Síða 1 af 1

Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Sun 16. Sep 2012 12:32
af Danni V8
Jæja. Núna er komið að því að ég kaupi mér fartölvu aftur. Ég keypti mér síðast fartölvu árið 2004 og það var Medion tölva sem er búin að fara í gegnum ýmislegt hjá mér og er ennþá í lagi og með upprunalegu stýriskerfisuppsettninguna! Finnst það alveg magnað. Er að spá í að setja hana í loftþétt rými og varðveita hana á safni sem eina Medion fartölvan sem hefur aldrei bilað og eina Windows XP tölvan sem hefur aldrei þurft format.

En allavega, hún ræður engan vegin við League of Legends, en mig langar í fartölvu sem ræður við hann. Á mínum vinnustað er ég á 12 tíma vöktum bæði dag og næturvaktir og núna er vetrartíminn að kikka inn... það þýðir nokkrir klukkutímar í senn af dauðum tíma og það er ekki í boði að skreppa frá. Vaktirnar geta orðið mjööög langar.

Kröfurnar til tölvunnar eru ekkert svakalegar, þó vil ég helst ekki minni en 15" skjá. Ég er ekkert inní fartölvuheiminum og veit því ekkert hvaða vélbúnaður er bestur eða hvar er best að kaupa fartölvur, svo ég óska eftir ykkar aðstoð við að finna réttu tölvuna!

Hverju mælið þið meistarar með handa mér?

Til að hafa eitthvað viðmið, þá er budgetið undir 200þús, 150-170 kannski ideal. Fæst eitthvað gott fyrir þann pening?

Re: Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Sun 16. Sep 2012 12:55
af Magneto

Re: Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Sun 16. Sep 2012 15:19
af Davidoe

Re: Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Mán 17. Sep 2012 01:51
af Danni V8
Davidoe skrifaði:Væri þessi ekki nóg http://tolvutek.is/vara/acer-aspire-v3-571g-32374g50-fartolva-svort ?
Svo fyrir mismuninn væri hægt að kaupa http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-ocz-ssd-25-vertex3
Og http://tolvutek.is/vara/thermaltake-max-5g-25-sata-i-usb3-hysing-svort þ.e.a.s ef hann vill halda disknum sem er í tölvunni.


Líst helvíti vel á þessa! Skelli mér á hana :D

Re: Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Mið 06. Feb 2013 19:27
af hoaxe
eða hættir bara spila svona sorp leik :P

Re: Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Mið 06. Feb 2013 19:42
af Danni V8
hoaxe skrifaði:eða hættir bara spila svona sorp leik :P


Velkominn á Vaktina og til hamingju með frábæra byrjun :happy

Re: Budget fartölva sem ræður við League of Legends

Sent: Mið 06. Feb 2013 21:24
af Alex97
fáðu þér þessa acer-v3 hún er alveg frábær fyrir peningin svo myndi ég mæla með að skipta út geisladrifinu fyrir ssd til að gera hana hraðari