð þú talar við þá og þeir annaðhvort skipta um viftuna eða benda þér á einhvern sem gerir það.
Á þeirra kostnað auðvitað nema það sé eitthvað óeðlilegt, ertu búinn að prófa að rykblása vélina kannski er hún stappfull af ryki og viftan bara stopp út af ryki ?



Ég var ekkert að tala um að fá nýja tölvu heldur nýja viftu. Nýherji hlýtur að eiga einhverja aukahluti ef þeir eru með umboðið er það ekki? Síðan er viftan ekki stop heldur fer hún alveg á fullan hraða áður en að tölvan slekkur á sér

Re: lenovo - fan error

Sent: Lau 12. Jan 2013 19:37
af Hargo
Það er ekki víst að Nýherji eigi viftuna til á lager. Yfirleitt ef þeir fá til sín vélar sem eru í framleiðandaábyrgð þá claima þeir varahlutinn út til framleiðandans (Lenovo) og þeir senda þeim nýjan og Nýherji skilar þeim gamla bilaða varahlutnum í staðinn.

Hinsvegar finnst mér mjög líklegt að þú verðir að snúa þér beint til budin.is. Þeir flytja inn sínar vélar sjálfir, eflaust frá Ameríku, meðan Nýherji verslar sínar vélar frá evrópskum birgjum. Ef hún er enn innan við árs gömul þá gæti hún verið coveruð undir alþjóðlegri ábyrgð sem Nýherji sinnir, en það er stundum erfiðara að sækja þannig ábyrgð á milli markaðssvæða ef vélin er amerísk.

Annars sýnist mér á heimasíðu budin.is að Nördinn í Ármúla sjái um allar ábyrgðarviðgerðir fyrir þá. Ættir að geta leitað til þeirra. Vertu hinsvegar viðbúinn því að þurfa að greiða fyrir rykhreinsun ef að viftan reynist svo full af ryki, það er ekki innifalið í ábyrgðinni.

budin.is skrifaði:Verkstæðismóttaka
Nördinn í Ármúla 42 er verkstæðismóttaka Búðarinnar.
Búnaður er bilanagreindur og komið til viðurkennds þjónustuverkstæðis
Að viðgerð lokinni sér Nördinn um að afhenda viðgerða vöru.

http://budin.is/index.php/budin