Síða 1 af 1

Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:14
af bjartman
Sælir,

Er að forvitnast um hvað þið teljið vera skástu kaupin í fartölvu fyrir 100 þúsund til að spila
einhverja leiki í :)

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:16
af Eiiki
Þú spilar ekki leiki í fartölvu sem kostar 100 þúsund

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:18
af bjartman
Tja ég veit það nú, en budgettið er ekki meira en það, og er bara að leita að því skásta á því sviðinu ;)

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:21
af Eiiki
Ætlaru að ferðast eitthvað með tölvuna eða veðrur hún bara heima? Verður hún líka notuð í skóla etv?
Ef ekki þá mæli ég með að þú reynir að kaupa notaða borðtölvu fyrir peninginn og kannski kaupa nýjan harðan disk eða svo. Þá ertu kominn með ágætist vél...

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:22
af AntiTrust
Ef þú ætlar að kaupa þér fartölvu sem er hæf að e-rju leyti til leikjaspilunar, þá ertu að fara að fórna öllu öðru. Gæðum, þyngd, meðfærileika, batterýsendingu.. Basicly öllu sem þú vilt í fartölvu.

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 20:28
af bjartman
já það væri nú toppurinn ef ég hefði nú möguleikann á því að hafa borðtölvu,
en annars er hún ekki fyrir skólann, bara aðstæður leyfa ekki borðtölvu.

sá þessa hjá tölvulistanum http://tolvulistinn.is/vara/25789
með gt 620m skjákorti

veit einhver um betra fyrir um 100þúsundin

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 21:51
af beatmaster
http://tolvulistinn.is/vara/25744

Toshiba Satellite L850D-11M hvít
2.3GHz Mobile AMD A Series A6 4 kjarna með Turbo Core og 4MB flýtiminni
4GB (2x2GB) DDR3 1600MHz 204pin - stækkanlegt í 16GB
640GB SATA hljóðlátur harðdiskur 5400RPM
DVDRW skrifari sem einnig skrifar CD-RW
15.6" WideScreen WXGA LED skjár 16:9 með 1366x768
AMD Radeon HD7520G Skjákjarni í örgjörva
Innbyggðir öflugir hátalarar
102 hnappa lyklaborð í fullri stærð ásamt talnaborði
Snertinæm músarstýring með 4-átta skruni
Innbyggt 10/100 netkort
Innbyggt þráðlaust 802.11bgn netkort og Bluetooth 4.0
Innbyggð 1MP HD myndavél í skjá
Windows 7 Home Premium 64-BIT
1xUSB 2.0, 2xUSB 3.0, VGA, HDMI, Kortalesari o.fl.
Aðeins 2.3KG, B 380 x D 242 x H 33,52mm
Li-ion rafhlaða, ending allt að 6 tímar og 30 mínútur
2ja ára ábyrgð á tölvu, 12 mán. ábyrgð á rafhlöðu

Re: Skásta leikjafartölva fyrir 100 þúsund ?

Sent: Mið 05. Sep 2012 22:00
af vargurinn
beatmaster skrifaði:http://tolvulistinn.is/vara/25744

Toshiba Satellite L850D-11M hvít
2.3GHz Mobile AMD A Series A6 4 kjarna með Turbo Core og 4MB flýtiminni
4GB (2x2GB) DDR3 1600MHz 204pin - stækkanlegt í 16GB
640GB SATA hljóðlátur harðdiskur 5400RPM
DVDRW skrifari sem einnig skrifar CD-RW
15.6" WideScreen WXGA LED skjár 16:9 með 1366x768
AMD Radeon HD7520G Skjákjarni í örgjörva :-k , en kannski það skásta fyrir hundraðkallinn
Innbyggðir öflugir hátalarar
102 hnappa lyklaborð í fullri stærð ásamt talnaborði
Snertinæm músarstýring með 4-átta skruni
Innbyggt 10/100 netkort
Innbyggt þráðlaust 802.11bgn netkort og Bluetooth 4.0
Innbyggð 1MP HD myndavél í skjá
Windows 7 Home Premium 64-BIT
1xUSB 2.0, 2xUSB 3.0, VGA, HDMI, Kortalesari o.fl.
Aðeins 2.3KG, B 380 x D 242 x H 33,52mm
Li-ion rafhlaða, ending allt að 6 tímar og 30 mínútur
2ja ára ábyrgð á tölvu, 12 mán. ábyrgð á rafhlöðu