Síða 1 af 1

Kaup á fartölvu... Hjálp!

Sent: Mán 29. Okt 2012 14:38
af sillbilly
Sælir vaktarar!

Er að íhuga kaup á fartölvu.
Ætla að nota hana mest í Adobe premiere og After Effects en langar líka að grípa í leiki af og til (ekki endilega í háum gæðum).

Þar sem ég hef mest unnið á mac og þetta verður fyrsta PC fartölvan mín er ég alveg lost þegar kemur að vali á vél.

Budget er í kringum 120.000 - 165.000

Allar ráðleggingar vel þegnar. :happy

Re: Kaup á fartölvu... Hjálp!

Sent: Mán 29. Okt 2012 18:44
af Klemmi
Há upplausn og öflugur örgjörvi ættu að vera þínir helstu punktar.

Eftir því er það vinnsluminni, en það að stækka slíkt er hræódýrt og ættirðu ekki að útiloka tölvu þó hún komi t.d. bara með 4gb

Svo getur SSD diskur skipt sköpum fyrir þig, fæstar tölvur koma með slíkum en oft hægt að tala tölvuverzlanir til þess að skipta núverandi disk út fyrir SSD og borga mismun.

Svo fer þetta auðvitað eftir því hversu portable tölvan á að vera og skjákortið eftir því hversu mikla áherslu þú leggur á leikjaspilunina.

Það er auðvitað erfitt fyrir mig að reyna að segja að ég sé ekki hlutdrægur þar sem ég er starfsmaður tölvuverzlunar, en það sem ég myndi mæla með að skoða væri þessi :)

ATH þó að hún er 17.3"

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2240

Re: Kaup á fartölvu... Hjálp!

Sent: Mán 29. Okt 2012 19:30
af sillbilly
Takk kærlega fyrir þetta Klemmi. :) Ég kíki við og skoða þessa.

Langar samt helst í 15" þar sem ég nenni ekki að burðast með 17" (hef gert það áður)...

Vil endilega fá álit á þessum:

http://tolvutek.is/vara/packard-bell-easynote-tv11-cm-84506g-fartolva-svort

http://tolvutek.is/vara/packard-bell-easynote-tv11-hc-53216g-fartolva-svort

http://tolvutek.is/vara/samsung-series-3-355-fartolva-silfurgra

Ef einhver getur komið með álit eða bent mér á aðrar vélar þigg ég alla hjálp sem ég get fengið. :happy

Með fyrirfram þökk,

SillBilly