Síða 1 af 1

fartölvu leit

Sent: Lau 21. Júl 2012 19:24
af ketilpoki
góðan daginn!,

ég er að leita mér að fartölvu þá hverdags og til leikjanotkunar, þá er ég að spila civilasaition 5 og álíka leiki (starcraft2, jafnvel að maður prófi guild wars 2 ef maður getur...), en já vantar uppástungur með vali á fartölvu, ég er með 7000 nok á milli handana get bætt við mig kannski 500 kronum við ef þarf en vill reyna að hafa verðið sem lægst og hafa þá tölvuna þannig að hún geti ráðið við þessa leiki "smoothly" þá góðum gæðum og þar fram eftir götum :)

veit lítið um tölvur þar sem að það er svo mikið í boði en hef skoðað og langar að hafa "ivy bridge" og fjór kjarna ef það er hægt, góða endingu á rafhlöðu og ekki stærri skjá en 15,6"


endilega gefið ráð eða uppásungur.
fyrir fram þökk
ketilpoki

Re: fartölvu leit

Sent: Sun 22. Júl 2012 14:40
af ketilpoki
þetta eru þær tölvur sem að ég er með í huga:

http://www.komplett.no/k/ki.aspx?sku=752490#extra ASUS K55VM 15.6 "HD 6995,-
http://www.komplett.no/k/ki.aspx?sku=752490#extra ASUS N56VM 15.6 "Full HD 7495,-
http://www.elkjop.no/product/data/barbar-pc/PADV67096EO/hp-pavilion-15-6-barbar-pc-dv6-7096eo HP Pavilion 15.6 "Notebook dv6-7096eo 6995,-

hver er munurinn á þessum 2 asus tölvum?. ráða þessar tölvur ekki við leikina í medium grafík "smoothly"?..
fyrir fram þökk
](*,)

Re: fartölvu leit

Sent: Sun 22. Júl 2012 14:52
af AntiTrust
Þú linkar reyndar 2x á sömu Asus tölvuna, en munurinn m.v. lýsinguna er skjárinn. Ódýrari vélin er bara með 1366x768 skjá, sem er fulllélegt fyrir 15'6" skjá.

En þessar Asus vélar eru bara með eitt skjákort en ekki neina Optimus tækni, og því mjög orkufrekt. Þú kemur aldrei til með að fá góða rafhlöðuendingu úr ódýrri mulningsvél, 6cell batterý á vél sem er með quad core CPU, 15.6" skjá og þessu skjákorti .. Ætli þú sért ekki að horfa á 1.5-2.5tíma endingu max.

Sama með þessa HP vél, 1366x768 skjár. Frekar glatað fyrir skjástærð. Ég tæki líklega FullHD vélina ef ég væri að velja úr þessum þrem.

Re: fartölvu leit

Sent: Sun 22. Júl 2012 18:04
af ketilpoki
ja heyrðu ætlaði ekki að láta link af sömu tölvuni 2

ég fann eina sem segir að hún hafi Optimus tækni en veit ekki allveg hvort að hún hafi 2 skjákort?,hún er með minni skjá 14" og 1600 x 900 (hd+)? hún með minna ram 4gb, en er hún að geta höndlað þesssa leiki sem að ég nefndi af viti ?
http://www.komplett.no/k/ki.aspx?sku=756055#extra Lenovo ThinkPad S430 14" HD+ 7395,-

ef þið hafið uppástungur að öðrum tölvum á svipuðu verði jafnvel ódýrari þá er það ekki verra!, sem að höndli þessa leiki sem að ég nefndi, endilega bendið mér á þær.
en ef ekki ætti ég að halda mér við full HD vélina eða þessa Lenovo? (eða aðra?): )
eins og áður fyrir fram þökk
](*,)

Re: fartölvu leit

Sent: Sun 22. Júl 2012 19:17
af hjalti8
AntiTrust skrifaði:
En þessar Asus vélar eru bara með eitt skjákort en ekki neina Optimus tækni, og því mjög orkufrekt.


i7 3610QM ætti að vera með HD4000 sem þýðir að tölvan er með tvö skjákort. Þarf maður svo bara ekki windows 7 til að fá optimus til að virka??