Síða 1 af 1

Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fim 30. Ágú 2012 15:10
af Gilmore
Galaxy Note 2 síminn var opinberaður í gær.

http://www.techradar.com/reviews/phones ... 688/review

Sama hönnun og S3 og auðvitað með S-pennanum góða og margir girnilegir specs og fídusar.

Ég er spenntari fyrir þessum síma en S3, þannig að ég ætla að bíða eftir að hann komi í búðir hérna heima.

Hann á að fara í sölu í evrópu um miðjan octóber, ætli hann komi ekki fljótlega í búðir hérna? Note 1 var kynntur á sama tíma í fyrra, man einhver hvenær hann kom í sölu á íslandi?

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fim 30. Ágú 2012 17:11
af GrimurD
Þetta er bara aaaaalltof stórt tæki, myndi frekar fá mér lélegan síma og eithvað gott Android 4 tablet heldur en þetta.

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fim 30. Ágú 2012 17:25
af Fletch
ehh nei! þetta eru snilldar símar/tæki.

Er með Note 1 sjálfur, fer ekki aftur í minna tæki!

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fim 30. Ágú 2012 17:39
af Gilmore
Ég ætla að forpanta eintak um leið og það verður í boði.

Stærðin ætti ekki að vera vandamál, og nýja útgáfan fer enn betur í lófa en sú gamla þó hann sé með stærri skjá. En hann er aðeins mjórri en lengri og aðeins þynnri.

En þessi sími er vissulega ekki fyrir alla, en no brainer fyrir þá sem viilja hafa síma og tablet í sama tæki.

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fim 30. Ágú 2012 17:51
af Yawnk
GrimurD skrifaði:Þetta er bara aaaaalltof stórt tæki, myndi frekar fá mér lélegan síma og eithvað gott Android 4 tablet heldur en þetta.

+1

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fös 31. Ágú 2012 15:20
af Halli25
Þetta er ekki flokkað sem sími heldur sem smáspjaldtölva... að vísu virkar sem sími :)

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fös 31. Ágú 2012 16:41
af Talmir
Ég hef verið með note 1 í slatta langann tíma núna. Mér fannst fyrst skjárinn of stór og þannig lagað, en sem tækjanörd þá sætti ég mig við það útaf því að þetta er hálfgert leikfang :) Þetta er Phablet. (Phone tablet).

Það að tala í hann er ekkert öðruvísi en aðrir símar. Eina sem ég get sagt að ég hafi tekið eftir er að ef ég er í þröngum buxum þá finn ég hann þrýstast soldið utan í mig ef ég hef hann í vasanum. Annars finn ég ekkert meira fyrir þessum en öðrum símum.

Re: Samsung Galaxy Note 2 release.

Sent: Fös 31. Ágú 2012 17:11
af lollipop0
mundi ekki passa í svona buxur :crying
Mynd