Síða 1 af 1

Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Mán 09. Júl 2012 14:10
af machinehead
Mig vantar straumbreytir í bílinn til að hlaða fartölvuna og var að velta
fyrir mér hvort 150w væru nóg eða hvort ég þyrfti að fá mér 300w.

Hvað segið þið snillingarnir?

Það segir ekkert til um þetta á straumbreytinum sjálfum fyrir
fartölvuna.

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Mán 09. Júl 2012 14:49
af dori
Það ætti að standa á spennubreytinum. Bara spurning um hvar þú ert að leita.

Það ættu að vera línur sem segja "Input: AC100-240V, 50-60Hz, XA" og "Output: Yv--ZA".

Þá myndi spennubreytirinn gefa Y*Z wött útúr sér. Og taka max 240*X wött (ætli það sé samt ekki frekar 100*X wött, ég veit ekki alveg hvaða reglum þarf að fara eftir þegar þessir límmiðar eru búnir til).

Ég er t.d. með einn hérna (af netbook reyndar) sem er með 1A input og 19v*2,1A output. Sú fartölva tekur örugglega ekki mikið meira en 50W úr veggnum þegar hún hleður sig. Ég held að 150W sé safe fyrir flestallar tölvur. En það er alltaf gaman að vera með mikið afl sem þú getur gengið að :P

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Mán 09. Júl 2012 17:00
af machinehead
Output: 19V--6.32A =120w... Right, þannig að ég er alveg safe.

EDIT: Input er 2.0A

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Mán 09. Júl 2012 22:32
af machinehead
Ég prufaði þetta áðan og ég gat ekki hlaðið vélina og haft hana í gangi á sama tíma.
Hinsvegar gat ég alveg hlaðið hana ef slökkt var á henni.

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Mán 09. Júl 2012 23:09
af tdog
Þú þyrftir að redda þér aflmæli sem þú stingur í innstungu og mæla gangstrauminn á vélinni, s.s þegar þú ert að hlaða hana og nota á sama tíma.

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Mán 09. Júl 2012 23:52
af DabbiGj
Athugaðu með að´fá þér 12v í 19v spennubreyti frekar, miklu hagkvæmari og einfaldari lausn

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Þri 10. Júl 2012 00:25
af dori
machinehead skrifaði:Output: 19V--6.32A =120w... Right, þannig að ég er alveg safe.

EDIT: Input er 2.0A

Það borgar sig alltaf að gera ráð fyrir buffer. Svona tæki eru kannski 70-80% nýtin (ef það væri 100% myndu kubbarnir þarna aldrei hitna neitt). Þannig að alltaf reikna með því að það muni verða meira en er tekið fram í "output" (með 70% nýtni væri til dæmis 120w output með 170w input). Svo gæti hleðslutækið í byrjun beðið um allt það sem er skilgreint í "input" 2A*240W og droppað svo niður í það sem það virkilega þarf til að sinna fartölvunni. Borgar sig alltaf að slumpa þetta svolítið vel upp nema þú nennir að fara í einhverja rosa greiningu (eða gera eitthvað eins og tdog bendir á og slumpa smá upp).

En það er góður punktur hjá Dabba, það gæti verið skemmtilegt að kaupa eitthvað svona og setja hleðsluskott á það.

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Þri 10. Júl 2012 00:45
af Gislinn
machinehead skrifaði:Output: 19V--6.32A =120w... Right, þannig að ég er alveg safe.

EDIT: Input er 2.0A


Sjáðu hvort þú sjáir einhverjar upplýsingar um hvað tölvan þarf mikinn straum (t.d. er hleðslutækið á tölvunni minni 4.5A en tölvan dregur max 3.25A). Kíktu svo í Íhluti og sjáðu hvort þeir eigi einhvern straumbreytir fyrir þig (12V í 19V) fyrir þann straum sem þig vantar.

Sumir framleiðendur framleiða svona bílhleðslutæki fyrir fartölvur sem þeir selja (t.d. http://www.asus.com/Peripherals_Accessories/Car_Charger/90W_Car_Charger/#specifications), það væri kannski hægt að nálgast eitthvað slíkt.

Gangi þér vel með þetta.

Re: Straumbreytir fyrir bíl - 12v í 240v

Sent: Þri 10. Júl 2012 09:39
af machinehead
Þar sem að ég er að fara eftir 4 tíma þá stekk ég bara eftir þessum 300w eða
sætti mig bara við að hafa þennan 150w og hef bara slökkt á vélinni meðan
ég hleð hana.

Takk fyrir allar ábendingar :-)