Síða 1 af 1
Kindle texti allur hliðraður til hægri.
Sent: Þri 08. Jan 2013 23:10
af IkeMike
Ég er í vandræðum með þetta því þetta pirrar mig soldið, er með mikið af bókum sem ég niðurhala á kindilinn textinn fyllir ekki uppí allan skjáinn, heldur er hann hliðraður til hægri og skilur eftir autt svæði vinstra megin.
Er þetta útaf því að að svona lítur textinn út í bókinni eða ? Mér finnst það nú ólíklegt.
Einhverjir aðrir sem lenda í þessu ? Því ég veit ekki hvernig á að laga þetta.
Re: Kindle texti allur hliðraður til hægri.
Sent: Þri 08. Jan 2013 23:19
af IL2
Myndi halda að þetta væri bækurnar. Pdf bækur verða oft asnalegar þegar það er búið að breyta þeim yfir í Mobi.
Koma þær í Mobi formati? Ég man ekki hvort það er hægt að breyta þessu í Calibre.
Re: Kindle texti allur hliðraður til hægri.
Sent: Þri 08. Jan 2013 23:31
af Kobbmeister
IL2 skrifaði:Myndi halda að þetta væri bækurnar. Pdf bækur verða oft asnalegar þegar það er búið að breyta þeim yfir í Mobi.
Koma þær í Mobi formati? Ég man ekki hvort það er hægt að breyta þessu í Calibre.
Það virkar óþarflega vel í Calibre.
Re: Kindle texti allur hliðraður til hægri.
Sent: Þri 08. Jan 2013 23:49
af IkeMike
IL2 skrifaði:Myndi halda að þetta væri bækurnar. Pdf bækur verða oft asnalegar þegar það er búið að breyta þeim yfir í Mobi.
Koma þær í Mobi formati? Ég man ekki hvort það er hægt að breyta þessu í Calibre.
Þetta eru bara mobi bækur á kindlinum, nota símann í pdf. Er annars calibre gott forrit til að breyta pdf í mobi ?
Re: Kindle texti allur hliðraður til hægri.
Sent: Mið 09. Jan 2013 08:54
af IL2
Það sem ég á við er að ef þú ert að taka þetta að torrenti gætu þetta hafa verið Pdf bækur fyrst sem var breytt í Mobi og svo sett á netið. Ég hef þurft að ná í bækur nokkrum sinum til að fá alminnilegar.
Calibre er almennt álitið besta breytiforitið fyrir allar e-bækur.