Síða 1 af 1
Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Mið 05. Des 2012 13:08
af fedora1
Sælir
það er tilboð á aha.is fyrir SAMSUNG GALAXY S III á 89.990 kr, venjulegt verð er 109.995 kr (elko).
Getur maður kanski keypt hann í elko og notað verðverndina ?
Svona fyrir utan buy.is case-ið fær maður þennan síma á betra tilboði annarsstaðar?
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Mið 05. Des 2012 13:31
af PhilipJ
http://www.elko.is/elko/skilmalar/"Ennfremur gildir verðvernd ekki ef verðsamanburður er milli vefverslunnar og venjulegar verslunar."
Samkvæmt þessu þá held ég að þú getir ekki notað þessa verðvernd
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fim 06. Des 2012 23:57
af pattzi
Langar í þennann síma ,hefur komið held ég 4 sinnum inná aha.is og man að það var komið slatta yfir 100 eintök síðast
Sent from my XT910 using Tapatalk 2
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 02:11
af Nxxx
Keypti minn hjá buy.is, eini gallinn er að hleðslutækið sem fylgir er fyrir Bretland þannig þú þarft kló til að hlaða hann við innstungu.
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 02:12
af MatroX
hann er líka inn á kraftkaup í annað skiptið í þessum mánuði á 87.920 kr.
https://www.kraftkaup.is/deal/samsung-i ... laxy-s-iii
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 03:29
af Gúrú
Síminn er í ábyrgð hjá Tölvuverkstæðinu ehf í 2 ár.
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 08:27
af fedora1
Takk fyrir þetta,
Er Tölvuverkstæðið ehf tengt Tölvulistanum? Eru menn með einhverjar sögur um það ?
Annað, hver er munurinn á Samsung i9300 Galaxy S III og Samsung i9300 Galaxy S III m/pósti annað en 2000 kr ?
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 09:07
af darkppl
enginn bara sendur í pósti gíska ég...
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 13:23
af fedora1
darkppl skrifaði:enginn bara sendur í pósti gíska ég...
Auðvitað
Annars finn ég ekki mikið um Tölvuverkstæðið ehf. Ný kennitala 5105121540, heimili Stórhöfða 21 110 Reykjavík, sem fyrir tilviljun er sama heimilisfang og Buy.is
Líklega betra að borga meira og vera með trygga ábyrgð.
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 13:27
af hfwf
Tölvuverkstæðið ef ég man rétt sér t.d um viðgerðir á samsung símum.
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 13:36
af J1nX
Tölvuverkstæðið er ég nokkuð viss um að sé á vegum buy.is
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 13:37
af hfwf
J1nX skrifaði:Tölvuverkstæðið er ég nokkuð viss um að sé á vegum buy.is
Tha er madur ad tala ut um rassinn a ser
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 14:04
af dori
Buy.is og Tölvuverkstæðið er til húsa á sama stað skv. fyrirtækjaskrá.
Samanber:
Tölvuverkstæðið ehf. í fyrirtækjaskrá1949 (Buy.is) í fyrirtækjaskrá
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 14:53
af KermitTheFrog
Einhvernveginn minnir mig nú að Tölvuverkstæðið sé til húsa bakvið Tölvulistann og sé tengt TL en ekki Buy.is
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 15:17
af dori
IOD virðist kalla sitt verkstæði
Tölvuverkstæðið en það breytir því ekki sjálfkrafa í "Tölvuverkstæðið ehf."
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 18:15
af AngryMachine
KermitTheFrog skrifaði:Einhvernveginn minnir mig nú að Tölvuverkstæðið sé til húsa bakvið Tölvulistann og sé tengt TL en ekki Buy.is
Verkstæði Tölvulistans gengur undir nafninu 'Tölvuverkstæðið', hefur starfað undir því nafni í ca 3 ár.
Sjónvarpsmiðstöðin rekur verkstæði undir nafninu 'Raftækjaverkstæðið'. Þegar sömu aðilar eignuðust TL var nafni verkstæðisins breytt í 'Tölvuverkstæðið', væntanlega til að vera í stil við restinn af samsteypunni. Mig rámar í að þetta hafi verið rekið á kt. IOD, þori þó ekki að sverja fyrir það.
En FBG hefur greinilega séð sér leik á borði og skráð 'Tölvuverkstæðið ehf'.
Sem færir svo hugann strax að
þessu máli. Samur við sig karlinn.
Disclosure: Ég er fyrrverandi starfsmaður TL, vann á verkstæðinu. Er hinsvegar löngu horfinn á önnur mið.
Ætli maður verði kærður núna?
Re: Hvað segja menn um SAMSUNG GALAXY S III á aha.is/buy.is
Sent: Fös 07. Des 2012 19:37
af KermitTheFrog
Kvörtun LG Mottna ehf. yfir skráningu og notkun
Friðjóns Björgvins Gunnarssonar á léninu hestagalley.is
Maður hefði haldið að þetta væri prófarkarlesið.