Síða 1 af 1
Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 19:29
af jodazz
Er nokkuð spenntur fyrir þessari en er ekki jafn spenntur fyrir merkinu. Finn engin review um hana á netinu. Hvað segjið þið? Er Acer í lagi og hvernig líst ykkur á þessa?
http://www.tolvutek.is/vara/acer-aspire ... -silfurlitAnnar möguleiki er Dell XPS 14Z
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6834200404Er að leita mér að nettri 14 tommu í mesta lagi.
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 21:57
af DerrickM
Þú færð allavega góða þjónustu með dell tölvuna í Advania og gott merki
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 22:04
af KermitTheFrog
Acer hafa komið mjög vel út síðan þeir sameinuðust Packard Bell.
Acer fékk á sig ákveðið óorð hér forðum daga en það hefur stórbatnað og eru þeir meðal fremstu fartölvuframleiðanda í heimi.
Og þú færð líka afbragðsþjónustu á Acer í Tölvutek.
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 22:06
af hfwf
KermitTheFrog skrifaði:Acer hafa komið mjög vel út síðan þeir sameinuðust Packard Bell.
Acer fékk á sig ákveðið óorð hér forðum daga en það hefur stórbatnað og eru þeir meðal fremstu fartölvuframleiðanda í heimi.
Og þú færð líka afbragðsþjónustu á Acer í Tölvutek.
Acer er fínasta merki, en eftir að þeir sameinuðust PB þá veit ég ekki( ég vissi það ekki ) og mér hefur ALLTAF fundist PB vera með versta laptopbody plánetunnar. Þannig spurning vhernig bodyið er í dag.
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 22:22
af KermitTheFrog
hfwf skrifaði:KermitTheFrog skrifaði:Acer hafa komið mjög vel út síðan þeir sameinuðust Packard Bell.
Acer fékk á sig ákveðið óorð hér forðum daga en það hefur stórbatnað og eru þeir meðal fremstu fartölvuframleiðanda í heimi.
Og þú færð líka afbragðsþjónustu á Acer í Tölvutek.
Acer er fínasta merki, en eftir að þeir sameinuðust PB þá veit ég ekki( ég vissi það ekki ) og mér hefur ALLTAF fundist PB vera með versta laptopbody plánetunnar. Þannig spurning vhernig bodyið er í dag.
Eins og þeir setja þetta fram þá eru þeir með Acer - PB - Acer (low-, mid- og high end) og eru að koma alveg mjög vel út.
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 22:34
af methylman
Það er allavega nokkuð um Acer á viðgerðarborðinu hjá mér, kælivifturnar sem Acer notaði voru ekki nein gæðavara, En annars færðu gæði í samræmi við pening ef þú kaupir ódýrt færðu lítil gæði osfv
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 23:01
af Moldvarpan
Hef átt 2 Acer vélar og hvorug þeirra bilaði, eftir um 4 ára notkun.
Reyndar reif ég slatta af ál drasli innanúr annari acer tölvunni sem hitnaði soldið í leikjum, þá lækkaði hitinn um ca 10°c.
"ál draslið" var fast á plasthlífum sem skrúfaðar voru af, undir tölvunni, eins og hjá gpu og cpu.
Annars fyrir utan smá hitavandamál í þungum leikjum, þá stóðu þær sig með miklum sóma.
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 23:09
af DJOli
Ég keypti mér 69þús króna Acer 5051AWXMi hjá att í byrjun 2007.
Hún er enn lifandi í dag eftir aðeins eina heimaviðgerð (móttökupinninn fyrir hleðslutækið brotnaði).
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Lau 27. Okt 2012 23:30
af jodazz
Hef eingöngu átt Dell hingað til og verið mjög ánægður. En þetta er helvíti sexý vél frá acer, þunn og létt en samt fullhlaðin.
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Mán 29. Okt 2012 10:39
af Halli25
vá ruglið á þessum þræði, Acer keypti PB til að nota sem low end brand. Acer vélar eru fínar í dag, hef átt 2 eina sem ég keypti 2006 og er ennþá í lagi og búinn að eiga aðra í ca. ár.
Þjónustan er þó mun betri á t.d. Toshiba
Re: Eru Acer fartölvur góðar?
Sent: Mán 29. Okt 2012 15:51
af jodazz
Held svei mér þá ég bíði og fái mér þessa (slef). Ef maður ætlar í win8 þá er hálf asnalegt að fá sér vél sem er ekki með touch screen,
http://www.techradar.com/reviews/pc-mac ... 131/review