Síða 1 af 1
Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Þri 23. Okt 2012 09:46
af playman
Sælir vaktarar.
Fartölvur hafa aldrey verið mín sterkasta hlið.
Félagi minn er að fara að versla sér fartölvu, og spurði mig hvað hann ætti að fá sér.
Og það er búið að áhveða budget uppá 100þ og ég er búin að finna 3 vélar.
Þessar 3 koma til greina.
HP Pavilion G6-2052SD fartölva, svörtToshiba Satellite C855-18C fartölva, rauðToshiba Satellite C855D-11X fartölva, rauðÞað sem hún mun vera notuð í er netið og geymsla/skoðun á ljósmyndum og bíómyndir/þætti, hún verður ekkert notuð í leiki eða neitt álíka þungt.
Leitast er eftir gæðum, endingu og lágri bilanatíðni fyrir þetta verð.
Hver er ykkar skoðun?
Endila skrifið ástæðu fyrir vali, en ekki bara nefna vél og svo ekkert meyr.
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Fös 26. Okt 2012 11:21
af playman
Einginn?
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 11:24
af playman
Einginn sem hefur skoðun?
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 14:18
af DabbiGj
ég myndi ráðleggja þér að skella þér á toshiba vélarnar, sjálfur myndi ég taka amd vélina en held að intel vélin væri málið fyrir hana
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 14:28
af Talmir
Ég er ekki 100% en mig minnir að HP tölvurnar séu ekki góðar ef þú ætlar að eiga tölvuna í einhvern langann tíma þar sem það getur verið hell að komast nærri viftum og þannig inn í henni. Ég átti HP tölvu hér einu sinni og ég þurfti að taka hana í frumeindir til að geta rykhreinsað hana.
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 14:38
af playman
Er Toshiba að standa sig vel? Veit að HP var stórt og gott hér í denn.
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 18:30
af Klemmi
Flestar "nýlegar" Toshiba vélar þarftu að rífa vel í sundur til að rykhreinsa, en því miður virðist þetta vera orðið reglan frekar en undantekningin síðustu ár.
Persónulega myndi ég mæla með því að miða við Intel örgjörva, þar sem þeir eru yfirleitt sparnýtnari á orku sem skilar sér í minni hita, minni hávaða og betri rafhlöðuendingu.
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 19:09
af Hargo
Talmir skrifaði:Ég er ekki 100% en mig minnir að HP tölvurnar séu ekki góðar ef þú ætlar að eiga tölvuna í einhvern langann tíma þar sem það getur verið hell að komast nærri viftum og þannig inn í henni. Ég átti HP tölvu hér einu sinni og ég þurfti að taka hana í frumeindir til að geta rykhreinsað hana.
Flestar HP vélarnar í Pavilion heimilislínunni eru með vifturnar undir móðurborðinu og það þarf einmitt að taka þær alveg í sundur til að komast að þeim.
Nýju HP fyrirtækjavélarnar eru hinsvegar frábærar hvað þetta varðar, eitt handtak og botninn fer undan og þú kemst í flesta innviði vélarinnar.
Annars myndi ég taka intel Toshiba vélina af þessum sem þú linkar á, aðallega vegna þess að hún er intel en ekki AMD. Eins og Klemmi segir, sparneytnari á orku, minni hitamyndun sem skilar sér í minni viftuhávaða. Ég persónulega reyni að forðast AMD í fartölvum.
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 21:19
af playman
Samt samhvæmt síðunni þá er
AMD vélin • 6-Cell LI-ion rafhlaða með allt að 6,5 tíma endingu
En Intel vélin • 6-Cell LI-ion rafhlaða með allt að 5,5 tíma endingu
Munar heilum klukkutíma á þeim tveim.
Eða er bara stærra Ah battery í amd vélinni?
Re: Vantar ráðleggingu með fartölvur.
Sent: Mán 29. Okt 2012 22:17
af Klemmi
playman skrifaði:Samt samhvæmt síðunni þá er
AMD vélin • 6-Cell LI-ion rafhlaða með allt að 6,5 tíma endingu
En Intel vélin • 6-Cell LI-ion rafhlaða með allt að 5,5 tíma endingu
Munar heilum klukkutíma á þeim tveim.
Eða er bara stærra Ah battery í amd vélinni?
Hmmm mjög erfitt að segja, báðir örgjörvar eru gefnir upp 35W TDP. Möguleiki að þessi AMD örgjörvi sé meira efficient í léttri keyrslu, möguleiki að það sé betri rýmd í batterýinu en einnig möguleiki að þessar tölur séu ekki fengnar með sömu aðferðum.