Síða 1 af 4
3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 00:08
af intenz
https://www.facebook.com/pages/Nova/633 ... 71206a07:0Endilega látið í ykkur heyra ef þið eruð óánægðir með 3G sambandið hjá Nova.
Meiri líkur á að þeir geri eitthvað í þessu ef fólk lætur heyra í sér.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 00:13
af oskar9
ég skipti bara í símann, leysti öll mín 3G vandamál og rúmlega það, bý á AK og það er núll samband útá akureyraflugvelli, fæ fullann styrk og mikinn hraða eftir að ég skipti
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 00:35
af valdij
Komið! Lýst vel á þetta, þetta er gjörsamlega óóþolandi
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 00:56
af Cascade
Ég lenti líka í þessu, var 90% af tímanum á 2g, fór og fékk nýtt kort sem átti að laga þetta, en það batnaði ekki mikið
Fór yfir til símans og er alltaf á 3g þar
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 01:15
af gardar
Ekki kvarta bara hérna strákar og stelpur, látið kvartanirnar berast til nova
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 01:57
af intenz
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 02:16
af Viktor
Kerfið hjá Nova ræður einfaldlega ekki við alla þessa notendur. Eru ekki Vodafone að nota þeirra 3G dreifikerfi líka? Er hjá Nova og er alltaf að detta út. Sætti mig nú bara við þetta þar sem ég hringi frítt í alla sem ég þekki.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 02:21
af Krissinn
Sallarólegur skrifaði:Kerfið hjá Nova ræður einfaldlega ekki við alla þessa notendur. Eru ekki Vodafone að nota þeirra 3G dreifikerfi líka? Er hjá Nova og er alltaf að detta út. Sætti mig nú bara við þetta þar sem ég hringi frítt í alla sem ég þekki.
Tek undir það... Ég er bara með sér Nova síma sem ég nota til að hringja úr í Nova númer, Svo er ég með minn aðalsíma hjá Vodafone og fer netið í honum í gegnum 3G samband án vandræða. Mæli með Vodafone ef þið eruð að pæla í að skipta um símfyrirtæki útaf þessu
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 09:23
af Daz
Ég breytti símanum hjá konunni þannig að hann er strictly 2G. Batterísendingin fór úr 1-2 dögum í 5. Notkunin breyttist lítið.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 12:22
af audiophile
3G hjá Nova er drasl og ætla bara ekkert að skafa ofan af því. Ef það væri ekki fyrir að 80% af símaskránni minni sé hjá Nova og símreikningurinn djók lágur, þá væri ég löngu búinn að skipta í Símann.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 12:39
af dori
Ég skipti yfir í Símann borga kannski meira en það er betra að borga slatta fyrir það sem maður vill fá en að borga aðeins minna fyrir eitthvað sem nær því engan vegin. 3g hjá Nova hætti að vera gaman þegar bolurinn af kúnnunum þeirra fóru að nota það...
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:19
af tlord
TAL, einhver reynsla?
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:35
af Pandemic
Svo má ekki gleyma að þetta eyðir rafmagni hjá manni.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:39
af Daz
Pandemic skrifaði:Svo má ekki gleyma að þetta eyðir rafmagni hjá manni.
Daz skrifaði:Ég breytti símanum hjá konunni þannig að hann er strictly 2G. Batterísendingin fór úr 1-2 dögum í 5. Notkunin breyttist lítið.
Augljóslega er hún með Nova síma.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:45
af hagur
Er Vodafone í alvöru að nota 3G kerfi Nova?
Spyr einfaldlega vegna þess að ég er sjálfur hjá Vodafone og er *alltaf* með fínt 3G samband hérna á höfuðborgarsvæðinu og oftast líka þegar ég er að þvælast um landið - en svo heyrir maður endalausar horror sögur um 3G samband hjá Nova.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:56
af GuðjónR
hagur skrifaði:Er Vodafone í alvöru að nota 3G kerfi Nova?
Spyr einfaldlega vegna þess að ég er sjálfur hjá Vodafone og er *alltaf* með fínt 3G samband hérna á höfuðborgarsvæðinu og oftast líka þegar ég er að þvælast um landið - en svo heyrir maður endalausar horror sögur um 3G samband hjá Nova.
3G hjá NOVA virkar þegar það er 3G hjá NOVA, en þegar maður er á ferðinni þá kemur VODAFONE E logo á símann og netið dettur út, ekki einu sinni hægt að tékka á tölvupósti. Þá er ráðiði að slökkva á 3G og kveikja aftur til að fá NOVA inn.
Einni er HUGE munur á batterí endingunni hvor maður er hjá t.d. Símanum eða NOVA, stóri kosturinn við NOVA er að það er frítt NOVA í NOVA og það eru margir þar, stóru gallarnir þrír eru hinsvegar lélegt 3G, léleg rafhlöðuending tækja sem notast við þjónustuna og fáránlega dýrt gagnamagn. Lágmarks gagnamagn er 1GB á þúsundkall og það fyrninst eftir 30 daga! Annars er það 39kr fyrir hver 5MB. Ég nota venjulega tæp 100MB á mánuði og finnst því skrítið að 1GB sé lágmarkið.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:56
af dori
Nú veit ég ekki en það er hægt að bera saman þessar myndir:
Vodafone 3gNova 3gEkki alveg eins en frekar líkt. Nova geta náttúrulega með QoS stillingum breytt netinu hjá sér þannig að Vodafone hefur X hluta af tengingunni og Nova eitthvað minna. Ef ég man rétt þá á Nova ekki 3g kerfið sitt heldur leigir það af Huawei. Þannig borga þeir bara fyrir notkun sem fer í gegnum kerfið þeirra. Það getur vel verið að Vodafone díllinn sé fyrir utan þann samning og þannig geta þeir gefið Vodafone stærri link án þess að tapa nokkuð á því.
En ég er bara að spekúlera, veit ekkert um Vodafone og Nova. Veit bara að þegar ég beilaði á Nova fór batteríið að endast betur og netið varð betra.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 13:57
af Swooper
hagur skrifaði:Er Vodafone í alvöru að nota 3G kerfi Nova?
Spyr einfaldlega vegna þess að ég er sjálfur hjá Vodafone og er *alltaf* með fínt 3G samband hérna á höfuðborgarsvæðinu og oftast líka þegar ég er að þvælast um landið - en svo heyrir maður endalausar horror sögur um 3G samband hjá Nova.
Dittó. Í þau einstaka skipti sem 3G dettur út hjá mér dugar að restarta símanum.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 14:13
af KermitTheFrog
GuðjónR skrifaði:hagur skrifaði:Er Vodafone í alvöru að nota 3G kerfi Nova?
Spyr einfaldlega vegna þess að ég er sjálfur hjá Vodafone og er *alltaf* með fínt 3G samband hérna á höfuðborgarsvæðinu og oftast líka þegar ég er að þvælast um landið - en svo heyrir maður endalausar horror sögur um 3G samband hjá Nova.
3G hjá NOVA virkar þegar það er 3G hjá NOVA, en þegar maður er á ferðinni þá kemur VODAFONE E logo á símann og netið dettur út, ekki einu sinni hægt að tékka á tölvupósti. Þá er ráðiði að slökkva á 3G og kveikja aftur til að fá NOVA inn.
Einni er HUGE munur á batterí endingunni hvor maður er hjá t.d. Símanum eða NOVA, stóri kosturinn við NOVA er að það er frítt NOVA í NOVA og það eru margir þar, stóru gallarnir þrír eru hinsvegar lélegt 3G, léleg rafhlöðuending tækja sem notast við þjónustuna og fáránlega dýrt gagnamagn. Lágmarks gagnamagn er 1GB á þúsundkall og það fyrninst eftir 30 daga! Annars er það 39kr fyrir hver 5MB. Ég nota venjulega tæp 100MB á mánuði og finnst því skrítið að 1GB sé lágmarkið.
Þeir eru reyndar farnir að bjóða 500MB á 490 kr.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 14:43
af audiophile
Þegar ég byrjaði hjá þeim var hægt að vera með 150mb á 490 í áskrift.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 14:48
af Swooper
Hefur einhver reynslu af Vodafone vs. Símanum? 3G samband/hraði, þjónusta o.þ.h.?
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 15:08
af hkr
Skv. þessari síðu er Vodafone að nota 3g kerfi Nova:
http://www.siminn.is/einstaklingar/netid/dreifikerfid/Enda hefur það alltaf verið þannig ef mig minnir rétt, Nova notar svo 2g kerfi Vodafone.
Það sem hefur alltaf verið vandamál fyrir Nova er að símar eru 'tregir' að flakka á milli 3g kerfi Nova og 2g kerfi Vodafone, lendi af og til í því að síminni minn er að slást við að tengjast inn á 3g kerfi Nova þegar það er lélegt samband við það en gott samband við 2g kerfi Vodafone.
Mig minnir einnig að Nova og Síminn nota mismunandi 3g kerfi, Nova er að keyra á hærri tíðni (held ég) og það ætti því að vera 'hraðara" en á móti dregur það styttra en kerfi Símans sem er að lægrí tíðni og dregur því lengra.
http://www.siminn.is/um-simann/frettase ... item57086/En svo þegar ég skoða PFS að þá er Nova líka með leyfi fyrir 900mhz "3g" kerfi en það er spurning hvernig það er nýtt og allt það.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 15:37
af GuðjónR
[quote="KermitTheFrog"
Þeir eru reyndar farnir að bjóða 500MB á 490 kr.[/quote]
Var að tékka og þetta er rétt hjá þér, þessi leið var ekki í boði fyrir þremur vikum þegar ég keypti 1GB hjá þeim.
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 22:34
af intenz
Mæli með
þessu appi fyrir fólk til að sjá hversu oft og lengi í senn síminn er á 2G/3G. Væri gaman að sjá ef þið allir settuð þetta app upp, leyfðuð því að malla í 1-2 sólarhringa og postuðuð svo mynd hingað inn ásamt því hvar þið eruð búsettir og hvar þið eruð með farsímaþjónustu. Hægt að kveikja á "graph" í stillingunum.
Hérna er mín mynd. Ég er hjá Nova, bý í Grafarvoginum en er mest búinn að vera uppi í HR (hjá Nauthólsvík).
Re: 3G samband hjá Nova - Umræðuþráður
Sent: Mán 01. Okt 2012 22:47
af braudrist
Af hverju slökkvið þið ekki á 2G / EDGE? Ég hef aldrei séð neinn tilgang með því eftir að 3G / HSPA kom út.