Síða 1 af 1

er hægt að uppfæra Toshiba satellite L450D-144

Sent: Þri 08. Jan 2013 20:23
af danniornsmarason

ég er með Toshiba satellite L450D-144 sem er með AMD Sempron(tm) SI-42 2.10GHz processor og 2gb ram og ég var að hugsa hvort hægt sé að uppfæra eitthvað meira en bara ramið í henni? og það má endilega segja mér hvernig gerðir af t.d. skjákorti passar, ég veit að ég get uppfært ramið í henni :)

Re: er hægt að uppfæra Toshiba satellite L450D-144

Sent: Þri 08. Jan 2013 20:36
af steinarorri
Gætir grætt mikið á að uppfæra harða diskinn í SSD

Re: er hægt að uppfæra Toshiba satellite L450D-144

Sent: Þri 08. Jan 2013 20:40
af danniornsmarason
steinarorri skrifaði:Gætir grætt mikið á að uppfæra harða diskinn í SSD

kostar það samt ekki HEILANN HELLING? :) var að spá í einhverju ekki mikið meira en 15.000

Re: er hægt að uppfæra Toshiba satellite L450D-144

Sent: Þri 08. Jan 2013 20:49
af steinarorri
Hér [http://vaktin.is/index.php?action=prices&method=display&cid=10] geturðu séð lista yfir SSD diska... þú færð bara 60GB diska á þessu verði, kannski notaðan 120GB

http://www.computer.is/vorur/5248/ er svo ódýrasta 4GB vinnsluminnið skv. vaktinni. Þá værirðu kominn með 6 GB að því gefnu að þessi 2GB sem eru fyrir séu einn kubbur. Þá þarftu samt að passa að stýrikerfið sé 64 bit en ekki 32.