Síða 1 af 1

Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Mið 12. Sep 2012 21:00
af Magni81
Ég vildi bara benda mönnum á þetta vandamál: http://www.samsunggalaxys3forum.com/for ... quick.html

Þarf greinilega að roota símann til að laga þetta. Ég kann það ekki og vona því að Samsung menn komi bráðlega með uppfærslu til að laga þetta.

Hjá mér er Standby mode yfirleitt með 60-70% af betterys notkun.

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 11:01
af Swooper

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 12:56
af Daz
Miðað við það sem þú linkar, þá er vandamálið ekki í notkuninni sjálfri, heldur í birtingunni á því hvað er að nota batteríið.

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 15:16
af Moquai
Swooper skrifaði:http://bit.ly/Qe9und


.... good contribution

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 17:29
af Magni81
Swooper skrifaði:http://bit.ly/Qe9und


Þú ert svo klár en ég var ekki að leita að hjálp við að roota svona síma......

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 18:09
af braudrist
Ég er nokkuð viss um að það er búið að laga þetta í Jelly Bean. Þannig annað hvort bíður þú þangað til í September eða Október þegar Jelly Bean kemur officially út fyrir S3, eða rootar símann og installar þessu fixi.

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 18:20
af Sucre
þú verður líka að fara í task manager og muna að loka öllu þarf og cleara ramið

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fim 13. Sep 2012 18:37
af Magni81
Sucre skrifaði:þú verður líka að fara í task manager og muna að loka öllu þarf og cleara ramið


Já ég geri það í hvert skipti þegar ég hætti að nota hann.

Re: Galaxy S3 Batteríð eyðist hraðast í "Standby mode"

Sent: Fös 14. Sep 2012 10:41
af Swooper
Magni81 skrifaði:
Swooper skrifaði:http://bit.ly/Qe9und


Þú ert svo klár en ég var ekki að leita að hjálp við að roota svona síma......

Upprunalegi pósturinn þinn var beisiklí: "Hér er vandamál sem ég hef enga ástæðu til að leysa ekki sjálfur, en í staðinn ætla ég að bíða eftir að Samsung leysi það fyrir mig eftir nokkrar vikur/mánuði og væla í ykkur á meðan". Ég var bara að reyna að hjálpa. :P

Sucre skrifaði:þú verður líka að fara í task manager og muna að loka öllu þarf og cleara ramið

Þetta er djók, er það ekki? Það eina sem þetta gerir er að sóa klukkupúlsum á örgjörvanum við að loka öllu og starta því aftur næst þegar þú notar það. Ólíkt Windows keyrir Android bara fínt með fullt RAM, það er lang best að leyfa því að stjórna RAM-notkun sjálft. Eina undantekningin er að drepa forrit sem þú veist að eru að nota örgjörvann of mikið, s.s. ef þú veist nákvæmlega hvað þú ert að gera.