Síða 1 af 1

Galaxy II brotið gler.

Sent: Fös 19. Okt 2012 15:48
af Gilmore
Konan lenti í því óhappi að missa símann og sprungur komu í glerið. Það kostar rúmlega 30 þús að láta gera við hann hérna.

Hún er á leið til Boston og ég var að spá í hvort einhver viti um stað þar úti sem hægt er hægt að láta skipta um gler. Það hlýtur að kosta talsvert minna en 30 þús.

Ég var í DK í sumar og tók eftir nokkrum búðum sem auglýstu í glugganum að þeir skiptu um gler í símum.

Re: Galaxy II brotið gler.

Sent: Fös 19. Okt 2012 16:10
af AntiTrust
Vandamálið er að glerið er límt við skjáinn sjálfan og því (held ég) ómögulegt að skipta eingöngu um glerið. Þú sparar þér því líklega ekki marga þúsundkallana með því að gera þetta úti.

Re: Galaxy II brotið gler.

Sent: Fös 19. Okt 2012 16:18
af hfwf
Því miður þegar skjárinn brotnar á s2 þá er ekki bara hægt að skipta um glerið, útaf þetta er super amoled skjár þá fylgir þessu svokallaður digitizer sem þarf ð skipta með og þessvegna er þetta svona dýrt. Spara líklega ekki marga þúsarana með að gera þetta úti. Færð þetta hér heima á 32þús siðast þegar ég vissi. Það borgar ekki einusinni að panta þetta að utan hingað heim þó þú kunnir og treystir þér í að skipta um þetta sjálfur.