Síða 1 af 1
Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 12:55
af GuðjónR
Just saying....
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 13:00
af AntiTrust
Mikið til í þessu svosem, en .. hvaða aðra leið hefðu símaframleiðendur að fara? Hvernig er hægt að gera snertiskjásíma, ekki í þessum form factor?
Svo má nú líka benda á að Android var ekki publishað fyrr en í september 2008, rúmi ári eftir iPhone.
Svo ég bæti við:
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 13:17
af appel
GuðjónR skrifaði:Just saying....
Apple iPhone setti tóninn hvað varðar svona síma með stóran skjá og snertiskjásnotkun. Ég er á því að vissulega eru aðrir framleiðendur að "stela" frá þeim hvað þetta varðar.
En nú þegar ljóst er að neytendur vilja stóra snertiskjái hvernig er öðruvísi er hægt að hanna hlutina? Hönnun Apple er einfaldlega náttúruleg afleiðing af því að tækið er með stóran snertiskjá sem þekur heila framhlið. Það að aðrir framleiðendur hafi hannað hlutina eins hefur ekkert sérstaklega með hugvit Apple að gera, heldur þá staðreynd að hlutirnir falla náttúrulega í þessa hönnun fyrir þessa tilteknu notkun.
Þar að auki voru snertiskjáir búnir að hefja innreið sína víðar, og aðeins tímaspursmál hver hefði verið fyrstu með svona lausn.
Svo á endanum snýst þetta bara um samkeppni og valmöguleika neytandans. Ef Apple nær að vinna öll dómsmál hvað þetta varðar þá eru þeir effectively búnir að fá einokunarrétt á símamarkaði.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 13:21
af GuðjónR
Jú auðvitað hefði þetta endað svona hvort sem Apple hefði riði á vaðið eða ekki...
Samt situr í mér að hlusta á forstjóra Microsoft hlæja að "takkalausum" símum:
http://www.youtube.com/watch?v=eywi0h_Y5_U
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 13:37
af HalistaX
Ef enginn hefði stælað neinn/'stolið' hugmyndum værum við örugglega enþá að spila Turtles á N64..
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 13:53
af appel
GuðjónR skrifaði:Jú auðvitað hefði þetta endað svona hvort sem Apple hefði riði á vaðið eða ekki...
Samt situr í mér að hlusta á forstjóra Microsoft hlæja að "takkalausum" símum:
http://www.youtube.com/watch?v=eywi0h_Y5_U
Það að Microsoft hafi verið seinn að fatta og tileinka sér tæknibreytingar er ekkert nýtt, þetta hefur verið einkennisstíll Microsoft í gegnum tíðina, láta aðra finna upp flugvélina, prófa að fljúga henni, framleiða hana og sjá hana seljast áður en þeir ákveða sjálfir að prófa flugvélar, og þá endar þeir oftast á því að kaupa fyrirtæki sem framleiða flugvélar.
Helstu tekjulind Microsoft er af Office. WTF? Hver í fjandanum notar office? Ég nota aldrei office, og til eru ódýrari lausnir til að skrifa texta heldur en office. Þannig að ef fólk hættir að kaupa Office þá hverfu Microsoft af sjónarsviðinu, sem gæti alveg gerst. Þetta er risaeðlufyrirtæki sem deyr út ef það breytist ekki, og í mínum huga er hættulega nálægt vandræðum.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 14:15
af urban
appel skrifaði:GuðjónR skrifaði:Jú auðvitað hefði þetta endað svona hvort sem Apple hefði riði á vaðið eða ekki...
Samt situr í mér að hlusta á forstjóra Microsoft hlæja að "takkalausum" símum:
http://www.youtube.com/watch?v=eywi0h_Y5_U
Það að Microsoft hafi verið seinn að fatta og tileinka sér tæknibreytingar er ekkert nýtt, þetta hefur verið einkennisstíll Microsoft í gegnum tíðina, láta aðra finna upp flugvélina, prófa að fljúga henni, framleiða hana og sjá hana seljast áður en þeir ákveða sjálfir að prófa flugvélar, og þá endar þeir oftast á því að kaupa fyrirtæki sem framleiða flugvélar.
Helstu tekjulind Microsoft er af Office. WTF? Hver í fjandanum notar office? Ég nota aldrei office, og til eru ódýrari lausnir til að skrifa texta heldur en office. Þannig að ef fólk hættir að kaupa Office þá hverfu Microsoft af sjónarsviðinu, sem gæti alveg gerst. Þetta er risaeðlufyrirtæki sem deyr út ef það breytist ekki, og í mínum huga er hættulega nálægt vandræðum.
Eru það ekki fyrst og fremst stofnanir og fyrirtæki sem að nota þessa office pakka ?
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 14:17
af starionturbo
apple, hefur þú aldrei stigið fæti inn í stórt fyrirtæki ?
Þá tala ég um t.d. fyrirtæki á borð við Banka, IT fyrirtæki, Auglýsingastofur, Lögfræðistofur ofl.
Office er svo mikið stærra en bara Word... Lync er t.d. eitthvað mest notaða productið, innan Office, í IT fyrirtækjum.
Just sayin, Microsoft vörur eru targettaðar meira á stór corporate fyrirtæki.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 14:19
af appel
urban skrifaði:appel skrifaði:GuðjónR skrifaði:Jú auðvitað hefði þetta endað svona hvort sem Apple hefði riði á vaðið eða ekki...
Samt situr í mér að hlusta á forstjóra Microsoft hlæja að "takkalausum" símum:
http://www.youtube.com/watch?v=eywi0h_Y5_U
Það að Microsoft hafi verið seinn að fatta og tileinka sér tæknibreytingar er ekkert nýtt, þetta hefur verið einkennisstíll Microsoft í gegnum tíðina, láta aðra finna upp flugvélina, prófa að fljúga henni, framleiða hana og sjá hana seljast áður en þeir ákveða sjálfir að prófa flugvélar, og þá endar þeir oftast á því að kaupa fyrirtæki sem framleiða flugvélar.
Helstu tekjulind Microsoft er af Office. WTF? Hver í fjandanum notar office? Ég nota aldrei office, og til eru ódýrari lausnir til að skrifa texta heldur en office. Þannig að ef fólk hættir að kaupa Office þá hverfu Microsoft af sjónarsviðinu, sem gæti alveg gerst. Þetta er risaeðlufyrirtæki sem deyr út ef það breytist ekki, og í mínum huga er hættulega nálægt vandræðum.
Eru það ekki fyrst og fremst stofnanir og fyrirtæki sem að nota þessa office pakka ?
Já, ég held það. T.d. hérna í vinnunni hjá mér þá er ég með Office, þó ég hafi ekkert sérstaklega beðið um það, heldur fylgdi það bara með. Fyrirtækið er með license samninga við Microsoft og held að Office sé bara innifalið þar.
Ég sagði konunni sem sér um þessi mál hérna að ég þyrfti ekkert Office... hennar viðbrögð voru bara doldið svona einsog að yppa öxlum "Þetta er bara svona".
Þannig að þó Microsoft sé að "selja" mikið af Office þá eru þetta allt saman óþarfa leyfi. Fólk þarf ekkert á Office að halda, lang flestir allavega. Til mun ódýrari og einfaldari lausnir.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 14:23
af appel
starionturbo skrifaði:apple, hefur þú aldrei stigið fæti inn í stórt fyrirtæki ?
Þá tala ég um t.d. fyrirtæki á borð við Banka, IT fyrirtæki, Auglýsingastofur, Lögfræðistofur ofl.
Office er svo mikið stærra en bara Word... Lync er t.d. eitthvað mest notaða productið, innan Office, í IT fyrirtækjum.
Just sayin, Microsoft vörur eru targettaðar meira á stór corporate fyrirtæki.
Vinn hjá Símanum, sem er nú ágætlega stór. Ég nota aldrei office við vinnu mína. Ekki heldur þennan Lync viðbjóð.
Mitt álit á Office er:
If you're using Office you're doing it wrong.T.d. var ég að sækja um húsnæðislán hjá Landsbankanum, og gat downloadað einhverju Office Word skjali af vefnum þeirra sem ég átti að prenta út, fylla út og koma til þeirra. Nú... á heimatölvunni minni er ég ekki með Office, þannig að ég gat ekki opnað skjalið. Ég bara spyr, hvaða heimatölvur eru með Office? Þessi pakki kostar morðfé og ekki eitthvað sem fólk kaupir bara til að geta opnað skjöl af netinu... PDF dugar í það.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 15:04
af GuðjónR
Já það greinilega einver hugsanafeill þarna í gangi að hafa ekki skjalið í PDF.
Annars þá nota ég Office pakkann mjög mikið, þá aðalega Excel.
Hef prófað iWork sem er Mac útgáfan af Office ... en sá pakki kemst ekki með tærnar þar sem Office er með hælana.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 15:22
af Tiger
Excel uber alles
Það sem er hægt að gera í þessu forriti er nátturulega bara rugl....
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 15:24
af GuðjónR
Tiger skrifaði:Excel uber alles
Það sem er hægt að gera í þessu forriti er nátturulega bara rugl....
Og maður telur sig kunna á það af því að maður kann að gera formúlur og allskonar súlu og kökurit ... en ætlu maður kunni á nema kannski 5% af því.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 15:29
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Tiger skrifaði:Excel uber alles
Það sem er hægt að gera í þessu forriti er nátturulega bara rugl....
Og maður telur sig kunna á það af því að maður kann að gera formúlur og allskonar súlu og kökurit ... en ætlu maður kunni á nema kannski 5% af því.
Held frekar 0,5%... Hef farið á nokkur námskeið í þessu, og einn kennarinn sagði að sá sem kynni 20% væri í raun snillingur í þessu og hann viðurkenndi að hann kynni örugglega ekki mikið meira.
Tengja þetta við gagnagrunna og taka út endalausar upplýsignar ofl ofl.
En þetta er samt off topic......iPhone er líka uber alles
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 15:38
af Swooper
Svo lengi sem fríu office pakkarnir eru heilli kynslóð á eftir MicroSoft í viðmótshönnun þá held ég mig við MS Office persónulega. Þegar maður er búinn að venjast ribbon viðmótinu er algjörlega glatað að fara aftur í menu-based viðmót...
Fyrir utan alla þægilegu fídusana sem vantar.
Re: Er eitthvað til í þessu?
Sent: Mið 25. Júl 2012 15:46
af intenz
Flestir sem ég veit um eru með Office pakkann.