Síða 1 af 1

Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 01:06
af gazzi1
Sælir...vitið þið hvað maður þarf að borga sirka í toll og öll gjöld samtals af fartölvubatteríum? Ef við segjum að það kostar um 50 dollara á ebay hvað ætli það mundi kosta komið til mín?

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 01:09
af worghal
veistu hvað þetta er þungt?

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 01:20
af rapport
gazzi1 skrifaði:Sælir...vitið þið hvað maður þarf að borga sirka í toll og öll gjöld samtals af fartölvubatteríum? Ef við segjum að það kostar um 50 dollara á ebay hvað ætli það mundi kosta komið til mín?



pantaðu það bara frá www.fyriralla.is og það endar líklega ódýrara en þessir $50.

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 09:14
af beggi90
Í heildina sýnist mér þetta vera um 9.550 (verð+gjöld)
http://tollur.is/default.asp?cat_id=1700

En svo er spurningin hvaða strumpur í tollinum flokkar þetta hjá þér.
Ekki ólíklegt að þetta verði flokkað sem eitthvað stórfurðulegt sem hefur ennþá hærri tollaflokk.

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 09:32
af Frost
Ég pantaði mér 9-cell batterý af Ebay og það kostaði kringum 50 dollara. Þegar það kom heim þá þurfti ég að borga einhvern 4þús kall í toll.

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 11:03
af dori
Ég pantaði tvær fartölvurafhlöður í sumar og tollmiðlunin flokkaði það sem "rafgeymar - annað". Það eru vörugjöld og tollar af því. Ég fékk það leiðrétt þannig að það var flokkað sem hlutur í tölvu (enda ekki hægt að gera neitt annað við þetta með góðu móti...) eða lithium rafgeymi. Man ekki hvort, allavega þá datt tollurinn og vörugjöldin út og var endurgreitt.

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 14:36
af tlord
mar bíður grjótspenntur eftir hvað kemur út úr þessu

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... stverslun/

Re: Gjöld af fartölvubatteríum??

Sent: Fim 27. Sep 2012 15:01
af inservible
dont do it! Ég neyddist til þess að borga eitthvað helvítis eyðingargjald á vöru sem ekki einu sinni átti að eyða, fáranlegt munaði nánast engu að kaupa það hér...