Síða 1 af 1
Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Lau 10. Nóv 2012 14:59
af Jimmy
Sælir ven.
Fyrir nokkru datt ég niðrá pakka með böööönch af bókum á .mobi formati og langar í eitthvað minna og léttara en ipadinn konunnar til að lesa..
Er búinn að vera að skoða Kindle Paperwhite vélina sem fær drullusjúklega góða dóma hér og þar sem pjúra reader, en fyrir nánast sama prís get ég fengið mér Google Nexus 7.. Er ekki miiiklu meira vit í því? Þá hef ég líka optioninn á að nota þetta sem tablet í skólanum, þe browsa, skoða glósur oþh.
Einhver með reynslu af e-ink skjám vs IPS í pjúra lestur?
Ætti ég ekki að geta lesið bækur á .mobi í android? Myndi ég lenda í einhverju veseni með að importa bækurnar í kindleið?
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Lau 10. Nóv 2012 15:11
af capteinninn
Var einmitt í sömu hugleiðingum fyrir ekki svo löngu síðan.
Ég hef átt bæði Kindle með e-ink og á núna Nexus 7.
Ég held að það sé reyndar frekar málið að fá sér bara Kindle ef þú ætlar bara að lesa bækur á græjunni, ég las heeelling á Kindle græjuna þangað til að ég braut skjáinn og svo keypti ég mér Nexus 7 til að lesa á og ég er ekkert alltof duglegur að lesa á hana.
Annars finnst mér lítill munur á að lesa á báðum græjum en mér fannst þægilegra að lesa á Kindle.
Þú getur samt gert svo mikið með Nexusnum sem ekki er hægt að gera á Kindle, horft á video, hlustað á tónlist og vafrað á netinu sem er mjög þægilegt í græjunni.
Þetta virkar vel fyrir skólann að lesa glósur en þú getur ekkert skrifað á þetta í tímum eða neitt, jafnvel með swipe lyklaborði náði ég ekkert að glósa af viti núna í vetur með þessu en þetta er mjög þægilegt til að lesa glósur og þannig.
Ég myndi frekar taka Nexus-inn bara því hann hefur svo mikla valmöguleika.
Ég man ekki hvort bækurnar mínar séu á .mobi formatti en þú getur annars bara notað Calibri til að breyta formattinu á bókunum til að laga fyrir græjuna, ég nota Kindle forritið til að lesa en það er hellingur af öðrum forritum til líka.
Eitt líka sem vert er að benda á er að ekkert af flottu google þjónustunum (ss. Play Magazines, Play Movies og allt í þeim dúr) virkar ekkert á Íslandi, ég gat notað það í Tyrklandi fyrir nokkrum vikum en þegar ég kom heim hætti allt að virka.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Lau 10. Nóv 2012 15:22
af Frantic
hannesstef skrifaði:Þetta virkar vel fyrir skólann að lesa glósur en þú getur ekkert skrifað á þetta í tímum eða neitt, jafnvel með swipe lyklaborði náði ég ekkert að glósa af viti núna í vetur með þessu en þetta er mjög þægilegt til að lesa glósur og þannig.
Ég keypti mér bluetooth lyklaborð sem ég tengi alltaf í Samsung GS3 símann minn og glósa eins og geðsjúkur maður.
Líka sniðugt á fundi.
Mæli með evernote glósuforritinu. Fyrir þá sem þekkja ekki til þá er hægt að synca glósur á milli tækja.
Er hægt að taka upp hljóð, mynd og video og eiginlega bara hvað sem er í glósurnar.
Nota svo External Keyboard Helper Pro til að gera lyklaborðið að IS layout.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Lau 10. Nóv 2012 17:33
af capteinninn
Er einmitt með Evernote og nota mjög mikið fyrir allskonar notes.
Ég ætti kannski að prófa þetta eins og þú ert með, var farinn að skoða að kaupa fartölvu fyrir skólann en þetta er miklu sniðugri hugmynd
Eitthvað sem þú mælir með frekar en annað?
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Sun 11. Nóv 2012 11:31
af Frantic
Ég er með Motorola Bluetooth Keyboard eins og þetta:
Hefur fullt af shortcuts sem er reyndar gert fyrir Motorola tæki en flestir takkarnir virka á HTC og Samsung líka.
Svo er annað lyklaborð sem er vægast sagt að trenda (Search for: Logitech Bluetooth Keyboard).
En ég reyndi í marga klukkutíma að finna búð sem sendi þetta lyklaborð til landsins því mér finnst það svo flott.
Fann einhverja búð en þá var verðið hækkað um meira en helming. Þannig ég gafst upp.
Sá þetta lyklaborð fyrst á amazon og það var ást við fyrstu sýn.
Ætla án efa að kaupa mér þetta lyklaborð þegar/ef ég fæ mér spjaldtölvu.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Sun 11. Nóv 2012 11:50
af hfwf
Veit ekki hvað þér finnst dýrt og hvað þá að 2faldast í verði en þá fann ég þetta sama lyklaborð á 35 dollara á ebay.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Sun 11. Nóv 2012 12:59
af teitan
Stærsti munurinn á því að lesa af skjá með e-ink eða ips er að þú getur lesið nánast endalaust af skjá með e-ink... þetta er bara eins og að lesa bók. En þegar þú ert með skjá með baklýsingu þá verðurðu mjög fljótt pirraður í augunum.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Sun 11. Nóv 2012 13:48
af capteinninn
teitan skrifaði:Stærsti munurinn á því að lesa af skjá með e-ink eða ips er að þú getur lesið nánast endalaust af skjá með e-ink... þetta er bara eins og að lesa bók. En þegar þú ert með skjá með baklýsingu þá verðurðu mjög fljótt pirraður í augunum.
Ég finn ekki fyrir því, fannst alveg betra að lesa af e-ink skjánum en Nexus-inn er líka fínn í þetta. Eitt líka sem maður fattar ekki strax er að það er engin lýsing þannig að maður þarf að hafa ljós í gangi meðan maður les en það er ekki vandamál við Nexus-inn.
Ég var að ferðast og fann upp allskonar fyndnar aðferðir við að lýsa upp skjáinn með Kindle-inn.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Sun 11. Nóv 2012 15:20
af Frantic
hfwf skrifaði:Veit ekki hvað þér finnst dýrt og hvað þá að 2faldast í verði en þá fann ég þetta sama lyklaborð á 35 dollara á ebay.
Fannstu það hjá einhverjum sem sendir milliliðalaust til Íslands?
Endilega láttu mig fá link.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Sun 11. Nóv 2012 16:57
af hfwf
Frantic skrifaði:hfwf skrifaði:Veit ekki hvað þér finnst dýrt og hvað þá að 2faldast í verði en þá fann ég þetta sama lyklaborð á 35 dollara á ebay.
Fannstu það hjá einhverjum sem sendir milliliðalaust til Íslands?
Endilega láttu mig fá link.
http://www.ebay.com/itm/Logitech-Tablet ... 19cbf52673 vesgú sendir til Íslands
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Mán 12. Nóv 2012 12:24
af Frantic
hfwf skrifaði:Frantic skrifaði:hfwf skrifaði:Veit ekki hvað þér finnst dýrt og hvað þá að 2faldast í verði en þá fann ég þetta sama lyklaborð á 35 dollara á ebay.
Fannstu það hjá einhverjum sem sendir milliliðalaust til Íslands?
Endilega láttu mig fá link.
http://www.ebay.com/itm/Logitech-Tablet ... 19cbf52673 vesgú sendir til Íslands
Snilld!
Annað hvort var þetta ekki komið inn þegar ég var að leita eða ég er ekki nógu góður að leita á ebay.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Mán 12. Nóv 2012 12:31
af Jimmy
Kærar þakkir fyrir inputið félagar, hugsa að ég endi á Nexus 7 þar sem hann býður bara uppá svo infinitely mikið meira.
Re: Kindle Paperwhite vs Google Nexus 7
Sent: Mán 12. Nóv 2012 13:19
af capteinninn
Jimmy skrifaði:Kærar þakkir fyrir inputið félagar, hugsa að ég endi á Nexus 7 þar sem hann býður bara uppá svo infinitely mikið meira.
Algjörlega, ef það væri meiri munur á verðinu tæki ég frekar Kindle en Google niðurgreiðir græjuna svo grimmilega niður að það er eiginlega ekki hægt annað en að taka hana