Síða 1 af 1

Fartölva í USA

Sent: Lau 07. Ágú 2004 20:56
af END
Byrja í menntaskóla í haust og ætla að fá mér fartölvu. Maður sem ég þekki hefur samþykkta að kaupa tölvuna fyrir mig í New York en er óviss hvaða tölvu ég ætti að láta hann kaupa og hvar best væri að gera það.

Borðtölvan mín er mjög slöpp (PIII, 500mhz), og þess vegna vil ég helst geta gert eitthvað aðeins meira í fartölvunni heldur en að glósa. Ég legg samt meira upp úr góðri rafhlöðuendingu heldur en besta búnaðinum.

Einhverjar hugmyndir, var að spá í IBM en finnst 4,5 klst ekki sérstök rafhlöðuending.

Sent: Sun 08. Ágú 2004 05:46
af TestType
Erm, 4,5 klukkustunda rafhlöðuending er eins gott og það getur mögulega orðið í dag. Einstaka centrino tölva klukkast upp í 5 klukkustundir með miklum herkjum og það að sjálfsögðu með stillt á portable battery mode.

Svo ef þú ert ekki sáttur við 4,5 klst. then don't bother getting a laptop. Þú hefur greinilega ekki minnstu hugmynd eða tilfinningu fyrir batterý endingu í fartölvum :wink:

Sent: Sun 08. Ágú 2004 08:54
af Mal3
Mér skilst að uppgefin „hámarks rafhlöðuending“ („allt að“ er oftast sagt í auglýsingum) sé eitthvað sem maður nær sjaldnast fram í veruleikanum.

Ég ætla samt að vera ósammála TestType, því fartölvan mín er gefin upp með 6 klst. hámarksendingu rafhlöðu og í glósuvinnu á síðustu önn var ég að ná raunverulegum 5 klst. Ef ég er bara að þykjast vera að glósa og er í staðinn að vafra um þráðlaust verð ég svekktur ef ég næ ekki fjórum tímum.

Það er samt rétt að taka fram að ég nota ekki Office pakkann til að glósa, eins og flestir virðast gera, heldur nota lítið og nett forrit sem hentar sérstaklega vel í glósutöku.

Mig hlakkar svo að sjá hvernig batteríið stendur sig á næstu önn.

Sent: Sun 08. Ágú 2004 09:34
af END
TestType skrifaði:Erm, 4,5 klukkustunda rafhlöðuending er eins gott og það getur mögulega orðið í dag. Einstaka centrino tölva klukkast upp í 5 klukkustundir með miklum herkjum og það að sjálfsögðu með stillt á portable battery mode.

Svo ef þú ert ekki sáttur við 4,5 klst. then don't bother getting a laptop. Þú hefur greinilega ekki minnstu hugmynd eða tilfinningu fyrir batterý endingu í fartölvum :wink:


Margar fartölvur hafa 6 klukkustunda hámarks rafhlöðuendingu og ég hef séð fartölvur í IBM X-seríunni sem eiga að fara upp í 7,5 klst, í rafhlöðuendingu.

Þetta eru tölur frá framleiðendum og því er raunveruleg rafhlöðuending tölvanna líklega eitthvað minni.

Sent: Sun 08. Ágú 2004 13:48
af TestType
Jamm, hámarksbatterýending frá framleiðanda er eitthvað sem er ansi erfitt að ná upp í. Að gera ekkert annað en skrifa glósur finnst mér varla nein viðmiðun á batterýendingu og ekki myndi neinum reviewer detta það í hug að prófa batterýendingu þannig. Venjan er að sjá hvað hún endist í að skrifa texta, vafra netið, downloada og með kveikt á þráðlausa netinu alltaf. Miðað við comment þitt Mal3 þá er tölvan þín ekki að fara langt yfir 4 klukkustundir undir þannig álagi.

Margar fartölvur hafa 6 klukkustunda hámarks rafhlöðuendingu og ég hef séð fartölvur í IBM X-seríunni sem eiga að fara upp í 7,5 klst, í rafhlöðuendingu.


Þessu á ég nú mjög bágt með að trúa, en væri hugsanlega möguleiki í extreme tilfelli eins og t.d. á centrino tölvu með 1.3ghz Banias örgjörva og innbyggða Intel Extreme drasl skjákortinu og þá bara í að taka glósur og með þráðlausa netið slökkt og nákvæmlega ekkert annað í gangi. Og mjög stóra rafhlöðu. Ertu viss um að þú sért ekki bara að quote-a tölur af tölvu þar sem geisladrifinu hefur verið skipt út fyrir aðra rafhlöðu?

EDIT: Viti menn, ég hafði ekki skoðað þessa vél áður, en ég hafði greinilega rétt fyrir mér. Þessi tölva er með 1ghz pentium M banias (dýrari módelin með 1.2ghz max), 256mb minni, Intel Extreme Graphics 2, 20gb 4200rpm HDD, hreint risa batterý og ekkert geisladrif að mér sýnist. Þetta er nú varla viðmiðunartölva, hún fórnar hreinlega öllu fyrir mobility, sem er gott fyrir einhverja en varla eitthvað sem hinn almenni neytandi er að leita sér að.

Sent: Sun 08. Ágú 2004 17:38
af gumol
Mal3 skrifaði:Það er samt rétt að taka fram að ég nota ekki Office pakkann til að glósa, eins og flestir virðast gera, heldur nota lítið og nett forrit sem hentar sérstaklega vel í glósutöku.

Hvaða forrit er það?

Sent: Sun 08. Ágú 2004 18:27
af Mal3
gumol skrifaði:
Mal3 skrifaði:Það er samt rétt að taka fram að ég nota ekki Office pakkann til að glósa, eins og flestir virðast gera, heldur nota lítið og nett forrit sem hentar sérstaklega vel í glósutöku.

Hvaða forrit er það?


MacJournal. Er í rauninni dagbókarforrit, en hentar vel, þar sem þú færð yfirsýn yfir kúrsa og glósur hvers tíma. Svo er hægt að exporta þessu þægilega til vinnslu annars staðar ef á þarf að halda.

Sent: Sun 08. Ágú 2004 18:34
af Mal3
TestType skrifaði:Jamm, hámarksbatterýending frá framleiðanda er eitthvað sem er ansi erfitt að ná upp í. Að gera ekkert annað en skrifa glósur finnst mér varla nein viðmiðun á batterýendingu og ekki myndi neinum reviewer detta það í hug að prófa batterýendingu þannig. Venjan er að sjá hvað hún endist í að skrifa texta, vafra netið, downloada og með kveikt á þráðlausa netinu alltaf. Miðað við comment þitt Mal3 þá er tölvan þín ekki að fara langt yfir 4 klukkustundir undir þannig álagi.


Nei, enda er ég ekki að segja neinar draugasögur af batterínotkuninni. Ca. 4 tímar við þannig ástæður finnst mér alveg ásættanlegt, en ég get teygt endinguna fram í 5 tíma eða þar um bil. Hvernig maður er að nota tölvuna skiptir auðvitað höfuðmáli.