Síða 1 af 1

Mitac 8050d vs. MSI 510c

Sent: Mið 04. Ágú 2004 18:56
af nomaad
Ég skrapp í Task og Tölvulistann í gær með það í huga að athuga first-impressions á tveimur fartölvum sem ég hef gjarnan hug á að versla mér. Fyrst, stutt yfirlit yfir búnað hverrar tölvu fyrir sig, eins og ég hef hug á að fá mér þær.

Mitac 8050d
Pentium M 1.6 GHz (Dothan kjarni)
Mobility Radeon 9700 128MB
15.4" WXGA skjár (1280x800)
512MB 333MHz DDR minni
60GB (16MB buffer, 5400RPM) Hitachi HD
~170.000 (verð sem ég fékk uppgefið frá afgreiðslumanni Task)

MSI Megabook 510c
Pentium M 1.6 GHz (Dothan kjarni)
Mobility Radeon 9600 64MB
15" XGA skjár (1024x768)
512MB 333MHz DDR minni
60GB (5400RPM) Samsung HD
169.900 stgr.

Eins og þið sjáið, mjög svipaðar tölvur fyrir utan skjákortin.

Ég fór fyrst í Task, strax tekið á móti manni. Ég gekk beinustu leið að Mitac tölvunni á borðinu. Hún leit vel út, smekklegir litir og virkilega skýr og góður skjár. Ég fiktaði aðeins í henni meðan ég var að ræða kosti og galla við afgreiðslumanninn. Lyklaborðið var í fínu lagi, svolítið undarlegt layout (Home/Insert/PgUp og þeim tökkum raðað eftir efri brún hægra megin) en maður gæti alveg vanist því. Mér fannst tölvan vera mjög solid, virkilega gott build quality, hrönglaði ekki neitt í henni né fannst mér hún plastleg viðkomu. Ég fékk aðeins að prófa NFS: Underground þar sem það var eini leikurinn sem var uppsettur. Hann var alveg 100% smooth (en mér sýndist hann vera í low detail, eða þá að hann sé bara svona ljótur). Skjárinn sýndi ekkert ghosting/streaking. Ég þakkaði afgreiðslumanninum fyrir og sagðist gera ráð fyrir að koma eftir mánuð og eyða launatékkanum í þennan grip, svo vel leist mér á hana.

Næst hélt ég í Tölvulistann.

Húkkaður strax við innganginn og afgreiðslumaðurinn beindi mér að tölvunni. Mér leist ekkert á hana við fyrstu sýn; litirnir á skjánum voru mjög daufir og eins og að contrastið væri hækkað upp úr öllu valdi. Tölvan sjálf leit samt ágætlega út, glansaði svolítið á hana eins og hún væri úr plasti (meira um það síðar). Lyklaborðið var mjög svipað og á Mitac vélinni, bara í góðu lagi. Einu tók ég eftir, þegar ég ýtti með puttanum á svæðið fyrir neðan lyklaborðið, við hliðina á touchpadinum, þá gaf hún eilítið eftir. Ekki fannst mér það sérstaklega traustvekjandi, minnti mig helst á einhverskonar plastleikfang. Sama gerðist þegar ég lokaði skjánum og þrýsti ofan á, hún gaf a.m.k. 1cm eftir. Úff. Ég prófaði enga leiki, þar sem engir voru uppsettir, en ég myndi gera ráð fyrir að skjákortið væri eitthvað hægara en kortið í Mitac vélinni.

Ég gekk út nokkuð viss um að kaupa Mitac vélina eftir ca. mánuð, en ég ætla að halda áfram að skoða það sem til er á markaðnum.

Sent: Mið 04. Ágú 2004 19:14
af Daz
Ég er einmitt búinn að vera að skoða þessar sömu tölvur og vil benda á nokkra hluti.
Báðar tölvurnar eru "customizable", þ.e.a.s. það er hægt að fá betri/verri örgjörva, meira/minna minni, stærri/minni harðan disk og eitthvað meira. (Hugver eru einmitt með nánari upplýsingar um Mitec tölvurnar).
Við stuttar prufur (3dmark03) komst ég strax að því að Mitec tölvan er hávaðaseggur en MSI tölvan sæmilega hljóðlát. Mín fyrsta snerting á Mitec tölvunni (setti fingur á touchpadið) setti viftuna í gang, og hún var frekar hávær, á meðan að viftan á MSI tölvunni fór ekki í gang fyrr en 3Dmark var komið vel í gang.

Og skv því sem ég best veit þá er 16 mb buffer á diskunum í MSI vélunum (eða það sagði sölumaðurinn í Tölvulistanum mér eftir að hann fletti því upp í tölvu).

Viðbót:
Að kassinn utan um laptop sé sveigjanlegur þarf nú ekki að vera galli, ógurlega dýri Thinkpad lappinn minn er mjúkur sem smjör sumstaðar, en hann hefur nú þolað flest hingað til. Stærsti ókosturinn sem ég sá við MSI tölvuna er það að "enter" takkinn er bara hálf stærð, en það er líklega eitthvað sem maður gæti vanist.

Sent: Mið 04. Ágú 2004 19:26
af nomaad
Hverslags hávaða erum við að tala um? Léttan andvara eða útblástur úr F-15?

Ég gleymdi reyndar að minnast á það að mér fannst Mitac tölvan lágvær, viftan fór a.m.k. ekki í gang í þessar ~15 mín sem ég var að fikta í henni. Þarf að athuga þetta betur.

Sent: Mið 04. Ágú 2004 19:56
af Daz
Við erum að tala um meiri/svipaðan hávaða og er úr borðtölvunni minni. S.s. OF mikinn hávaða fyrir minn smekk úr fartölvu. Ég mæli með því að þú farir niður í Hugver og skoðir Mitec tölvurnar þar, það var uppsett 3dmark í tölvunni þar og þó að útkoman úr sjálfu prófinu sé voða fín þá var hávaðinn ansi hár á meðan. Það var reyndar erfiðara að meta MSI tölvuna þar sem ansi margir voru í búðinni, en ég greindi lítil sem engin hljóð úr henni þegar hún var að keyra 3Dmark þó ég leggði eyrað við hana. En þetta er mál sem þarf að kanna betur.

Til að setja hlutina í samhengi, hefurðu notað fartölvur eitthvað nomaad, svona svo ég viti hvar þitt "hávaðamark" fyrir fartölvur er. Ég á gamla thinkpad sem heyrist aldrei í (enda ekkert í henni sem getur hitnað nema batteríið) og svo hef ég notað mikið nýlega Thinkpad Centrino tölvu sem er einnig þögul sem gröfin. Munurinn á báðum þessum IBM tölvum og þessum sem við erum að skoða núna er skjákortið, í Mitec og MSI tölvunum eru alvöru kort sem þurfa alvöru kælingu og það á ekki að vera undarlegt að 9700 þurfi meiri kælingu en 9600.

Sent: Mið 04. Ágú 2004 20:01
af nomaad
Úff, það fer fátt meira í taugarnar á mér ein einmitt fartölva sem getur ekki haldið kjafti. Thinkpad hafa einmitt verið mjög góðar í minni reynslu, heyrist varla píp í þeim (sérstaklega Centrino/P-M vélunum).

En takk fyrir þetta, tékka á þessu í Hugveri.

Sent: Mið 04. Ágú 2004 20:45
af Daz
Áhugavert að bera saman task tilboð 2 og [url=http://www.hugver.is/_derived/Tilboð_03.htm_txt_tb8050_800.gif]tilboð C[/url] Hugver býður öflugri örgjörva og meira minni fyrir aðeins 5000 kr meira. Ég fékk frá hugver svona tilboðsblað þar sem hægt var að sjá hvað hver uppfærsla kostaði, en ég get ekki fundið það (en 1.5 -> 1.6 og 256 -> 512 stækkanir kostuðu ekki undir 10 þúsund samtals).

Annars væri nú voðalega gaman að heyra frá einhverjum öðrum, sérstaklega ef þeir hafa einhverja reynslu af þessum tölvum eða meiri upplýsingar um þær.

Sent: Fim 05. Ágú 2004 10:55
af ParaNoiD
fylgir það ekki venjulega því öflugri sem vélin er eða þá kannski skjákortið í þessu tilbiki þá þarf meiri kælingu og framkallar aðeins meiri hljóð ?

Sent: Fim 05. Ágú 2004 17:07
af nomaad
ParaNoiD skrifaði:fylgir það ekki venjulega því öflugri sem vélin er eða þá kannski skjákortið í þessu tilbiki þá þarf meiri kælingu og framkallar aðeins meiri hljóð ?


Nei ekki endilega. Mobility Radeon 9700 er raunverulega 9600XT kortið (eða mjög svipað). Það er framleitt á 110nm process sem er nokkuð kaldari en gamli 130nm processinn. Á móti kemur að 9700 er með hærri klukkuhraða en 9600, bæði á kjarnanum og minninu.

Sent: Fös 06. Ágú 2004 07:51
af gnarr
pottþétt mitacinn. hann er með betra skjákort og mun betri skjá! það er EKKI hægt að vera með 1024x768...

Sent: Fös 06. Ágú 2004 10:15
af emmi
Kíktu á Mitac vélina sem start.is er með, monster speccar á henni. :)

Sent: Fös 06. Ágú 2004 10:30
af Daz
emmi skrifaði:Kíktu á Mitac vélina sem start.is er með, monster speccar á henni. :)

Enn og aftur bendi ég á http://www.hugver.is , þeir selja þessar mitec vélar ódýrar og eru með "customisable" vélar auglýstar.

Sent: Fös 06. Ágú 2004 15:55
af Daz
Jæja þá er ég búinn að skoða bæði Mitec og MSI vélarnar þrisvar sinnum og það er augljóst að Mitec vélin er ekki fartölva heldur borðvél, alltof mikill hávaði í henni. MSI vélin aftur á móti er að heilla mig meira og meira. Ég skoðaði í margar aðrar búðir og ef frá er talin Thinkpad X40 þá er engin önnur vél sem mér líst á. Gallinn við thinkpadinn er að það er ekkert drif í henni og "bara" 12 tommu skjár.

Já og bæði Mitec og MSI vélarnar er hægt að fá með 1.5-1.8 Dothan örgjörva, 256-1024 minni, 40-80 gb diskum og Win XP home/pro, eða án stýrikerfis.
Allir ættu að geta sniðið sér tölvur úr þessum pakka.

Sent: Fös 06. Ágú 2004 16:11
af Daz
Ég fann þetta "review" um MSI tölvurnar, hljómar mjög vel. Annað review, líka mjög góður dómur á MSI.

Re: Mitac 8050d vs. MSI 510c

Sent: Mið 21. Des 2011 22:21
af Gunnarulfars
Er með þessa tölvu til sölu ef þú vilt hana ennþá
bumb anyone?

Re: Mitac 8050d vs. MSI 510c

Sent: Mið 21. Des 2011 22:44
af hagur
Gunnarulfars skrifaði:Er með þessa tölvu til sölu ef þú vilt hana ennþá
bumb anyone?


Hvernig er það, skoðar fólk aldrei dagsetningar á innleggjum áður en það sendir inn svör? Þetta er c.a sjö og hálfsárs gamall þráður!

Þetta er einn svakalegasti fornleifauppgröftur sem ég hef orðið vitni að á gjörvöllu Internetinu :lol:

Re: Mitac 8050d vs. MSI 510c

Sent: Mið 21. Des 2011 22:55
af vesi
hagur skrifaði:
Gunnarulfars skrifaði:Er með þessa tölvu til sölu ef þú vilt hana ennþá
bumb anyone?


Hvernig er það, skoðar fólk aldrei dagsetningar á innleggjum áður en það sendir inn svör? Þetta er c.a sjö og hálfsárs gamall þráður!

Þetta er einn svakalegasti fornleifauppgröftur sem ég hef orðið vitni að á gjörvöllu Internetinu :lol:



HAHAHAHa bara frábært. vekur upp spurningu, hver skildi elsti þráðurinn vera :?: :?: :?:

Re: Mitac 8050d vs. MSI 510c

Sent: Mið 21. Des 2011 23:27
af kizi86
vesi skrifaði:
hagur skrifaði:
Gunnarulfars skrifaði:Er með þessa tölvu til sölu ef þú vilt hana ennþá
bumb anyone?


Hvernig er það, skoðar fólk aldrei dagsetningar á innleggjum áður en það sendir inn svör? Þetta er c.a sjö og hálfsárs gamall þráður!

Þetta er einn svakalegasti fornleifauppgröftur sem ég hef orðið vitni að á gjörvöllu Internetinu :lol:



HAHAHAHa bara frábært. vekur upp spurningu, hver skildi elsti þráðurinn vera :?: :?: :?:


þetta er sá elsti sem ég fann.. viewtopic.php?f=46&t=18&p=34&hilit=2002#p34 síðan í sept 2002 :P

Re: Mitac 8050d vs. MSI 510c

Sent: Mið 21. Des 2011 23:34
af vesi
GÓÐUR!!!!!! :happy

HEHEHE