Síða 1 af 1

Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 16:41
af Danni V8
Sælir.

Ég er að reyna að hjálpa pabba að tengja símann sinn við Samsung Kies, en það virðist ekki virka. Sama hvað er gert, þá tekur Kies ekkert við sér þegar síminn er tengdur, bara gerist ekki neitt í Kies en tölvan sjálf finnur alveg símann og ég get stillt á Mass Storage Mode í símanum og skoðað öll gögnin á símanum í gegnum Explorer, en Kies vill ekki virka.

En hér er síðan það skrítna. Pabbi á líka Samsung lófatölvu. Þegar hún er tengd við tölvuna þá finnur Kies hana og tengist henni alveg án vandræða.

Ég er búinn að Googla aðeins en eina sem ég finn eru vandamál þar sem Kies finnur tækið og gefur error eða festist á Connecting skjánum, en ég fæ ekki einusinni connecting skjáinn upp.

Einhverjar hugmyndir?

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 17:00
af ponzer
Kies er bara fyrir 'samsung' tæki... Ekki Nexus línuna sem er frá Google

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 17:13
af capteinninn
ponzer skrifaði:Kies er bara fyrir 'samsung' tæki... Ekki Nexus línuna sem er frá Google


lol

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 17:17
af Kosmor
ponzer skrifaði:Kies er bara fyrir 'samsung' tæki... Ekki Nexus línuna sem er frá Google


:face

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 18:23
af Swooper
ponzer skrifaði:Kies er bara fyrir 'samsung' tæki... Ekki Nexus línuna sem er frá Google

Mynd

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 18:47
af Danni V8
Well I'll be damned. Þessu bjóst ég ekki við. Er búinn að fínkemba Samsung síðuna eins vel og ég get og Kies er bara hvergi tekið fram í Spec sheet eða support eða hvað sem er fyrir Nexus S, en er tekið fram á öllum öðrum símum.

Nú jæja, þá er það mjög tilgangslaust að reyna að tengja þennan síma við Kies.

En er eitthvað annað forrit sem virkar svipað í boði? Ég finn ekkert um það heldur...

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 19:22
af ponzer
Haha já hljómar frekar fyndið en þetta er bara svona - Kies supportar ekki Nexus símana þótt þeir séu made by Samsung ;)

Örugglega 100 svona þræðir inn á Nexus S foruminu á XDA :)

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 20:07
af braudrist
Getur notað doubleTwist til að færa á milli tónlist, annars virðist það vera að það er ekkert forrit fyrir Nexus til að synca á PC.

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 20:37
af wicket
Hverju ætlarðu að ná fram með því að tengja hann við KIES ?

Hægt að gera allt sem KIES gerir með öðru móti.

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 23:03
af Danni V8
wicket skrifaði:Hverju ætlarðu að ná fram með því að tengja hann við KIES ?

Hægt að gera allt sem KIES gerir með öðru móti.


Copya símaskránna milli Nexus og Galaxy Tab. Veit að það eru aðrar leiðir, en Kies er þæginlegast til að halda þessu in sync

Re: Samsung Kies skynjar ekki Nexus S

Sent: Sun 26. Ágú 2012 23:22
af intenz
Synca símaskránna við Google. Best í heimi.

https://plus.google.com/b/1122710126449 ... djvwk2ieKj

Annars mæli ég mjög mikið með AirDroid