Síða 1 af 1
Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Mán 22. Okt 2012 20:03
af Dormaster
Ég hef verið gjörsamlega veikur fyrir note ii/2 og ætlaði ég að skella mér á hann og láta pabba kaupa hann þegar hann myndi fara til US.
En eini gallinn er að ég er ekki að finna neinn svona legit á amazon og ekki að finna neina búð í US sem myndi selja hann í búð.
Hann er að fara til Boston eða NY eða Washington DC.
Veit einhver hvar ég get fengið símann á þessum stöðum ?
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fim 25. Okt 2012 20:58
af Dormaster
einhver ?
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fim 25. Okt 2012 21:12
af KermitTheFrog
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 00:09
af Dormaster
þegar það stendur no warranty er það líka fyrir Ísland ?
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 00:29
af Swooper
Færð í raun ekkert nothæft warranty ef þú kaupir utan norðurlandanna hvort eð er. Þyrftir að fara með hann út til að fá viðgerð dekkaða af ábyrgð.
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 00:44
af Dormaster
svo að ég ætti frekar að kaupa hann hérna heima í staðinn fyrir erlendis upp á ábyrgðina að gera
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 00:46
af Swooper
Ef þú vilt ábyrgðina, já. Getur litið svo á að þú sért að borga mismuninn á verðinu úti og verðinu hér fyrir ábyrgð, sem þýðir í raun fyrirfram greitt viðgerðargjald EF hann skildi bila. Hvort það er þess virði eða ekki verður þú að ákveða.
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 08:29
af KermitTheFrog
Eru þessir símar yfirhöfuð mikið að bíla? Ég hef allavega ekki heyrt neinar sögur af high-end samsung símum sem hafa bilað undir ábyrgð.
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 08:35
af Swooper
Ég þurfti að láta skipta um microusb portið á mínum SGS2, en það var bara 5000kall (keyptur frá Bretlandi svo ekki í ábyrgð hér).
Re: Samsung Galaxy note ii/2
Sent: Fös 26. Okt 2012 09:50
af gissur1
Getur líka látið hann kaupa hann í fríhöfninni, kostar 100þ þar í stað 125þ.