Síða 1 af 1

Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Mið 29. Ágú 2012 23:34
af karvel
Ég er verulega fúll yfir hvað hleðslan á batteríinu í Galaxy símanum mínum klárast fljótt. Ég nota símann ekki mikið, kannski tvö stutt símtöl á dag, en samt þarf ég að hlaða símann á sólahrings fresti. Það getur ekki verið normal hvað hleðslan endist illa þar sem gefið er upp frá söluaðila að batteríið endist án hleðslu í 7-8 tíma í tali og 600 tímar+ í bið. Ég er viss um að ég myndi ekki ná 48 tímum á hleðslunni í bið og hámark 2 tíma í tali (Ekki það að ég hafi reynt það en tilfinning mín er sú). Eru fleiri sem kannast við svona hörmungar hleðslur á Samsung batteríum og hvað er hægt að gera í svona málum. MÍn skoðun er sú að hér sé einfaldlega um vörusvik að ræða þar sem uppgefinn endingartími á rafhlöðu í sölubæklingi er lang frá því sem hann er í raunveruleikanum. Nú passa ég mig á að hafa slökkt á öllum forritum þannig að ekki á að vera að eyðast út af batteríinu af þeim sökum. Er maður eitthvað bættari með að kaupa nýja rafhlöðu, fleiri milliamper eða er einhver önnur leið fær?

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Mið 29. Ágú 2012 23:37
af dandri
Ertu stöðugt með kveikt á wifi?

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 00:28
af Swooper
Náðu í BetterBatteryStats og sendu inn logg á batterí þráðinn.

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 06:54
af chaplin
Eftir að ég uppfærði í JB get ég ekki haft kveikt á WiFi því það tæmir rafhlöðuna á 0.1 sekúndu.

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 09:00
af gRIMwORLD
chaplin skrifaði:Eftir að ég uppfærði í JB get ég ekki haft kveikt á WiFi því það tæmir rafhlöðuna á 0.1 sekúndu.


Er að keyra Resurrection Remix 3.0.5 JB og með wifi stöðugt í gangi. Rafhlaðan er í ca 60-70% eftir daginn

Samsung Galaxy S2 (GT-I9100)

Android: 4.1.1
Baseband Version: I9100XXLPX
Kernel Version: 3.0.40-Siyah-s2-v4.1 beta6+

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 11:58
af audiophile
Rosalega er þetta misjafnt milli síma. Ég er með ódýran Sony Ericsson Ray með stock Android 4.0.3 og hann endist mér í léttri notkun (nokkur símtöl, stutt wifi/3g vafr nokkrum sinnum á dag) í allt að 3 sólahringa.

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 12:57
af Daz
Ég var með LG Optimus one í 2.3.3, hann entist upp undir 3 og hálfan dag (s.s. 80-90 klukkutíma, sjá póst í batterí þræðinum), með nokkrum einföldum þjónustum og léttri venjulegri notkun.

Fer rosalega mikið eftir skjánum held ég, S3 er náttúrulega með 22" skjá.

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 13:14
af playman
Daz skrifaði:S3 er náttúrulega með 22" skjá.

WHUT! :-k

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 13:16
af lukkuláki
playman skrifaði:
Daz skrifaði:S3 er náttúrulega með 22" skjá.

WHUT! :-k


HA ha ha ha enginn smá sími þetta.

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fim 30. Ágú 2012 13:48
af Swooper
lukkuláki skrifaði:
playman skrifaði:
Daz skrifaði:S3 er náttúrulega með 22" skjá.

WHUT! :-k


HA ha ha ha enginn smá sími þetta.

Við þurfum að koma cargobuxum aftur í tísku, strákar :lol:

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fös 25. Jan 2013 05:41
af kjartanbj
Kannski gamall þráður.. en ertu kannski hjá Nova? batterí í símum endast bara mikið styttra hjá þeim vegna illa uppsetts kerfis

Re: Skammvinn hleðsla á Samsung Batteríi í Galaxy

Sent: Fös 25. Jan 2013 07:11
af olafurfo
Ekki að ég taldi en síminn minm entist léttilega i viku með hellings battery eftir i "bið". Þá þýðir það að síminn liggur ósnertur án simkorts i gangi... það er víst þessi biðtími sem frammleiðendur tala um.
En burtséð frá þvi er ég duglegur að slökkva og kveikja a wifi og 3g. Siminn með góðri notkun er i 60-70% a kvöldin

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2