Síða 1 af 1
Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 20:36
af loffinn
sælir
tölvan vill ekki ræsa sig eftir gott högg á lyklaborðið
(thinkpad)
Harðidiskurinn er væntanlega viðkvæmur fyrir slíku en er eitthvað annað sem þarf að skoða?
kv.
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 20:41
af mainman
Ég mundi byrja á því að skoða skapið í eigandanum og sterkari geðlyf áður en þú ferð að pota í harða diskinn eða eitthvað annað inn í vélinni....
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 20:41
af playman
mainman skrifaði:Ég mundi byrja á því að skoða skapið í eigandanum og sterkari geðlyf áður en þú ferð að pota í harða diskinn eða eitthvað annað inn í vélinni....
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 20:44
af Minuz1
loffinn skrifaði:sælir
tölvan vill ekki ræsa sig eftir gott högg á lyklaborðið
(thinkpad)
Harðidiskurinn er væntanlega viðkvæmur fyrir slíku en er eitthvað annað sem þarf að skoða?
kv.
Myndi athuga hvort að borðfætur hafi eitthvað losnað við höggið.
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 20:59
af Hargo
Var vélin í gangi þegar hún fékk höggið? Ég myndi skjóta á harði diskurinn væri skemmdur...
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 21:02
af bulldog
Ég myndi mæla með að eigandinn myndi skrá sig á reiðistjórnunarnámskeið, nánari upplýsingar hér að neðan :
http://www.salfradi.is/reidistjornun.htm
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 21:06
af methylman
Hargo skrifaði:Var vélin í gangi þegar hún fékk höggið? Ég myndi skjóta á harði diskurinn væri skemmdur...
vélin ætti að ræsa sig með skemmdan disk hann er ekki málið. Ég geri ráð fyrir því að móðurborðið sé dautt
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 21:07
af Zorky
Berðu hana bara í gang !
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 21:33
af playman
Einnig er möguleiki á að eithvað hafi dottið úr sambandi inní vélinni
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 21:53
af Gislinn
loffinn skrifaði:sælir
tölvan vill ekki ræsa sig eftir gott högg á lyklaborðið
(thinkpad)
Harðidiskurinn er væntanlega viðkvæmur fyrir slíku en er eitthvað annað sem þarf að skoða?
kv.
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 21:55
af rapport
Get ímyndað mér að kælingin sem fer frá CPU yfir á GPU hafi beyglast og jafnvel losnað af einhverju.
Ef hún liggur ekki þétt að = hitaleiðnin = í lágmarki...
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Sun 09. Sep 2012 23:10
af beatmaster
Fer fartölvan í gang en enginn mynd á skjáinn eða kviknar ekkert á henni eða kviknar á henni og kemur mynd á skjáinn en Windows-ið kemur ekki upp?
Re: Algeng afleiðing þegar lamið er í fartölvu (lyklaborð)
Sent: Mán 10. Sep 2012 00:00
af BjarniTS
Vinnsluminni kann að hafa hrokkið úr skorðum og afleiðing af því gæti verið ræsileysi. gætir skoðað að koma því betur fyrir.
Sértaklega ef að höggið hefur verið neðarlega á lyklaborði , fyrir miðju.
Ef að þú ert að taka högg á vélina myndi ég velja mér stað allavega áður. Hugsanlega best að taka höggið á staði þar sem eru USB borð , eða tengiborð sem væru þá útskiptanleg. Næðir hugsanlega fleiri höggum með þeirri aðferð.