Síða 1 af 1

Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Mán 31. Des 2012 18:02
af Dormaster
Ég er með S note 2 og hann er með eitthvað óþolandi glitch þegar ég er að hlusta á tónlist.
Þetta virkar þannig að ég er að hlusta á tónlist og allt í einu eftir kannski 4 -5 min þá byrjar hann að hökkta eða að koma svona göt inn í lagið.
Þetta er orðið frekar pirrandi og þarf ég alltaf að kveikja á skjánum og þá get ég hlustað í svona 4-5 min lengur.

Ég get ekki verið sá eini sem hef lent í þessu þannig að vitið þið eitthvað hvað ég gæti gert ?
mbkv.

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Mán 31. Des 2012 18:46
af Squinchy
Búinn að setja upp síman á ný?

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Mán 31. Des 2012 18:50
af Dormaster
Neei nenni því varla, er einhver önnur leið ?

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Mán 31. Des 2012 21:20
af kizi86
ertu með eitthvað forrit sem stjórnar örgjörvavinnslunni? eins og SetCPU eða eikkað þannig eða juice defender? gæti verið einhver sleep stilling sem minnkar örgjörvavinnsluna þegar slökknar á skjánnum sem er að stríða þér.....

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Mán 31. Des 2012 21:29
af Dormaster
neei það er einmitt ekkert þannig, skil ekkert hvað er í gangi, finn voða lítið á google þar sem að ég veit heldur ekki alveg hverju ég á að leita eftir.

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Mán 31. Des 2012 21:52
af Fletch
Aldrei lent í þessu á mínum Note 2, kannski bara bilaður hjá þér?

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Þri 01. Jan 2013 00:17
af kubbur
Lenti i þessu líka, verkstæðið segist ekki getað framkvæmt bilunina, var að senda hann i þriðja sinn
Mæli með að Þú skilur símanum og fáir nýjan

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Þri 01. Jan 2013 02:37
af Dormaster
Já held að ég geri það.
Takk fyrir

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Lau 05. Jan 2013 11:28
af kubbur
Jæja for niður i nova i gær og sótti símann úr viðgerð, þriðja sinn, þeir fundu ekkert, létu mig fá nýjan síma, sama vandamál
Ætla bara að leyfa þessu að vera svona
Workaround: poweramp og stilla audio buffer size i botn

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Lau 05. Jan 2013 11:36
af tveirmetrar
Lendi í því nákvæmlega sama á Galaxy S3.
Reyndar ekki að hann detti út bara höktir eftir nokkrar mínútur í spilun og kickar svo aftur inn ef maður kveikir á skjánum.
Gerir þetta samt bara stundum hjá mér, og hef bara verið að aflæsa og læsa skjánum ef þetta gerist.
Þetta er eitthvað svona sleep mode eins og minnst var á hérna að ofan að ég held.

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Lau 05. Jan 2013 12:37
af Dormaster
kubbur skrifaði:Jæja for niður i nova i gær og sótti símann úr viðgerð, þriðja sinn, þeir fundu ekkert, létu mig fá nýjan síma, sama vandamál
Ætla bara að leyfa þessu að vera svona
Workaround: poweramp og stilla audio buffer size i botn

Það gæti virkað, ætla að prófa það.
En ég er stundum að nota símann til að spila af tónlist.is, helduru að þetta myndi laga það vandamál ?

tveirmetrar skrifaði:Lendi í því nákvæmlega sama á Galaxy S3.
Reyndar ekki að hann detti út bara höktir eftir nokkrar mínútur í spilun og kickar svo aftur inn ef maður kveikir á skjánum.
Gerir þetta samt bara stundum hjá mér, og hef bara verið að aflæsa og læsa skjánum ef þetta gerist.
Þetta er eitthvað svona sleep mode eins og minnst var á hérna að ofan að ég held.

já ég held það einmitt líka, lítur út fyrir að vera einhverskonar vandamál með það, finnst samt skrítið að ég sé ekki að finna neitt um þetta á Google.

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Lau 05. Jan 2013 13:16
af dogalicius
Lenti líka í þessu sama, en ég hef bara notað tónlistina með bluetooth græjum ,dokku, heyrnartólum og svona, hélt alltaf að þetta væri gallað bluetooth , lenti alldrei í neinu vesini með note 1 sem ég átti, en ég allavega fór með hann já í einhver skipti og svo skiptu þeir honum út eftir að segja að það væri ekkert að.

var að taka þrekhjólið áðan og lenti stanslaust í þessu að það datt út þangað til ég ýtti til að kveikja á skjánum, en tekur frá 1 til 15 min að koma fram hjá mér.

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Sun 06. Jan 2013 19:48
af kubbur
Logcat segir að þetta sé dalvik cache að hreinsa rusl, þetta er greinilega galli hjá fleirum
Spurning um að hópa okkur saman og tala við umboðið

Re: Choppy/glitch hljóð í Samsung note 2

Sent: Sun 06. Jan 2013 20:56
af Moquai
Heyrðu, ég var að nota símann í ræktinni í dag og ég hélt fyrst að þetta var bara lagið eða snúran eitthvað að losna því ég var á hossingi.

Veit þá allavega núna að þetta er eitthvað bug.