Síða 1 af 1

Símakaup -40þús

Sent: Fim 08. Nóv 2012 21:30
af krizzikagl
sælir.

Ég var að hugsa, ég hef 40 þús krónur til að eyða í síma, nýjan eða notaðan, helst Android og nokkuð öflugan.
endilega komiði með uppástungur :)

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fim 08. Nóv 2012 22:16
af Plushy
Ætti að vera hægt að finna notaðan Samsung Galaxy SII fyrir svona pening, kannski bæta smá við.

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fös 09. Nóv 2012 15:09
af k0fuz
eða bæta 20 kalli við og fá einhvern sem á leið í fríhöfnina til að kippa glænýjum galaxy S2 með sér ;)

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fös 09. Nóv 2012 15:33
af Benzmann
bæta 10þús við og fá sér nýjann Galaxy Ace2 síma :D mjög góðir, þá ertu ekki farin í neinar öfgar heldur

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fös 09. Nóv 2012 15:43
af dori
Rosalega skrýtin þörf hjá mörgum hérna að vilja alltaf benda á hluti sem eru 50% dýrari en uppgefið budget. Ef það er beðið um besta símann sem völ er á fyrir 40 þúsund þá er ekki hægt að gera fyrir því að aðilinn hafi 20 þúsund meira í vasanum sem hann er til í að láta í þetta og þekki einhvern sem er á leiðinni í gegnum fríhöfnina á næstunni.

Also, það þarf að borga gjöld af svona dýrum hlutum þó að þeir séu keyptir í fríhöfn.

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fös 09. Nóv 2012 15:43
af Yawnk

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fös 09. Nóv 2012 22:50
af Swooper
Eitthvað svona er líklega það besta sem þú færð fyrir þennan pening. Getur eytt afgangnum í minniskort. Myndi venjulega ekki mæla með LG, en fyrir þennan pening færðu varla neitt almennilegt hvort eð er...

Re: Símakaup -40þús

Sent: Fös 09. Nóv 2012 22:51
af svanur08
Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 00:49
af Yawnk
svanur08 skrifaði:Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.

Því símar frá LG hafa yfirleitt reynst illa..

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 03:35
af svanur08
Yawnk skrifaði:
svanur08 skrifaði:Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.

Því símar frá LG hafa yfirleitt reynst illa..


Ég er ekki að tala um síma bara allt.

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 10:27
af k0fuz
dori skrifaði:Rosalega skrýtin þörf hjá mörgum hérna að vilja alltaf benda á hluti sem eru 50% dýrari en uppgefið budget. Ef það er beðið um besta símann sem völ er á fyrir 40 þúsund þá er ekki hægt að gera fyrir því að aðilinn hafi 20 þúsund meira í vasanum sem hann er til í að láta í þetta og þekki einhvern sem er á leiðinni í gegnum fríhöfnina á næstunni.

Also, það þarf að borga gjöld af svona dýrum hlutum þó að þeir séu keyptir í fríhöfn.


er nú einfaldlega baaaaaaaara að benda á þá valmöguleika sem eru í stöðunni... hann biður um nokkuð öflugan síma og oft á tíðum vilja menn púnga út aðeins meiri aur og fá þá meira "high-end" vöru.. Einnig rosalega skrýtin þörf hjá sumum að vera væla útaf öllu ;)

Ps. borgar ekkert af vörunni ef þú ert sniðugur..

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 13:15
af dori
k0fuz skrifaði:er nú einfaldlega baaaaaaaara að benda á þá valmöguleika sem eru í stöðunni... hann biður um nokkuð öflugan síma og oft á tíðum vilja menn púnga út aðeins meiri aur og fá þá meira "high-end" vöru.. Einnig rosalega skrýtin þörf hjá sumum að vera væla útaf öllu ;)

Ps. borgar ekkert af vörunni ef þú ert sniðugur..

Og ef þér mistekst að vera sniðugur borgar þú 2x aðflutningsgjöld og 15% álagningu ofan á það.

Ég er bara að benda á að þetta er gegnumgangandi þema í þráðum þar sem fólk biður um ráð. Það er alltaf skotið yfir markið og aðilanum sagt að finna bara það sem vantar upp á einhversstaðar.

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 14:23
af k0fuz
dori skrifaði:
k0fuz skrifaði:er nú einfaldlega baaaaaaaara að benda á þá valmöguleika sem eru í stöðunni... hann biður um nokkuð öflugan síma og oft á tíðum vilja menn púnga út aðeins meiri aur og fá þá meira "high-end" vöru.. Einnig rosalega skrýtin þörf hjá sumum að vera væla útaf öllu ;)

Ps. borgar ekkert af vörunni ef þú ert sniðugur..

Og ef þér mistekst að vera sniðugur borgar þú 2x aðflutningsgjöld og 15% álagningu ofan á það.

Ég er bara að benda á að þetta er gegnumgangandi þema í þráðum þar sem fólk biður um ráð. Það er alltaf skotið yfir markið og aðilanum sagt að finna bara það sem vantar upp á einhversstaðar.


hehe jájá manni mistekst ekki ef þetta er gert rétt það er nú bara þannig.. tekur síman úr hefur hann á þér, hendir kassanum og hefur bæklinga og hleðslutæki og annað á sitthvorum staðnum í töskunni.. einfalt..

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 17:18
af Swooper
svanur08 skrifaði:
Yawnk skrifaði:
svanur08 skrifaði:Voðalega eru eitthvað margir á móti vörum frá LG.

Því símar frá LG hafa yfirleitt reynst illa..


Ég er ekki að tala um síma bara allt.

LG er með frábærar þvottavélar, víst.

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 17:23
af DerrickM
Sjónvörpin eru allt í lagi

Re: Símakaup -40þús

Sent: Lau 10. Nóv 2012 17:27
af Tbot
Notaður S2 er frá 40 upp í 50 þús hérna og á bland.