Síða 1 af 1

Vél fyrir CAD/SCADA vinnslu

Sent: Mán 06. Ágú 2012 19:54
af OliA
Ég var að velta fyrir mér hvort þið gætuð mælt með vélum fyrir frekar þunga CAD vinnslu.

Persónulega lýst mér best á T430 vélarnar hjá Lenovo en mér þykir þær frekar dýrar hjá Nýherja, en það væri kannski hægt að fá þær frá Lenovo.com í gegnum myus.com.
Væri gaman að heyra ef einhver hefur keypt vél úti og látið senda sér heim í sambandi við ábyrgð og annað.

En ég set fyrir mig að hafa ;

-> sem besta upplausn, 1600x900 er lámark
-> Optimus kort eða sambærilegt (þá 2x skjákort)
-> Hægt að setja hana í dokku fyrir auka skjái og lykklaborð.
-> HDD og RAM er svosem ekkert must, uppfæri það eftir þörfum.

Þetta er svona það helsta, þætti samt ekki verra ef hún væri frekar vel byggð.

Kveðja,

Re: Vél fyrir CAD/SCADA vinnslu

Sent: Mán 06. Ágú 2012 20:15
af AntiTrust
Ég keypti mína T420 í gegnum buy.is - Lét kt. flakkið (og hugsanleg ábyrgðarvandamál) ekki angra mig mikið þar sem Nýherji tekur á sig ábyrgðarviðgerðir á vélum frá USA og sú sem ég pantaði var með 3 ára framleiðsluábyrgð.

Minnir að Hargo hafi pantað sér vél beint af shop.lenovo.com - Ég hugsa ég geri það sama þegar ég uppfæri.

Sýnist annars vera mjög góðir dílar á shop.lenovo.com núna. Setti saman nákvæmlega svona vél (http://www.netverslun.is/Verslun/produc ... 16381.aspx) og í gegnum shopusa geturu fengið hana á um 205-210þús komna heim sýnist mér - þekki ekki verðin í gegnum myus.

Re: Vél fyrir CAD/SCADA vinnslu

Sent: Mið 29. Ágú 2012 11:44
af OliA
Setti saman eftirfandi vél frá lenovo.com

Intel Core i5-3320M Processor (3M Cache, up to 3.30 GHz)
Genuine Windows 7 Professional (64 bit)
14.0" HD+ (1600 x 900) LED Backlit AntiGlare Display, Mobile Broadband Ready
NVIDIA NVS 5400M Graphics with Optimus Technology, 1GB DDR3 Memory
4 GB PC3-12800 DDR3 (1 DIMM)
Keyboard - US English
720p HD Camera with Microphone
128GB Solid State Drive, SATA3
DVD Recordable
Express Card Slot & 4-in-1 Card Reader
9 Cell Li-Ion TWL 70++
90W AC Adapter - US (2pin)
Bluetooth 4.0 with Antenna
Intel Centrino Ultimate-N 6300 AGN
Mobile Broadband upgradable

Allt í allt á þetta að gera $1,262.20

sem er rúmur 155þúsund, 195þúsund með vsk.

Fékk hana á 220.000 í gengum buy.is - Shopusa hefði endað í 235 þús, myus í rúmum 230.000.


Stefni svo á að stækka minni í 16GB þegar hún er komin til mín.

16 gig frá lenovo kostaði $1060, af ebay $126 :)