Síða 1 af 1

Vantar aðstoð við fartölvukaup

Sent: Lau 25. Ágú 2012 12:26
af torir278
Mig vantar smá aðstoð í fartölvukaupum. Mig vantar öfluga og góða vél. Ég er ekki að fara að nota hana til að spila leiki.

Endilega gefið mér álit á hvaða tölvu af þessum ég ætti að fá mér og ef þið eruð með einhverja aðra hugmynd af tölvum á þessu verðbili þá endilega segja mér :)

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=21&products_id=2236

http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=21&products_id=2239

http://tolvulistinn.is/vara/25825

Ég hef einnig verið að velta því fyrir mér með tölvur sem eru með SSD disk, þær eru yfirleitt dýrari en þær eru líka yfirleitt með minni örgjörvar en tölvur sem eru ekki með SSD disk. Þurfa þær ekki jafn stórann örgjörva þegar þær eru með SSD disk ?

Re: Vantar aðstoð við fartölvukaup

Sent: Sun 26. Ágú 2012 19:49
af torir278
Einhver ?

Re: Vantar aðstoð við fartölvukaup

Sent: Sun 26. Ágú 2012 20:07
af flottur
Hversu miklu fé ætlar þú að eyða í fartölvu?


Þetta með SSD pælinguna, þú kaupir þér fartölvu og síðan SSD disk og setur í kvikindið.
Held að stærð örgjöva komi SSD ekkert við.

Re: Vantar aðstoð við fartölvukaup

Sent: Sun 26. Ágú 2012 20:53
af Klemmi
Ef þú ert ekki að fara að spila neina leiki þá henta þessar sem þú bendir á ekkert sérstaklega, Lenovo G580 vélin er mjög svipuð og Z580 vélin sem þú varst að skoða, með minni disk, ekki sér skjákorti og aðeins slappari örgjörva, en 25þús króna verðmunur sem þú getur þá nýtt til þess að skipta harða disknum út fyrir SSD disk :)

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2248